Mercedes: Honda vélin mun verða góð innan skamms Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. júlí 2017 08:00 Andy Cowell og Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes ræða málin. Vísir/Getty Yfirmaður vélamála hjá Mercedes liðinu varar við því að Honda vélin sé vanmetin. Andy Cowell segir að Honda vélin verði góð mjög fljótt. Honda, vélaframleiðandinn sem skaffar McLaren liðinu vélar hefur átt erfitt uppdráttar síðan framleiðandinn kom inn í Formúlu 1 aftur árið 2015. Cowell hefur stýrt véladeild Mercedes á meðan liðið hefur einokað titlana í mótaröðinni undanfarin þrjú ár. Hann segir að enginn skyldi afskrifa Honda og McLaren alveg strax. „Ég held að með breytingum á reglum um þróun véla yfir tímabilið á fyrsta tímabili framleiðanda höfum við hjálpað nýjum framleiðendum að koma inn og fóta sig,“ sagði Cowell. „Það eru því tækifæri fyrir Honda að ná stórum framförum. Við ákváðum líka að taka þróunarskammta-kerfið úr umferð enda skrítið kerfi, það er furðulegt að banna einhverjum að æfa sig til að verða betri. Því var ákvörðunin einföld um að farga því kerfi enda var það ekki gott fyrir íþróttina,“ bætti Cowell við. „Ég held að enginn ætti að vanmeta tæknilega þekkingu og getu Honda og McLaren, ég myndi veðja að þessi blanda verði góð og það innan skamms,“ sagði Cowell að lokum. Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Hamilton drottnaði á heimavelli Lewis Hamilton jafnaði met goðsagnarinnar Jim Clark með því að vinna sinn fimmta breska kappakstur á ferlinum á Silverstone um helgina. Hann minnkaði í leiðinni forskot Sebastian Vettel í heimsmeistarakeppni ökumanna niður í eitt stig. 19. júlí 2017 08:00 Geislabaugurinn kominn til að vera í Formúlu 1 Ákvörðun hefur verið tekin um að gera höfuðvörn að skyldubúnaði í Formúlu 1 á næsta ári. Hin svokallaða geislabaugs-vörn hefur orðið fyrir valinu. 21. júlí 2017 20:15 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Yfirmaður vélamála hjá Mercedes liðinu varar við því að Honda vélin sé vanmetin. Andy Cowell segir að Honda vélin verði góð mjög fljótt. Honda, vélaframleiðandinn sem skaffar McLaren liðinu vélar hefur átt erfitt uppdráttar síðan framleiðandinn kom inn í Formúlu 1 aftur árið 2015. Cowell hefur stýrt véladeild Mercedes á meðan liðið hefur einokað titlana í mótaröðinni undanfarin þrjú ár. Hann segir að enginn skyldi afskrifa Honda og McLaren alveg strax. „Ég held að með breytingum á reglum um þróun véla yfir tímabilið á fyrsta tímabili framleiðanda höfum við hjálpað nýjum framleiðendum að koma inn og fóta sig,“ sagði Cowell. „Það eru því tækifæri fyrir Honda að ná stórum framförum. Við ákváðum líka að taka þróunarskammta-kerfið úr umferð enda skrítið kerfi, það er furðulegt að banna einhverjum að æfa sig til að verða betri. Því var ákvörðunin einföld um að farga því kerfi enda var það ekki gott fyrir íþróttina,“ bætti Cowell við. „Ég held að enginn ætti að vanmeta tæknilega þekkingu og getu Honda og McLaren, ég myndi veðja að þessi blanda verði góð og það innan skamms,“ sagði Cowell að lokum.
Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Hamilton drottnaði á heimavelli Lewis Hamilton jafnaði met goðsagnarinnar Jim Clark með því að vinna sinn fimmta breska kappakstur á ferlinum á Silverstone um helgina. Hann minnkaði í leiðinni forskot Sebastian Vettel í heimsmeistarakeppni ökumanna niður í eitt stig. 19. júlí 2017 08:00 Geislabaugurinn kominn til að vera í Formúlu 1 Ákvörðun hefur verið tekin um að gera höfuðvörn að skyldubúnaði í Formúlu 1 á næsta ári. Hin svokallaða geislabaugs-vörn hefur orðið fyrir valinu. 21. júlí 2017 20:15 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Bílskúrinn: Hamilton drottnaði á heimavelli Lewis Hamilton jafnaði met goðsagnarinnar Jim Clark með því að vinna sinn fimmta breska kappakstur á ferlinum á Silverstone um helgina. Hann minnkaði í leiðinni forskot Sebastian Vettel í heimsmeistarakeppni ökumanna niður í eitt stig. 19. júlí 2017 08:00
Geislabaugurinn kominn til að vera í Formúlu 1 Ákvörðun hefur verið tekin um að gera höfuðvörn að skyldubúnaði í Formúlu 1 á næsta ári. Hin svokallaða geislabaugs-vörn hefur orðið fyrir valinu. 21. júlí 2017 20:15