Mayweather og Conor létu hvorn annan heyra það og eins og á hinum blaðamannafundunum og drógu hvergi undan.
Conor gekk m.a. svo langt að nudda skallann á Mayweather.
Sá bandaríski óskaði Íranum til hamingju með 29 ára afmælið sitt í dag og sagði að það væri það minnsta sem hann gæti gert áður en hann rústaði honum.
Umræddur bardagi fer fram í Las Vegas 26. ágúst næstkomandi.
Hér að neðan má sjá fjórða blaðamannafund Mayweathers og McGregors í heild sinni.