Íslenskt hey og vatn flutt til Hollands Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. júlí 2017 20:39 Hestarnir nítján sem munu keppa á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Hollandi með knöpum sínum fara út með flugi í fyrramálið. Þrjú tonn af íslensku heyi og eitt tonn af íslensku vatni fer með hrossunum, auk fóðurbætis. Landslið Íslands í hestaíþróttum kom nýlega saman á bænum Grænhóli í Ölfusi þar sem dýralæknaskoðun fór fram en Helgi Sigurðsson er dýralæknir liðsins. Hver hestur fær hestapassa með sér til Hollands sem er vottaður af Mast og Bændasamtökum Íslands. Heimsmeistaramótið verður haldið dagana 7. til 14. ágúst. „Þessi passi fylgir þessum hesti alla ævi. Ef hann týnir honum á hann að fá nýjan. Hérna eru allar bólusetningar færðar inn og ef þessir hestar fara á mót einhvers staðar annars staðar í Evrópu, þá skulu þeir hafa þennan passa með,“ segir Helgi. Erlendur Árnason er járningameistari landliðsins. Hann mun fá skammirnar ef skeifa dettur undan á keppnisvellinum. „Já, það er gott að hafa einhvern til að kenna um fyrir knapana. Þá losna þeir við smá stress,“ segir Erlendur. Mikið af allskonar búnaði fylgir landsliðinu en sérstaka athygli vekur að þrjú tonn af íslensku heyi fer með liðinu en það gefur Vilhjálmur Þórarinsson í Litlu-Tungu. Þá fer liðið með 1 tonn af íslensku vatni fyrir keppnishestana. En hestarnir fá ekki að koma aftur heim til Íslands, er það ekki sorglegt ? „Þessir hestar fara yfirleitt á það góða staði, og oft á staði þar sem menn þekkjast og annað, en auðvitað tekur það aðeins í að þurfa að skilja eftir hesta sem að menn eru búnir að vera með lengi og svo framvegis, segir Páll Bragi Hólmarsson, landsliðseinvaldur íslenska landsliðsins. Sigurður Vignir Matthíasson, knapi lofar góðum árangri í Hollandi. „Það eru allir ferskir og kátir og mikil stemning í hópnum. Við erum bara að fara að gera stóra hluti,“ segir Sigurður. Hestar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Hestarnir nítján sem munu keppa á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Hollandi með knöpum sínum fara út með flugi í fyrramálið. Þrjú tonn af íslensku heyi og eitt tonn af íslensku vatni fer með hrossunum, auk fóðurbætis. Landslið Íslands í hestaíþróttum kom nýlega saman á bænum Grænhóli í Ölfusi þar sem dýralæknaskoðun fór fram en Helgi Sigurðsson er dýralæknir liðsins. Hver hestur fær hestapassa með sér til Hollands sem er vottaður af Mast og Bændasamtökum Íslands. Heimsmeistaramótið verður haldið dagana 7. til 14. ágúst. „Þessi passi fylgir þessum hesti alla ævi. Ef hann týnir honum á hann að fá nýjan. Hérna eru allar bólusetningar færðar inn og ef þessir hestar fara á mót einhvers staðar annars staðar í Evrópu, þá skulu þeir hafa þennan passa með,“ segir Helgi. Erlendur Árnason er járningameistari landliðsins. Hann mun fá skammirnar ef skeifa dettur undan á keppnisvellinum. „Já, það er gott að hafa einhvern til að kenna um fyrir knapana. Þá losna þeir við smá stress,“ segir Erlendur. Mikið af allskonar búnaði fylgir landsliðinu en sérstaka athygli vekur að þrjú tonn af íslensku heyi fer með liðinu en það gefur Vilhjálmur Þórarinsson í Litlu-Tungu. Þá fer liðið með 1 tonn af íslensku vatni fyrir keppnishestana. En hestarnir fá ekki að koma aftur heim til Íslands, er það ekki sorglegt ? „Þessir hestar fara yfirleitt á það góða staði, og oft á staði þar sem menn þekkjast og annað, en auðvitað tekur það aðeins í að þurfa að skilja eftir hesta sem að menn eru búnir að vera með lengi og svo framvegis, segir Páll Bragi Hólmarsson, landsliðseinvaldur íslenska landsliðsins. Sigurður Vignir Matthíasson, knapi lofar góðum árangri í Hollandi. „Það eru allir ferskir og kátir og mikil stemning í hópnum. Við erum bara að fara að gera stóra hluti,“ segir Sigurður.
Hestar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira