Chelsea getur fengið Aubameyang fyrir 70 milljónir punda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2017 12:30 Pierre-Emerick Aubameyang hjálpaði Dortmund að vinna þýska bikarinn í vor. Vísir/Getty Englandsmeistararnir í Chelsea eru að leita sér að nýjum framherja og ef þeir eru tilbúnir að borga vel þá er möguleiki að einn heitasti framherji Evrópu spili á Stamford Bridge í vetur. Chelsea er mögulega að fara að missa Diego Costa og félagið missti ennfremur af Romelu Lukaku til Manchester United í vikunni. Það er því ljóst að Englendingsmeistararnir þurfa því að fjárfesta í framherja. Hjá Borussia Dortmund spilar eftirsóttur framherji en Pierre-Emerick Aubameyang hefur raðað inn mörkum með þýska liðinu á síðustu árum. Dortmund hefur nú boðið Chelsea Pierre-Emerick Aubameyang fyrir 70 milljónir punda samkvæmt heimildum Sky Sports. Chelsea hefur einnig sýnt Alvaro Morata, framherja Real Madrid, áhuga en knattspyrnustjórinn Antonio Conte vill fá einhvern annan í framlínu liðsins heldur en Diego Costa. Það sauð upp úr hjá Conte og Costa í vetur þrátt fyrir flotta frammistöðu Costa og fullt af mörkum á meistaratímabili. Eftir tímabilið sendi Conte síðan Diego Costa skilaboð þar sem kom fram að Costa væri ekki inn í framtíðarplönum ítalska stjórans. Diego Costa er reyndar ekki farin frá félaginu ennþá og svo gæti farið að þeir sættist fyrir tímabilið. Pierre-Emerick Aubameyang skoraði 40 mörk í 46 leikjum í öllum keppnum með Borussia Dortmund á síðustu leiktíð og var þá að hækka markaskor sitt á þriðja tímabilinu í röð. Aubameyang er orðinn 28 ára gamall en hann spilar með landsliði Gabon þrátt fyrir að vera fæddur í Frakklandi. Leikmaður á eftir þrjú ár af samningi sínum við Dortmund en nú gæti verið hans tími til að komast að hjá stærra félagi. Það er vitað af áhuga ítalska liðsins AC Milan og franska liðsins Paris Saint Germain en nú er bara að sjá hvort Chelsea sé tilbúið að eyða 70 milljónum punda eða 9,7 milljörðum íslenskra króna í leikmanninn. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Sjá meira
Englandsmeistararnir í Chelsea eru að leita sér að nýjum framherja og ef þeir eru tilbúnir að borga vel þá er möguleiki að einn heitasti framherji Evrópu spili á Stamford Bridge í vetur. Chelsea er mögulega að fara að missa Diego Costa og félagið missti ennfremur af Romelu Lukaku til Manchester United í vikunni. Það er því ljóst að Englendingsmeistararnir þurfa því að fjárfesta í framherja. Hjá Borussia Dortmund spilar eftirsóttur framherji en Pierre-Emerick Aubameyang hefur raðað inn mörkum með þýska liðinu á síðustu árum. Dortmund hefur nú boðið Chelsea Pierre-Emerick Aubameyang fyrir 70 milljónir punda samkvæmt heimildum Sky Sports. Chelsea hefur einnig sýnt Alvaro Morata, framherja Real Madrid, áhuga en knattspyrnustjórinn Antonio Conte vill fá einhvern annan í framlínu liðsins heldur en Diego Costa. Það sauð upp úr hjá Conte og Costa í vetur þrátt fyrir flotta frammistöðu Costa og fullt af mörkum á meistaratímabili. Eftir tímabilið sendi Conte síðan Diego Costa skilaboð þar sem kom fram að Costa væri ekki inn í framtíðarplönum ítalska stjórans. Diego Costa er reyndar ekki farin frá félaginu ennþá og svo gæti farið að þeir sættist fyrir tímabilið. Pierre-Emerick Aubameyang skoraði 40 mörk í 46 leikjum í öllum keppnum með Borussia Dortmund á síðustu leiktíð og var þá að hækka markaskor sitt á þriðja tímabilinu í röð. Aubameyang er orðinn 28 ára gamall en hann spilar með landsliði Gabon þrátt fyrir að vera fæddur í Frakklandi. Leikmaður á eftir þrjú ár af samningi sínum við Dortmund en nú gæti verið hans tími til að komast að hjá stærra félagi. Það er vitað af áhuga ítalska liðsins AC Milan og franska liðsins Paris Saint Germain en nú er bara að sjá hvort Chelsea sé tilbúið að eyða 70 milljónum punda eða 9,7 milljörðum íslenskra króna í leikmanninn.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Sjá meira