Íslensk stelpa dýrasta sundknattleikskonan í sögu íþróttarinnar í Grikklandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2017 09:30 Christina Tsoukalas. Mynd/Heimasíða Olympiakos Christina Tsoukalas skrifaði á dögunum undir þriggja ára samning við stórlið Olympiakos, áttfalda Grikklandsmeistara í sundknattleik en samningurinn vakti mikla athygli í Grikklandi. Christina Tsoukalas, eða Kristín Krisúla Tsoukala, er ein besta sundknattleikskona Grikkja, og hefur þrátt fyrir ungan aldur, spilað með landsliðinu í áratug. Hún er 185 sm á hæð og spilar sem varnarmaður. Christina Tsoukalas er bæði með íslenskan og grískan ríkisborgararétt en hún er dóttir Þóru Bjarkar Valsteinsdóttur og Makis Tsoukalas. Hún er fædd árið 1991 og verður því 27 ára gömul á þessu ári. Móðir hennar var stolt af stelpunni sinni á fésbókinni. „Næstu 3 árin mun Kristín leika með sundknattleiksliði Olympiakos, stærsta íþróttafélagi Grikklands. Hún skrifaði undir samning sem gerir hana að dýrustu sundknattleikskonu í sögu þessarar íþróttar í Grikklandi,“ skrifaði Þóra Björk Valsteinsdóttir. Christina Tsoukalas og Olympiakos hafa verið í samningaviðræðum í nokkurn tíma en loksins var samningurinn í höfn og Christina þakkar forráðamönnum Olympiakos fyrir að sýna sér bæði mikinn áhuga og mikinn skilning. Olympiakos sagði frá samningi Christinu Tsoukalas á heimasíðu og birti fullt af myndum af nýja leikmanni sínum. Það eru bundnar miklar væntingar við komu hennar en Olympiakos hefur unnið fjóra meistaratitla í röð í Grikklandi en það hefur ekki gengið eins vel í Evrópukeppninni. Í fréttinni um Christinu Tsoukalas kemur fram að þessi samningur muni breyta landslaginu í evrópskum og grískum sundknattleik. Hún lék áður með liði NC Vouliagmeni og varð meðal annars tvisvar sinnum Evrópumeistari félagsins. Christina Tsoukalas hefur verið lengi í fremstu röð í grískum sundknattleik og hún hefur unnið bæði heimsmeistaragull (2011) og tvö silfur á Evrópumóti (2010 og 2012) með gríska landsliðinu.Christina Tsoukalas handsalar samninginn.Mynd/Heimasíða Olympiakos Aðrar íþróttir Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira
Christina Tsoukalas skrifaði á dögunum undir þriggja ára samning við stórlið Olympiakos, áttfalda Grikklandsmeistara í sundknattleik en samningurinn vakti mikla athygli í Grikklandi. Christina Tsoukalas, eða Kristín Krisúla Tsoukala, er ein besta sundknattleikskona Grikkja, og hefur þrátt fyrir ungan aldur, spilað með landsliðinu í áratug. Hún er 185 sm á hæð og spilar sem varnarmaður. Christina Tsoukalas er bæði með íslenskan og grískan ríkisborgararétt en hún er dóttir Þóru Bjarkar Valsteinsdóttur og Makis Tsoukalas. Hún er fædd árið 1991 og verður því 27 ára gömul á þessu ári. Móðir hennar var stolt af stelpunni sinni á fésbókinni. „Næstu 3 árin mun Kristín leika með sundknattleiksliði Olympiakos, stærsta íþróttafélagi Grikklands. Hún skrifaði undir samning sem gerir hana að dýrustu sundknattleikskonu í sögu þessarar íþróttar í Grikklandi,“ skrifaði Þóra Björk Valsteinsdóttir. Christina Tsoukalas og Olympiakos hafa verið í samningaviðræðum í nokkurn tíma en loksins var samningurinn í höfn og Christina þakkar forráðamönnum Olympiakos fyrir að sýna sér bæði mikinn áhuga og mikinn skilning. Olympiakos sagði frá samningi Christinu Tsoukalas á heimasíðu og birti fullt af myndum af nýja leikmanni sínum. Það eru bundnar miklar væntingar við komu hennar en Olympiakos hefur unnið fjóra meistaratitla í röð í Grikklandi en það hefur ekki gengið eins vel í Evrópukeppninni. Í fréttinni um Christinu Tsoukalas kemur fram að þessi samningur muni breyta landslaginu í evrópskum og grískum sundknattleik. Hún lék áður með liði NC Vouliagmeni og varð meðal annars tvisvar sinnum Evrópumeistari félagsins. Christina Tsoukalas hefur verið lengi í fremstu röð í grískum sundknattleik og hún hefur unnið bæði heimsmeistaragull (2011) og tvö silfur á Evrópumóti (2010 og 2012) með gríska landsliðinu.Christina Tsoukalas handsalar samninginn.Mynd/Heimasíða Olympiakos
Aðrar íþróttir Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira