Endurfundir í Hollandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júlí 2017 09:00 Hollendingurinn Peter Houwer mætir í stúkuna á morgun og tekur víkingaklapp í íslenskri landsliðstreyju merktri Dagnýju. vísir/tom Leikur Íslands gegn Hollandi í riðlakeppni EM kvenna í Svíþjóð sumarið 2013 er ekki aðeins minnisstæður fyrir frækinn íslenskan sigur. Mark Dagnýjar Brynjarsdóttur tryggði Íslandi sæti í átta liða úrslitum mótsins á kostnað Hollands. Brynjar Svansson, faðir Dagnýjar, eignaðist vin þennan dag, Hollendinginn Peter Houwer, sem hefur bæði heimsótt hann til Íslands og var mættur á leikinn gegn Sviss á laugardaginn. Þeir Brynjar og Peter hittust fyrir leikinn í Växjö fyrir fjórum árum. „Þá benti ég honum á að við myndum vinna Hollendinga en hann var ósammála,“ segir Brynjar sem gat sannarlega fagnað í leikslok. „Ég hitti hann svo aftur á bar um kvöldið, hann bauð mér upp á drykk og við skiptumst á treyjum. Við höfum verið í sambandi síðan.“ Vinur Peters er faðir landsliðsmarkvarðar Hollands. Fylgir Peter því liðinu afar vel eftir og styður það. Árið 2015 mættust Ísland og Holland í vináttuleik og Peter kíkti í heimsókn.Brynjar Peter„Ég fór með hann gullna hringinn,“ segir Brynjar sem er búsettur á Hellu eins og móðir Dagnýjar og hennar nánasta fjölskylda. Brynjar og Peter fóru saman á viðureign Íslands og Sviss í Doetinchem á laugardaginn, báðir í bláum treyjum númer 10 merktum Dagnýju. Treyja Peters er merkt Dagný og treyja pabbans Brynjarsdóttir. „Hann er stuðningsmaður Íslands,“ segir Brynjar. Peter ætlar líka á leikinn í Rotterdam á morgun og ætlar að taka tvo, þrjá vini með sér. Fleiri Hollendingar eru klæddir í íslenska landsliðstreyju númer tíu fyrir tilstilli Brynjars. Hann hitti nokkra Hollendinga í íþróttavöruverslun á laugardaginn sem ætluðu að kaupa sér íslensku landsliðstreyjuna. „Þeir voru að spyrja mig hvað Brynjarsdóttir þýddi,“ segir Brynjar. Hann hafi útskýrt fyrir þeim að leikmaður númer tíu væri dóttir hans og hann héti Brynjar. Því stæði Brynjarsdóttir. „Þeim fannst þetta svo æðislegt að þeir ætluðu að skella tíunni á bakið.“ Dagný og stelpurnar okkar mæta Austurríki á morgun í Rotterdam. Dagný segist verða klár í slaginn en hún fékk að kenna á tökkum fyrirliða Sviss, Lauru Dickenmann, í tapleiknum á laugardaginn svo stórsá á henni. „Þær hafa ábyggilega ætlað að slátra henni. Það eru það miklir áverkar á henni,“ segir Brynjar. Fyrirliði Sviss fékk aðeins gult spjald en verðskuldaði rautt. „Maður sá að þær voru að nuddast í henni allan leikinn vitandi að hún væri meidd.“ EM 2017 í Hollandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Í beinni: Chelsea - Benfica | Mourinho á Brúnni Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Sjá meira
Leikur Íslands gegn Hollandi í riðlakeppni EM kvenna í Svíþjóð sumarið 2013 er ekki aðeins minnisstæður fyrir frækinn íslenskan sigur. Mark Dagnýjar Brynjarsdóttur tryggði Íslandi sæti í átta liða úrslitum mótsins á kostnað Hollands. Brynjar Svansson, faðir Dagnýjar, eignaðist vin þennan dag, Hollendinginn Peter Houwer, sem hefur bæði heimsótt hann til Íslands og var mættur á leikinn gegn Sviss á laugardaginn. Þeir Brynjar og Peter hittust fyrir leikinn í Växjö fyrir fjórum árum. „Þá benti ég honum á að við myndum vinna Hollendinga en hann var ósammála,“ segir Brynjar sem gat sannarlega fagnað í leikslok. „Ég hitti hann svo aftur á bar um kvöldið, hann bauð mér upp á drykk og við skiptumst á treyjum. Við höfum verið í sambandi síðan.“ Vinur Peters er faðir landsliðsmarkvarðar Hollands. Fylgir Peter því liðinu afar vel eftir og styður það. Árið 2015 mættust Ísland og Holland í vináttuleik og Peter kíkti í heimsókn.Brynjar Peter„Ég fór með hann gullna hringinn,“ segir Brynjar sem er búsettur á Hellu eins og móðir Dagnýjar og hennar nánasta fjölskylda. Brynjar og Peter fóru saman á viðureign Íslands og Sviss í Doetinchem á laugardaginn, báðir í bláum treyjum númer 10 merktum Dagnýju. Treyja Peters er merkt Dagný og treyja pabbans Brynjarsdóttir. „Hann er stuðningsmaður Íslands,“ segir Brynjar. Peter ætlar líka á leikinn í Rotterdam á morgun og ætlar að taka tvo, þrjá vini með sér. Fleiri Hollendingar eru klæddir í íslenska landsliðstreyju númer tíu fyrir tilstilli Brynjars. Hann hitti nokkra Hollendinga í íþróttavöruverslun á laugardaginn sem ætluðu að kaupa sér íslensku landsliðstreyjuna. „Þeir voru að spyrja mig hvað Brynjarsdóttir þýddi,“ segir Brynjar. Hann hafi útskýrt fyrir þeim að leikmaður númer tíu væri dóttir hans og hann héti Brynjar. Því stæði Brynjarsdóttir. „Þeim fannst þetta svo æðislegt að þeir ætluðu að skella tíunni á bakið.“ Dagný og stelpurnar okkar mæta Austurríki á morgun í Rotterdam. Dagný segist verða klár í slaginn en hún fékk að kenna á tökkum fyrirliða Sviss, Lauru Dickenmann, í tapleiknum á laugardaginn svo stórsá á henni. „Þær hafa ábyggilega ætlað að slátra henni. Það eru það miklir áverkar á henni,“ segir Brynjar. Fyrirliði Sviss fékk aðeins gult spjald en verðskuldaði rautt. „Maður sá að þær voru að nuddast í henni allan leikinn vitandi að hún væri meidd.“
EM 2017 í Hollandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Í beinni: Chelsea - Benfica | Mourinho á Brúnni Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Sjá meira