Foreldrar skátadrengja ósáttir eftir ræðu Trump Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2017 12:28 Stór hluti skátanna á mótinu í gær virtist taka vel í málflutning forsetans umdeilda. Vísir/AFP Skátahreyfingin í Bandaríkjunum hefur fengið að heyra það frá reiðum foreldrum eftir að Donald Trump forseti fór um víðan völl um stjórnmál og fleira í ræðu á stóru skátamóti í gær. Ræða Trump hefur vakið töluverða furðu. Forsetinn nýtti tækifærið þegar hann ávarpaði 35.000 skáta á aldrinum 12-18 ára á móti í Vestur-Virginíu til að ráðast á Hillary Clinton, Barack Obama og ýja að svæsnum sögum um vini sína. Facebook-síða Skátahreyfingar Bandaríkjanna fylltist í kjölfarið af athugasemdum frá foreldrum skáta sem voru á mótinu og annarra. Þeir hafa einnig látið í sér heyra á öðrum samfélagsmiðlum. „Ég er komin með nóg af skátunum eftir að ykkur fannst að þið þyrftuð að láta barnið mitt hlusta á lygara fóðra egóið sitt,“ skrifaði eitt foreldrið, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.Who at @boyscouts thought that having an unpredictable, ranting lunatic speak to children was a good idea? I'd pull my son out. #Shame— Lori (@seagal_lori) July 24, 2017 Segjast ekki styðja flokka eða frambjóðendur Skátahreyfingin í Bandaríkjunum hefur varið sig eftir ræðuna og segja talsmenn hennar að hún sé óháð flokkum og styðji enga stjórnmálastefnu, vöru, þjónustu, frambjóðanda eða hugmyndafræði. Löng hefð sé fyrir því að fá forseta til að tala á skátamótinu. Fyrir skátamótið höfðu skipuleggjendur þess óskað eftir því að þátttakendur höguðu sér virðulega. Báðu þeir um að skátarnir hrópuðu ekki slagorð sem heyrðust í kosningabaráttunni hjá Trump eins og „Byggðu vegginn“ og „Læsið hana inni“ til að valda ekki óþarfa spennu á meðal þátttakenda.Sjá einnig:Donald Trump flutti umdeilt ávarp á skátamóti Í rúmlega hálftíma langri ræðu fékk Trump skátana aftur á móti til að baula, fagna og kyrja slagorð á meðan hann hellti sér yfir það sem hann kallar gervifréttir, Hillary Clinton og Barack Obama. Spurði hann skátana meðal annars hvort að Obama hefði nokkru sinni mætt á skátamót þegar hann var forseti. Hrópuðu skátarnir „Nei!“ á móti. Obama ávarpaði skátamótið hins vegar í gegnum fjarfundarbúnað árið 2010. Hann var sjálfur skáti, ólíkt Trump.Gagnrýnendur segja óviðeigandi að forsetinn hafi messað yfir ungum drengjum um stjórnmál og ráðist á pólitíska andstæðinga.Vísir/AFP„Ég fer ekki nánar út í þá sálma vegna þess að þið eruð skátar“Grínaðist forsetinn einnig með að reka Tom Price, heilbrigðisráðherra sinn, sem var á sviðinu með honum ef honum tækist ekki að fá ný sjúkratryggingalög samþykkt í Bandaríkjaþingi. Þá sagði hann sögu af öðrum fasteignakóngi, manni að nafni William Levitt, sem Trump sagði að hefði selt fyrirtækið sitt fyrir stórfé og virtist gefa í skyn að hefði lifað svæsnu lífi. „Hann fór og keypti sér stóra snekkju og hann lifði mjög áhugaverðu lífi. Ég fer ekki nánar út í þá sálma vegna þess að þið eruð skátar. Ég ætla ekki að segja ykkur hvað hann gerði, ætti ég að segja ykkur það? Æi, þið eruð skátar en þið þekkið hvernig lífið er, þið þekkið lífið. Sjáið ykkur, hver hefði trúað að þið væruð skátar, ekki satt?“ sagði Trump við upphaf langrar sögu um Levitt. Donald Trump Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira
