Fótbolti

Rakel verður á bekknum en allar aðrar heilar fyrir Frakkaleikinn

Kolbeinn Tumi Daðason í Tilsburg skrifar
Freyr á fundinum í Tilburg í dag.
Freyr á fundinum í Tilburg í dag. vísir/vilhelm
Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er búinn að tilkynna byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Frökkum í Tilburg á morgun. Hann segir viðbrögðin hafa verið eins og hann átti von á. Allir tilbúnir í sín hlutverk.

Þjálfarinn sagði svo skemmtilega vilja til að allir leikkmenn séu klári í slaginn, líka Rakel Hönnudóttir sem hefur glímt við meiðsli. Ljóst er þó að hún mun byrja á bekknum.

„Aðrar eru klárar í slaginn og líður vel,“ sagði Freyr. „Núna hugum við fyrst og síðast að andlega þættinum.“

Þjálfarinn sagði leikmennina í toppstandi.

„En við þurfum eðlilega að huga að spennustiginu og andlega þættinum á þessum tímapunkti.“

Varðandi markaleysið í síðustu þremur leikjum sagði Freyr ljóst að liðið hefði skapað sér færi í síðustu leikjum, en þó ekki skorað. Ljóst væri að franska liðið væri mjög sterkt varnarlega og liðið þyrfti að nýta þau færi sem liðið fengi, sem yrðu ekki mörg gegn Frökkum.

Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði tók undir þetta.

„Við verðum að nýta þau færi sem við fáum á morgun.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×