Fótbolti

Næturfrí á EM til að gefa brjóst

Kolbeinn Tumi Daðason í Ermelo skrifar
Stund milli stríða hjá EM-fjölskyldu.
Stund milli stríða hjá EM-fjölskyldu. vísir/björn G. Sigurðsson
Jóhannes Karl Sigursteinsson, hinn sex ára Steinar Karl og hinn sjö mánaða gamli Ýmir voru glaðir í bragði þegar Harpa Þorsteinsdóttir kom í hollenska kotið þeirra í gærkvöldi eftir langan dag með stelpunum í landsliðinu. Harpa gistir hjá strákunum sínum til að geta gefið Ými brjóst.

Það mun reyna á pabbann í nótt, Hörpulausan, þegar stelpurnar gista allar 23 í Tilburg fyrir fyrsta leik liðsins gegn Frakkum á morgun. Það verður fyrsta nótt feðganna án mömmu en þeir munu vafalítið spjara sig vel með pelann að vopni.

Rætt var við Jóhannes Karl, eiginmann Hörpu, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Fréttina má sjá hér að neðan.



Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á FacebookTwitter og Snapchat (sport365).

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×