Skátahreyfingin í Bandaríkjunum hefur fengið að heyra það frá reiðum foreldrum eftir að Donald Trump forseti fór um víðan völl um stjórnmál og fleira í ræðu á stóru skátamóti í gær. Ræða Trump hefur vakið töluverða furðu. Forsetinn nýtti tækifærið þegar hann ávarpaði 35.000 skáta á aldrinum 12-18 ára á móti í Vestur-Virginíu til að ráðast á Hillary Clinton, Barack Obama og ýja að svæsnum sögum um vini sína. Facebook-síða Skátahreyfingar Bandaríkjanna fylltist í kjölfarið af athugasemdum frá foreldrum skáta sem voru á mótinu og annarra. Þeir hafa einnig látið í sér heyra á öðrum samfélagsmiðlum. „Ég er komin með nóg af skátunum eftir að ykkur fannst að þið þyrftuð að láta barnið mitt hlusta á lygara fóðra egóið sitt,“ skrifaði eitt foreldrið, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.Who at @boyscouts thought that having an unpredictable, ranting lunatic speak to children was a good idea? I'd pull my son out. #Shame— Lori (@seagal_lori) July 24, 2017 Segjast ekki styðja flokka eða frambjóðendur Skátahreyfingin í Bandaríkjunum hefur varið sig eftir ræðuna og segja talsmenn hennar að hún sé óháð flokkum og styðji enga stjórnmálastefnu, vöru, þjónustu, frambjóðanda eða hugmyndafræði. Löng hefð sé fyrir því að fá forseta til að tala á skátamótinu. Fyrir skátamótið höfðu skipuleggjendur þess óskað eftir því að þátttakendur höguðu sér virðulega. Báðu þeir um að skátarnir hrópuðu ekki slagorð sem heyrðust í kosningabaráttunni hjá Trump eins og „Byggðu vegginn“ og „Læsið hana inni“ til að valda ekki óþarfa spennu á meðal þátttakenda.Sjá einnig:Donald Trump flutti umdeilt ávarp á skátamóti Í rúmlega hálftíma langri ræðu fékk Trump skátana aftur á móti til að baula, fagna og kyrja slagorð á meðan hann hellti sér yfir það sem hann kallar gervifréttir, Hillary Clinton og Barack Obama. Spurði hann skátana meðal annars hvort að Obama hefði nokkru sinni mætt á skátamót þegar hann var forseti. Hrópuðu skátarnir „Nei!“ á móti. Obama ávarpaði skátamótið hins vegar í gegnum fjarfundarbúnað árið 2010. Hann var sjálfur skáti, ólíkt Trump.Gagnrýnendur segja óviðeigandi að forsetinn hafi messað yfir ungum drengjum um stjórnmál og ráðist á pólitíska andstæðinga.Vísir/AFP„Ég fer ekki nánar út í þá sálma vegna þess að þið eruð skátar“Grínaðist forsetinn einnig með að reka Tom Price, heilbrigðisráðherra sinn, sem var á sviðinu með honum ef honum tækist ekki að fá ný sjúkratryggingalög samþykkt í Bandaríkjaþingi. Þá sagði hann sögu af öðrum fasteignakóngi, manni að nafni William Levitt, sem Trump sagði að hefði selt fyrirtækið sitt fyrir stórfé og virtist gefa í skyn að hefði lifað svæsnu lífi. „Hann fór og keypti sér stóra snekkju og hann lifði mjög áhugaverðu lífi. Ég fer ekki nánar út í þá sálma vegna þess að þið eruð skátar. Ég ætla ekki að segja ykkur hvað hann gerði, ætti ég að segja ykkur það? Æi, þið eruð skátar en þið þekkið hvernig lífið er, þið þekkið lífið. Sjáið ykkur, hver hefði trúað að þið væruð skátar, ekki satt?“ sagði Trump við upphaf langrar sögu um Levitt.
Donald Trump Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira