Trump segir soninn opinn og saklausan 13. júlí 2017 06:00 Donald Trump yngri hefur orðið fyrir barðinu á miklum nornaveiðum að sögn föður hans. vísir/afp Rannsókn á og umfjöllun um tengsl rússneska ríkisins við forsetaframboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta eru mestu nornaveiðar í stjórnmálasögu Bandaríkjanna. Þessu tísti forsetinn í gær. Donald Trump yngri er mikið til umfjöllunar í Bandaríkjunum, sem og víðar, vegna fundar sem hann sótti í júní á síðasta ári með lögfræðingi er hefur tengsl við rússnesku ríkisstjórnina. Var boðað til fundarins á þeim forsendum að lögfræðingurinn byggi yfir skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trumps eldri. The New York Times upplýsti Trump yngri um að blaðið ætlaði að birta tölvupóstsamskipti hans við Rob Goldstone, upplýsingafulltrúann sem kom fundinum á. Birti Trump yngri tölvupóstana sjálfur á Twitter. Í þeim sagði forsetasonurinn að hann yrði hæstánægður með að fá téðar upplýsingar. Jafnframt upplýsti Goldstone Trump yngri um að upplýsingarnar væru „liður í stuðningi Rússlands og ríkisstjórnar þess við framboð Donalds Trump“. Fyrrnefnt tíst Bandaríkjaforseta var sent út í kjölfar viðtals sonarins á sjónvarpsstöðinni Fox News. „Sonur minn, Donald, stóð sig vel í gærkvöldi. Hann var opinskár, gagnsær og saklaus. Þetta eru mestu nornaveiðar í stjórnmálasögunni. Sorglegt!“ tísti forseti Bandaríkjanna. „Af hverju eru Demókratar ekki meðhöndlaðir á sama hátt? Sjáið hvað Hillary Clinton virðist hafa komist upp með. Skammarlegt!“ tísti Trump síðar um daginn.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.vísir/afpSagði sonurinn í viðtalinu, sem Sean Hannity tók, að hann hefði aldrei sagt föður sínum frá fundinum. „Þetta var svo mikið ekkert. Það var ekkert að segja. Ég meina, ég hefði ekki munað eftir þessu áður en fjölmiðlar fóru að garfa í málinu. Þetta var bara tuttugu mínútna tímasóun, sem er synd.“ Trump yngri sagði jafnframt að hann myndi standa á annan hátt að hlutunum, fengi hann einhverju um það ráðið. „Einhver sendi mér tölvupóst. Ég ræð ekki hvað einhver sendir mér. Ég les það og sendi viðeigandi svar,“ sagði Trump yngri. Dmítrí Peskov, talsmaður Rússlandsstjórnar, hefur sjálfur neitað tengslum ríkisstjórnarinnar við lögfræðinginn sem sótti fundinn og það hefur lögfræðingurinn sjálfur einnig gert. Demókratar taka þessum nýju upplýsingum ekki af léttúð. Þannig hafa allnokkrir þeirra bendlað forsetasoninn við landráð. Meðal annars öldungadeildarþingmaðurinn Tim Kaine, sem var varaforsetaefni Clinton. „Það er ekkert sannað enn. En þetta er orðið meira en bara spurningin um að hindra framgang réttvísinnar. Þetta fer að nálgast meinsæri og jafnvel landráð,“ sagði Kaine. Fulltrúadeildarþingmaðurinn Seth Moulton tók í sama streng. „Ef þetta eru ekki landráð veit ég ekki hvað.“ Enn sem komið er hafa Repúblikanar lítið viljað tjá sig um málið og vísa samkvæmt The Wall Street Journal frekar á þá er fara með rannsókn á áhrifum Rússa á forsetakosningarnar. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segist ekki hafa sagt pabba sínum Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, segist ekki hafa sagt föður sínum frá fundi sem hann átti með rússneskum lögfræðingi sem taldi sig geta aðstoðað við að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 12. júlí 2017 06:50 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Reiði og máttleysi í Hvíta húsinu Donald Trump forseti Bandaríkjanna er reiður yfir neikvæðri umfjöllun og starfsmenn hans vita ekki hvernig hægt sé að 12. júlí 2017 10:45 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Rannsókn á og umfjöllun um tengsl rússneska ríkisins við forsetaframboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta eru mestu nornaveiðar í stjórnmálasögu Bandaríkjanna. Þessu