Hlutur ORK metinn á rúma sjö milljarða Kristinn Ingi Jónsson skrifar 17. júlí 2017 06:00 Magma Energy verður áfram stærsti hluthafi HS Orku, með 53,9% hlut. vísir/andri marinó Virði 12,7 prósenta hlutarins sem fagfjárfestasjóðurinn ORK mun eignast í HS Orku er rúmir sjö milljarðar króna samkvæmt verðmati á félaginu sem gert var í lok síðasta árs. Virði eignarhlutar íslenskra lífeyrissjóða í félaginu gæti þannig samtals orðið um 25,3 milljarðar króna. Kanadíska orkufélagið Alterra greindi frá því í síðustu viku að dótturfélag sitt, Magma Energy, ætti í viðræðum við íslenska fagfjárfestasjóðinn ORK, sem er að mestu leyti í eigu lífeyrissjóða, um uppgjör á skuldabréfi sem Magma gaf út við kaup á hlut sínum í HS Orku. Af tilkynningu Alterra má ráða að Magma hyggst ekki endurfjármagna lánið, heldur er gert ráð fyrir að ORK gangi að veði þess og yfirtaki þannig 12,7 prósenta hlut í HS Orku af Magma. Hlutur Magma mun því minnka úr 66,6 prósentum í 53,9 prósent, en fyrir eiga fjórtán lífeyrissjóðir 33,4 prósenta hlut í HS Orku í gegnum félagið Jarðvarmi. Íslenskir lífeyrissjóðir munu því samtals eiga 46,1 prósent hlut í orkufélaginu að virði rúmlega 25 milljarða króna. Eignarhlutur Jarðvarma var metinn á 18,3 milljarða króna í bókum félagsins í lok árs 2016, en samkvæmt því er markaðsvirði HS Orku 54,8 milljarðar króna. Hefur það hækkað um 31 prósent á undanförnum fimm árum. Skuldabréfið, sem var á lokagjalddaga í gær, 16. júlí, var metið á tæpa 7,4 milljarða króna í lok júnímánaðar. ORK keypti bréfið af Reykjanesbæ í ágúst 2012 en þá nam kaupverðið tæpum 6,3 milljörðum króna. Eins og Markaðurinn hefur greint frá var þrjátíu prósenta hlutur HS Orku í Bláa lóninu settur í söluferli um miðjan maí. Bárust tilboð í hlutinn frá nokkrum erlendum fjárfestingarsjóðum, en þau gefa til kynna að HS Orka geti fengið í kringum tíu milljarða króna fyrir söluna. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Virði 12,7 prósenta hlutarins sem fagfjárfestasjóðurinn ORK mun eignast í HS Orku er rúmir sjö milljarðar króna samkvæmt verðmati á félaginu sem gert var í lok síðasta árs. Virði eignarhlutar íslenskra lífeyrissjóða í félaginu gæti þannig samtals orðið um 25,3 milljarðar króna. Kanadíska orkufélagið Alterra greindi frá því í síðustu viku að dótturfélag sitt, Magma Energy, ætti í viðræðum við íslenska fagfjárfestasjóðinn ORK, sem er að mestu leyti í eigu lífeyrissjóða, um uppgjör á skuldabréfi sem Magma gaf út við kaup á hlut sínum í HS Orku. Af tilkynningu Alterra má ráða að Magma hyggst ekki endurfjármagna lánið, heldur er gert ráð fyrir að ORK gangi að veði þess og yfirtaki þannig 12,7 prósenta hlut í HS Orku af Magma. Hlutur Magma mun því minnka úr 66,6 prósentum í 53,9 prósent, en fyrir eiga fjórtán lífeyrissjóðir 33,4 prósenta hlut í HS Orku í gegnum félagið Jarðvarmi. Íslenskir lífeyrissjóðir munu því samtals eiga 46,1 prósent hlut í orkufélaginu að virði rúmlega 25 milljarða króna. Eignarhlutur Jarðvarma var metinn á 18,3 milljarða króna í bókum félagsins í lok árs 2016, en samkvæmt því er markaðsvirði HS Orku 54,8 milljarðar króna. Hefur það hækkað um 31 prósent á undanförnum fimm árum. Skuldabréfið, sem var á lokagjalddaga í gær, 16. júlí, var metið á tæpa 7,4 milljarða króna í lok júnímánaðar. ORK keypti bréfið af Reykjanesbæ í ágúst 2012 en þá nam kaupverðið tæpum 6,3 milljörðum króna. Eins og Markaðurinn hefur greint frá var þrjátíu prósenta hlutur HS Orku í Bláa lóninu settur í söluferli um miðjan maí. Bárust tilboð í hlutinn frá nokkrum erlendum fjárfestingarsjóðum, en þau gefa til kynna að HS Orka geti fengið í kringum tíu milljarða króna fyrir söluna.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira