Fanndís: Þessar nýju stelpur eru betri og tilbúnari en ég var Tómas Þór Þórðarson í Ermelo skrifar 16. júlí 2017 19:15 Þrír ungir EM-nýliðar eru í íslenska hópnum á EM 2017 í fótbolta. Tveir þeirra; Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður úr Breiðabliki, og Agla María Albertsdóttir, framherji úr Stjörnunni, unnu sér sæti í hópnum á lokametrunum. Báðar voru í byrjunarliðinu á móti Írlandi og Brasilíu í síðustu vináttuleikjum Íslands fyrir EM og þær gerðu nóg til að heilla Frey Alexandersson. Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Breiðabliks, var sjálf ung og efnileg þegar hún fór á fyrsta Evrópumótið sem íslenska liðið komst á fyrir átta árum síðan en hún segir þessar nýju stelpur betri en hún var. „Ingibjörg kom inn á móti Brasilíu eins og hún væri búin að spila 100 landsleiki. Þegar ég fór fyrst fékk ég að fara inn á þegar það voru þrjár mínútur eftir og var bara "vííí" geðveikt gaman. Mér finnst þær betri og tilbúnari í þetta. Þær fá líka stærra hlutverk,“ segir Fanndís. Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson tók undir með Fanndísi að þessir nýliðar í dag fá stærra hlutverk en hann vildi þó hrósa eldri leikmönnum og þá sérstaklega Fanndísi fyrir hennar framlag til nýliðanna. „Mig langar að hrósa eldri leikmönnunum fyrir þetta. Ég átti alltaf eftir að klappa þér á bakið Fanndís fyrir þetta. Eftir leikinn á móti Brasilíu þá var Fanndís fyrst til að stíga upp og hrósa Öglu Maríu í viðtölum fyrir sinn leik og hvað hún var að gera,“ segir Freyr. „Stuðningurinn sem þessar eldri stelpur hafa sýnt þeim yngri bæði innan vallar og í undirbúningi og í kringum allt sem við erum að gera sýnir hvað við erum með flotta og sterka karaktera við höfum.“ „Ungu stelpurnar hafa vissulega fengið stærra hlutverk en það er ekki bara þjálfarateyminu og vinnubrögðum okkar að þakka heldur frekar leikmönnunum. Eldri leikmennirnir eiga mikið hrós skilið og þeir mega vita það,“ segir Freyr Alexandersson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir „Glódís getur spilað með Lyon og Barca“ Freyr Alexandersson er ánægður með skrefið sem Glódís Perla Viggósdóttir tók en hún gekk í raðir Rosengård í gær. 16. júlí 2017 12:30 Fanndís og Hallbera mættu of seint á fund Herbergisfélagarnir fengu þó ekki miklar skammir frá landsliðsþjálfaranum. 16. júlí 2017 10:13 Stelpurnar okkar eiga möguleika á Evrópumeistaratitli en ekki mjög mikla Tölfræðifyrirtækið Gracenote hefur metið möguleika landsliðanna sem berjast um sigur á EM í Hollandi. 16. júlí 2017 16:00 Freyr og Davíð Snorri: Úr knattspyrnuskóla Leiknis á Evrópumót Æskufélagar úr Breiðholtinu eru saman á EM. 16. júlí 2017 14:00 Freyr er klár með byrjunarliðið á móti Frakklandi Landsliðsþjálfarinn ákvað liðið í gærkvöldi en stelpurnar fá að vita hvernig það er á morgun. 16. júlí 2017 10:05 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Sjá meira
Þrír ungir EM-nýliðar eru í íslenska hópnum á EM 2017 í fótbolta. Tveir þeirra; Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður úr Breiðabliki, og Agla María Albertsdóttir, framherji úr Stjörnunni, unnu sér sæti í hópnum á lokametrunum. Báðar voru í byrjunarliðinu á móti Írlandi og Brasilíu í síðustu vináttuleikjum Íslands fyrir EM og þær gerðu nóg til að heilla Frey Alexandersson. Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Breiðabliks, var sjálf ung og efnileg þegar hún fór á fyrsta Evrópumótið sem íslenska liðið komst á fyrir átta árum síðan en hún segir þessar nýju stelpur betri en hún var. „Ingibjörg kom inn á móti Brasilíu eins og hún væri búin að spila 100 landsleiki. Þegar ég fór fyrst fékk ég að fara inn á þegar það voru þrjár mínútur eftir og var bara "vííí" geðveikt gaman. Mér finnst þær betri og tilbúnari í þetta. Þær fá líka stærra hlutverk,“ segir Fanndís. Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson tók undir með Fanndísi að þessir nýliðar í dag fá stærra hlutverk en hann vildi þó hrósa eldri leikmönnum og þá sérstaklega Fanndísi fyrir hennar framlag til nýliðanna. „Mig langar að hrósa eldri leikmönnunum fyrir þetta. Ég átti alltaf eftir að klappa þér á bakið Fanndís fyrir þetta. Eftir leikinn á móti Brasilíu þá var Fanndís fyrst til að stíga upp og hrósa Öglu Maríu í viðtölum fyrir sinn leik og hvað hún var að gera,“ segir Freyr. „Stuðningurinn sem þessar eldri stelpur hafa sýnt þeim yngri bæði innan vallar og í undirbúningi og í kringum allt sem við erum að gera sýnir hvað við erum með flotta og sterka karaktera við höfum.“ „Ungu stelpurnar hafa vissulega fengið stærra hlutverk en það er ekki bara þjálfarateyminu og vinnubrögðum okkar að þakka heldur frekar leikmönnunum. Eldri leikmennirnir eiga mikið hrós skilið og þeir mega vita það,“ segir Freyr Alexandersson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir „Glódís getur spilað með Lyon og Barca“ Freyr Alexandersson er ánægður með skrefið sem Glódís Perla Viggósdóttir tók en hún gekk í raðir Rosengård í gær. 16. júlí 2017 12:30 Fanndís og Hallbera mættu of seint á fund Herbergisfélagarnir fengu þó ekki miklar skammir frá landsliðsþjálfaranum. 16. júlí 2017 10:13 Stelpurnar okkar eiga möguleika á Evrópumeistaratitli en ekki mjög mikla Tölfræðifyrirtækið Gracenote hefur metið möguleika landsliðanna sem berjast um sigur á EM í Hollandi. 16. júlí 2017 16:00 Freyr og Davíð Snorri: Úr knattspyrnuskóla Leiknis á Evrópumót Æskufélagar úr Breiðholtinu eru saman á EM. 16. júlí 2017 14:00 Freyr er klár með byrjunarliðið á móti Frakklandi Landsliðsþjálfarinn ákvað liðið í gærkvöldi en stelpurnar fá að vita hvernig það er á morgun. 16. júlí 2017 10:05 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Sjá meira
„Glódís getur spilað með Lyon og Barca“ Freyr Alexandersson er ánægður með skrefið sem Glódís Perla Viggósdóttir tók en hún gekk í raðir Rosengård í gær. 16. júlí 2017 12:30
Fanndís og Hallbera mættu of seint á fund Herbergisfélagarnir fengu þó ekki miklar skammir frá landsliðsþjálfaranum. 16. júlí 2017 10:13
Stelpurnar okkar eiga möguleika á Evrópumeistaratitli en ekki mjög mikla Tölfræðifyrirtækið Gracenote hefur metið möguleika landsliðanna sem berjast um sigur á EM í Hollandi. 16. júlí 2017 16:00
Freyr og Davíð Snorri: Úr knattspyrnuskóla Leiknis á Evrópumót Æskufélagar úr Breiðholtinu eru saman á EM. 16. júlí 2017 14:00
Freyr er klár með byrjunarliðið á móti Frakklandi Landsliðsþjálfarinn ákvað liðið í gærkvöldi en stelpurnar fá að vita hvernig það er á morgun. 16. júlí 2017 10:05