tísti forsetinn í gær. Donald Trump yngri er mikið til umfjöllunar í Bandaríkjunum, sem og víðar, vegna fundar sem hann sótti í júní á síðasta ári með lögfræðingi er hefur tengsl við rússnesku ríkisstjórnina. Var boðað til fundarins á þeim forsendum að lögfræðingurinn byggi yfir skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trumps eldri. The New York Times upplýsti Trump yngri um að blaðið ætlaði að birta tölvupóstsamskipti hans við Rob Goldstone, upplýsingafulltrúann sem kom fundinum á. Birti Trump yngri tölvupóstana sjálfur á Twitter. Í þeim sagði forsetasonurinn að hann yrði hæstánægður með að fá téðar upplýsingar. Jafnframt upplýsti Goldstone Trump yngri um að upplýsingarnar væru „liður í stuðningi Rússlands og ríkisstjórnar þess við framboð Donalds Trump“. Fyrrnefnt tíst Bandaríkjaforseta var sent út í kjölfar viðtals sonarins á sjónvarpsstöðinni Fox News. „Sonur minn, Donald, stóð sig vel í gærkvöldi. Hann var opinskár, gagnsær og saklaus. Þetta eru mestu nornaveiðar í stjórnmálasögunni. Sorglegt!“ tísti forseti Bandaríkjanna. „Af hverju eru Demókratar ekki meðhöndlaðir á sama hátt? Sjáið hvað Hillary Clinton virðist hafa komist upp með. Skammarlegt!“ tísti Trump síðar um daginn.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.vísir/afpSagði sonurinn í viðtalinu, sem Sean Hannity tók, að hann hefði aldrei sagt föður sínum frá fundinum. „Þetta var svo mikið ekkert. Það var ekkert að segja. Ég meina, ég hefði ekki munað eftir þessu áður en fjölmiðlar fóru að garfa í málinu. Þetta var bara tuttugu mínútna tímasóun, sem er synd.“ Trump yngri sagði jafnframt að hann myndi standa á annan hátt að hlutunum, fengi hann einhverju um það ráðið. „Einhver sendi mér tölvupóst. Ég ræð ekki hvað einhver sendir mér. Ég les það og sendi viðeigandi svar,“ sagði Trump yngri. Dmítrí Peskov, talsmaður Rússlandsstjórnar, hefur sjálfur neitað tengslum ríkisstjórnarinnar við lögfræðinginn sem sótti fundinn og það hefur lögfræðingurinn sjálfur einnig gert. Demókratar taka þessum nýju upplýsingum ekki af léttúð. Þannig hafa allnokkrir þeirra bendlað forsetasoninn við landráð. Meðal annars öldungadeildarþingmaðurinn Tim Kaine, sem var varaforsetaefni Clinton. „Það er ekkert sannað enn. En þetta er orðið meira en bara spurningin um að hindra framgang réttvísinnar. Þetta fer að nálgast meinsæri og jafnvel landráð,“ sagði Kaine. Fulltrúadeildarþingmaðurinn Seth Moulton tók í sama streng. „Ef þetta eru ekki landráð veit ég ekki hvað.“ Enn sem komið er hafa Repúblikanar lítið viljað tjá sig um málið og vísa samkvæmt The Wall Street Journal frekar á þá er fara með rannsókn á áhrifum Rússa á forsetakosningarnar.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segist ekki hafa sagt pabba sínum Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, segist ekki hafa sagt föður sínum frá fundi sem hann átti með rússneskum lögfræðingi sem taldi sig geta aðstoðað við að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 12. júlí 2017 06:50 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Reiði og máttleysi í Hvíta húsinu Donald Trump forseti Bandaríkjanna er reiður yfir neikvæðri umfjöllun og starfsmenn hans vita ekki hvernig hægt sé að 12. júlí 2017 10:45 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Segist ekki hafa sagt pabba sínum Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, segist ekki hafa sagt föður sínum frá fundi sem hann átti með rússneskum lögfræðingi sem taldi sig geta aðstoðað við að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 12. júlí 2017 06:50
Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00
Reiði og máttleysi í Hvíta húsinu Donald Trump forseti Bandaríkjanna er reiður yfir neikvæðri umfjöllun og starfsmenn hans vita ekki hvernig hægt sé að 12. júlí 2017 10:45