Ed Sheeran hefur aldrei upplifað jafn mikið hatur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. júlí 2017 21:07 Samhliða velgengni upplifir Ed Sheeran mikið hatur. Vísir/getty “Eina leiðin til að þagga niður í neikvæðum röddum þeirra sem vilja þér ekki vel er að halda áfram að ná árangri”. Þessi heilræði gefur Ed Sheeran aðdáendum sínum í viðtali í nýjasta tölublaði tónlistartímaritsins Q. „Fólk virkilega hatar lagið Galway girl,“ heldur Sheeran áfram og segir að hann sé oft uppnefndur „beige“ fyrir að vera frekar litlaus. Þrátt fyrir það segist hann vera algjörlega ósammála, því ef allt sem hann gerði væri svona óáhugavert væri umræðan ekki svona eldfim og tónlistin umdeild. Félagi hans, Benny Blanco, varaði hann við halda Galway girl á plötunni því hann taldi það vera hans versta lag til þessa. Auk þess þótti flestum í útgafufyrirtækinu Asylum records lagið ekki líklegt til vinsælda. Ed segir þó að hann sé svo þrjóskur og hafi því haldið laginu inni. Hann segist vilja vita hvað fólki finnist um tónlist sína og jafnvel þó að gagnrýnendur séu hatrammir í sinn garð en í þessu tilviki þá vissi hann innst inni að lagið virkaði enda fór það alla leið í fyrsta sæti vinsældarlistans á Írlandi.Sheeran segist ekki skilja hvernig fólk, sem hann hefur aldrei hitt, geti hatað hann svo mikið að það vilji hann feigan.Vísir/gettyAð hafa metsöluplötur á ferilskránni virðist hafa sínar góðu og slæmu hliðar. „Ég hef aldrei upplifað eins mikið hatur á ævinni en jafnframt hef ég aldrei fundið fyrir eins mikilli aðdáun,“ segir Sheeran en bætir jafnframt við að samhliða mótlætinu tvíeflist hann og segist hann fyllast miklum eldmóð þegar heimurinn sé á móti sér. Hann telur þetta þó vera frekar hættulegt tímabil þegar hann er kominn í þessa stöðu því stöðuleikinn og jarðtengingin sé engin og með hverjum nýjum flutningi sé hann á vissan hátt að reyna að láta fólki líka við sig. Hann segist þó skilja vel að öllum líki ekki við tónlistina því það hafi ekki allir sama tónlistarsmekk og hann sjálfur en hann segist þó ekki skilja hvernig fólk sem hann hefur aldrei hitt geti hatað hann svo mikið að það vilji hann feigan. Sheeran telur sig alls ekki vera hæfileikaríkan, hann hafi aldrei farið í háskóla og sé hvorki besti gítarleikarinn, söngvarinn né textahöfundurinn en þetta sé bara spurning um að halda áfram og ekki gefast upp. Hann segir að enginn sem hann þekkti hafi búist við neinu af sér nema pabbi sinn. Það gerðu allir grín að söng og textasmíði hans og það hafi orðið til þess að hann hafi þar með viljað sína öllum að þeir hefðu rangt fyrir sér. Hann mundi komast áfram í lífinu.Hér að neðan er hægt að hlusta á lagið umdeilda. Mest lesið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
“Eina leiðin til að þagga niður í neikvæðum röddum þeirra sem vilja þér ekki vel er að halda áfram að ná árangri”. Þessi heilræði gefur Ed Sheeran aðdáendum sínum í viðtali í nýjasta tölublaði tónlistartímaritsins Q. „Fólk virkilega hatar lagið Galway girl,“ heldur Sheeran áfram og segir að hann sé oft uppnefndur „beige“ fyrir að vera frekar litlaus. Þrátt fyrir það segist hann vera algjörlega ósammála, því ef allt sem hann gerði væri svona óáhugavert væri umræðan ekki svona eldfim og tónlistin umdeild. Félagi hans, Benny Blanco, varaði hann við halda Galway girl á plötunni því hann taldi það vera hans versta lag til þessa. Auk þess þótti flestum í útgafufyrirtækinu Asylum records lagið ekki líklegt til vinsælda. Ed segir þó að hann sé svo þrjóskur og hafi því haldið laginu inni. Hann segist vilja vita hvað fólki finnist um tónlist sína og jafnvel þó að gagnrýnendur séu hatrammir í sinn garð en í þessu tilviki þá vissi hann innst inni að lagið virkaði enda fór það alla leið í fyrsta sæti vinsældarlistans á Írlandi.Sheeran segist ekki skilja hvernig fólk, sem hann hefur aldrei hitt, geti hatað hann svo mikið að það vilji hann feigan.Vísir/gettyAð hafa metsöluplötur á ferilskránni virðist hafa sínar góðu og slæmu hliðar. „Ég hef aldrei upplifað eins mikið hatur á ævinni en jafnframt hef ég aldrei fundið fyrir eins mikilli aðdáun,“ segir Sheeran en bætir jafnframt við að samhliða mótlætinu tvíeflist hann og segist hann fyllast miklum eldmóð þegar heimurinn sé á móti sér. Hann telur þetta þó vera frekar hættulegt tímabil þegar hann er kominn í þessa stöðu því stöðuleikinn og jarðtengingin sé engin og með hverjum nýjum flutningi sé hann á vissan hátt að reyna að láta fólki líka við sig. Hann segist þó skilja vel að öllum líki ekki við tónlistina því það hafi ekki allir sama tónlistarsmekk og hann sjálfur en hann segist þó ekki skilja hvernig fólk sem hann hefur aldrei hitt geti hatað hann svo mikið að það vilji hann feigan. Sheeran telur sig alls ekki vera hæfileikaríkan, hann hafi aldrei farið í háskóla og sé hvorki besti gítarleikarinn, söngvarinn né textahöfundurinn en þetta sé bara spurning um að halda áfram og ekki gefast upp. Hann segir að enginn sem hann þekkti hafi búist við neinu af sér nema pabbi sinn. Það gerðu allir grín að söng og textasmíði hans og það hafi orðið til þess að hann hafi þar með viljað sína öllum að þeir hefðu rangt fyrir sér. Hann mundi komast áfram í lífinu.Hér að neðan er hægt að hlusta á lagið umdeilda.
Mest lesið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira