Óli Stefán: Í fyrsta sinn sem ég skammast mín fyrir mitt lið Smári Jökull Jónsson skrifar 23. júlí 2017 22:21 Óli Stefán segir sínum mönnum til í kvöld Vísir/Andri Marínó „Hvar skal byrja? Í dag vantaði allt. Grunnvinnan var ekki til staðar, við vorum undir í krafti og baráttu. Það var enginn leiðtogi inni á vellinum, við vorum huglausir og agalausir. Við fórum út úr öllum þeim gildum sem við höfum unnið eftir, það var í raun allt að í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem ég skammast mín fyrir liðið mitt, svo hörmulegt var þetta,“ sagði bálillur þjálfari Grindavíkur, Óli Stefán Flóventsson, eftir 5-0 tap gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni í kvöld. Staðan í hálfleik í dag var 1-0 en eftir að Guðjón Baldvinsson skoraði þrennu fyrir Stjörnuna á tólf mínútum snemma í seinni hálfleik var ljóst hverjir myndu taka stigin þrjú í kvöld. „Ég var alls ekki ánægður í fyrri hálfleik með það að vera undir í öllum þessum grunnatriðum. Við ætluðum að bretta upp ermar og mæta þeim, halda í skipulagið og sækja þetta mark. Þegar leikurinn var að renna frá okkur þá misstum við alla stjórn í stað þess að reyna að stöðva blæðinguna. Þetta var ótrúlega vont,“ bætti Óli Stefán við. Fyrsta mark Stjörnunnar kom strax eftir 45 sekúndur og það eftir klafs í teignum þar sem Grindvíkingar vildu meina að brotið hefði verið á Kristijan Jajalo markverði þeirra. „Það sýndist mér klárt brot því Kristijan er með takkaför á lærinu eftir það. En það atriði eitt og sér, ég spái ekki í það núna. Ég er fyrst og fremst brjálaður yfir frammistöðu minna drengja í dag. Ég er brjálaður.“ Grindavík hefur komið öllum á óvart í sumar og var í 2.sæti fyrir leikinn í kvöld. Í síðustu tveimur leikjum hafa þeir hins vegar fengið á sig níu mörk og það án þess að skora og einhverjir sem vilja meina að Grindavíkurblaðran sé sprungin. „Með svona frammistöðu er það bara rétt. Það var ekkert loft i okkur í dag. Við getum ekki bara talað, við þurfum að vinna og vinna og alltaf að gera það. Ef við förum út úr okkar gildum þá eigum við ekkert erindi í þessa deild. Ég vil biðja bara mitt fólk afsökunar sem kom þó að styðja okkur í dag, þetta var til háborinnar skammar,“ sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 5-0 | Guðjón með þrennu í stórsigri Stjörnumanna Stjarnan vann 5-0 stórsigur á spútnikliði Grindavíkur í 12.umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Stjarnan lyftir sér þar með upp í 2.sæti deildarinnar og fer uppfyrir Grindvíkinga á markatölu. 23. júlí 2017 23:00 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FHL-FH 0-2 | Tvö mörk Elísu í lokin tryggðu FH öll stigin Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
„Hvar skal byrja? Í dag vantaði allt. Grunnvinnan var ekki til staðar, við vorum undir í krafti og baráttu. Það var enginn leiðtogi inni á vellinum, við vorum huglausir og agalausir. Við fórum út úr öllum þeim gildum sem við höfum unnið eftir, það var í raun allt að í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem ég skammast mín fyrir liðið mitt, svo hörmulegt var þetta,“ sagði bálillur þjálfari Grindavíkur, Óli Stefán Flóventsson, eftir 5-0 tap gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni í kvöld. Staðan í hálfleik í dag var 1-0 en eftir að Guðjón Baldvinsson skoraði þrennu fyrir Stjörnuna á tólf mínútum snemma í seinni hálfleik var ljóst hverjir myndu taka stigin þrjú í kvöld. „Ég var alls ekki ánægður í fyrri hálfleik með það að vera undir í öllum þessum grunnatriðum. Við ætluðum að bretta upp ermar og mæta þeim, halda í skipulagið og sækja þetta mark. Þegar leikurinn var að renna frá okkur þá misstum við alla stjórn í stað þess að reyna að stöðva blæðinguna. Þetta var ótrúlega vont,“ bætti Óli Stefán við. Fyrsta mark Stjörnunnar kom strax eftir 45 sekúndur og það eftir klafs í teignum þar sem Grindvíkingar vildu meina að brotið hefði verið á Kristijan Jajalo markverði þeirra. „Það sýndist mér klárt brot því Kristijan er með takkaför á lærinu eftir það. En það atriði eitt og sér, ég spái ekki í það núna. Ég er fyrst og fremst brjálaður yfir frammistöðu minna drengja í dag. Ég er brjálaður.“ Grindavík hefur komið öllum á óvart í sumar og var í 2.sæti fyrir leikinn í kvöld. Í síðustu tveimur leikjum hafa þeir hins vegar fengið á sig níu mörk og það án þess að skora og einhverjir sem vilja meina að Grindavíkurblaðran sé sprungin. „Með svona frammistöðu er það bara rétt. Það var ekkert loft i okkur í dag. Við getum ekki bara talað, við þurfum að vinna og vinna og alltaf að gera það. Ef við förum út úr okkar gildum þá eigum við ekkert erindi í þessa deild. Ég vil biðja bara mitt fólk afsökunar sem kom þó að styðja okkur í dag, þetta var til háborinnar skammar,“ sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 5-0 | Guðjón með þrennu í stórsigri Stjörnumanna Stjarnan vann 5-0 stórsigur á spútnikliði Grindavíkur í 12.umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Stjarnan lyftir sér þar með upp í 2.sæti deildarinnar og fer uppfyrir Grindvíkinga á markatölu. 23. júlí 2017 23:00 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FHL-FH 0-2 | Tvö mörk Elísu í lokin tryggðu FH öll stigin Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 5-0 | Guðjón með þrennu í stórsigri Stjörnumanna Stjarnan vann 5-0 stórsigur á spútnikliði Grindavíkur í 12.umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Stjarnan lyftir sér þar með upp í 2.sæti deildarinnar og fer uppfyrir Grindvíkinga á markatölu. 23. júlí 2017 23:00
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti