Fótbolti

172% fleiri Hollendingar horfðu á upphafsleikinn en fyrir fjórum árum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hollendingar fylgjast spenntir með sínu liði.
Hollendingar fylgjast spenntir með sínu liði. vísir/getty
Hollendingar fylgdust grannt með þegar kvennalandslið þjóðarinnar vann 1-0 sigur á Noregi í upphafsleik EM 2017 í gær.

Alls horfðu 2,1 milljón manns í Hollandi á leikinn í gær. Það eru 172% fleiri en horfðu á fyrsta leik Hollands á EM í Svíþjóð fyrir fjórum árum. Hollendingar gerðu þá markalaust jafntefli við Þjóðverja.

Mikill áhugi er á mótinu í Hollandi en heimakonur eru með sterkt lið sem þykir líklegt til afreka.

Næsti leikur Hollands á EM er gegn Danmörku á fimmtudaginn. Síðasti leikur liðsins í A-riðli er svo gegn Belgíu 24. júlí.

Íslendingar komu í veg fyrir að Hollendingar kæmust upp úr riðlakeppninni á EM 2013 með 1-0 sigri í leik liðanna í lokaumferð riðlakeppninnar. Dagný Brynjarsdóttir skoraði markið sem kom Íslandi í 8-liða úrslit.


Tengdar fréttir

Frumkvöðlar

Það er komið að því. Íslensku fótbolta­stelpurnar eru komnar á sitt þriðja stórmót þar sem þær hefja keppni annað kvöld á móti sterku liði Frakka.

Ísland vinnur EM í Hollandi

Það stingur djúpt í hjartað að vera ekki með á EM, segir Margrét Lára Viðarsdóttir, skærasta stjarna íslenska kvennalandsliðsins, sem varð frá að hverfa vegna meiðsla á síðustu stundu.

Næturfrí á EM til að gefa brjóst

Jóhannes Karl Sigursteinsson, hinn sex ára Steinar Karl og hinn sjö mánaða gamli Ýmir voru glaðir í bragði þegar Harpa Þorsteinsdóttir kom í hollenska kotið þeirra í gærkvöldi eftir langan dag með landsliðinu.

Lagði mikið á sig til að ná EM

Sandra María Jessen sleit aftara krossband í mars en lagði ótrúlega mikið á sig til að komast í stand fyrir Evrópumótið og það tókst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×