Fótbolti

Fyrstu mótherjar Íslands gerðu jafntefli í síðasta leiknum fyrir EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Camille Abily skoraði mark Frakka.
Camille Abily skoraði mark Frakka. vísir/getty
Frakkar, fyrstu mótherjar Íslands á EM í Hollandi, gerðu 1-1 jafntefli við Norðmenn í síðasta vináttulandsleik sínum

Camille Abily kom Frakklandi yfir strax á 3. mínútu en Maren Mjelde jafnaði metin fyrir Noreg sex mínútum fyrir leikslok.

María Þórisdóttir kom inn á sem varamaður á 64. mínútu í liði Noregs sem er með Hollandi, Danmörku og Belgíu í riðli á EM.

Franska liðið er talið líklegt til afreka á EM. Það mætir því íslenska í Tilburg 18. júlí næstkomandi. Sviss og Austurríki eru einnig í C-riðlinum.

Frakkar hafa komist í 8-liða úrslit á síðustu tveimur Evrópumótum en ætla sér lengra í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×