Emil Páls: Röð mistaka sem á ekki að gerast í svona leik Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. júlí 2017 22:53 Emil Pálsson í leik FH gegn Breiðabliki. Emil Pálsson skoraði mark FH í 1-1 jafnteflinu gegn Víkingi í Götu í undankeppni Meistaradeildar Evrópu sem fram fór á Kaplakrika í kvöld. Hann gat ekki sagt annað en FH-ingar væru hund-svekktir með jafnteflið. „Þeir lágu mjög aftarlega og voru mjög þéttir, en við vorum að skapa okkur færi. Virkilega klaufalegt að hafa fengið á okkur þetta víti, en þetta er bara hálfnað og við tökum bara leikinn úti.“ sagði Emil. Emil skoraði á 49. mínútu leiksins en Víkingar jöfnuðu á 73. mínútu eftir að Pétur Viðarsson braut á sér inni í eigin vítateig og dómarinn gat ekki annað en dæmt vítaspyrnu. „Það er erfitt að spila á móti liði þar sem fremsti maður er á miðjum þeirra vallarhelmingi, þeir pakka vel inn. Við þurftum að reyna að færa boltann hratt á milli kanta sem mér fannst við gera ágætlega. Við vorum að komast í ágætis stöður úti á köntunum til að fá fyrirgjafir og hefðum átt að skora fleiri heldur en eitt mark.“ FH-ingar þurftu að hafa fyrir hlutunum í kvöld og gerðu sér erfitt fyrir með því að fá þetta mark á sig þar sem þeir þurfa að skora í Færeyjum ætli þeir sér áfram í keppninni. „Þetta verður alveg eins úti, held ég. Þeir eru að fara að liggja aftarlega og treysta á skyndisóknir. Við þekkjum aðeins meira inn á þá núna og ég held við eigum klárlega eftir að taka þá úti, það verður skemmtilegur leikur.“ „Við vorum búnir að skoða þá og þeir eru bara svona lið sem að liggur hrikalega aftarlega og þrífast á mistökum hinna liðanna. Við gerðum mistök í eina mínútu og fáum mark á okkur í bakið.“ Vörn heimamanna stóð þokkalega vel í kvöld, reyndi ekki mikið á hana en þeir héldu oftast nema í þetta eina skipti. Hvað var það sem olli markinu? „Röð mistaka sem á ekki að gerast í svona leik, en því miður gerðist þetta og við verðum bara að halda áfram,“ svarar Emil. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Þriðji heimaleikur FH á móti Víkingsliði á 23 dögum FH-ingar taka á móti Víkingi frá Götu í Færeyjum í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í Kaplakrika í kvöld. 12. júlí 2017 16:30 Umfjöllun og viðtöl: FH - Víkingur í Götu 1-1 | FH-ingar urðu að sætta sig við jafntefli Víkingur Götu fer með útivallarmark í seinni leikinn gegn FH í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 12. júlí 2017 22:45 „FH er með þennan stóra Andy Carroll í framlínunni“ | Myndband Fyrirliði Víkings í Götu líkir Kristjáni Flóka Finnbogasyni við framherja West Ham. 12. júlí 2017 16:00 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Emil Pálsson skoraði mark FH í 1-1 jafnteflinu gegn Víkingi í Götu í undankeppni Meistaradeildar Evrópu sem fram fór á Kaplakrika í kvöld. Hann gat ekki sagt annað en FH-ingar væru hund-svekktir með jafnteflið. „Þeir lágu mjög aftarlega og voru mjög þéttir, en við vorum að skapa okkur færi. Virkilega klaufalegt að hafa fengið á okkur þetta víti, en þetta er bara hálfnað og við tökum bara leikinn úti.“ sagði Emil. Emil skoraði á 49. mínútu leiksins en Víkingar jöfnuðu á 73. mínútu eftir að Pétur Viðarsson braut á sér inni í eigin vítateig og dómarinn gat ekki annað en dæmt vítaspyrnu. „Það er erfitt að spila á móti liði þar sem fremsti maður er á miðjum þeirra vallarhelmingi, þeir pakka vel inn. Við þurftum að reyna að færa boltann hratt á milli kanta sem mér fannst við gera ágætlega. Við vorum að komast í ágætis stöður úti á köntunum til að fá fyrirgjafir og hefðum átt að skora fleiri heldur en eitt mark.“ FH-ingar þurftu að hafa fyrir hlutunum í kvöld og gerðu sér erfitt fyrir með því að fá þetta mark á sig þar sem þeir þurfa að skora í Færeyjum ætli þeir sér áfram í keppninni. „Þetta verður alveg eins úti, held ég. Þeir eru að fara að liggja aftarlega og treysta á skyndisóknir. Við þekkjum aðeins meira inn á þá núna og ég held við eigum klárlega eftir að taka þá úti, það verður skemmtilegur leikur.“ „Við vorum búnir að skoða þá og þeir eru bara svona lið sem að liggur hrikalega aftarlega og þrífast á mistökum hinna liðanna. Við gerðum mistök í eina mínútu og fáum mark á okkur í bakið.“ Vörn heimamanna stóð þokkalega vel í kvöld, reyndi ekki mikið á hana en þeir héldu oftast nema í þetta eina skipti. Hvað var það sem olli markinu? „Röð mistaka sem á ekki að gerast í svona leik, en því miður gerðist þetta og við verðum bara að halda áfram,“ svarar Emil.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Þriðji heimaleikur FH á móti Víkingsliði á 23 dögum FH-ingar taka á móti Víkingi frá Götu í Færeyjum í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í Kaplakrika í kvöld. 12. júlí 2017 16:30 Umfjöllun og viðtöl: FH - Víkingur í Götu 1-1 | FH-ingar urðu að sætta sig við jafntefli Víkingur Götu fer með útivallarmark í seinni leikinn gegn FH í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 12. júlí 2017 22:45 „FH er með þennan stóra Andy Carroll í framlínunni“ | Myndband Fyrirliði Víkings í Götu líkir Kristjáni Flóka Finnbogasyni við framherja West Ham. 12. júlí 2017 16:00 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Þriðji heimaleikur FH á móti Víkingsliði á 23 dögum FH-ingar taka á móti Víkingi frá Götu í Færeyjum í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í Kaplakrika í kvöld. 12. júlí 2017 16:30
Umfjöllun og viðtöl: FH - Víkingur í Götu 1-1 | FH-ingar urðu að sætta sig við jafntefli Víkingur Götu fer með útivallarmark í seinni leikinn gegn FH í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 12. júlí 2017 22:45
„FH er með þennan stóra Andy Carroll í framlínunni“ | Myndband Fyrirliði Víkings í Götu líkir Kristjáni Flóka Finnbogasyni við framherja West Ham. 12. júlí 2017 16:00