Slegist um alla iðnnema Sæunn Gísladóttir skrifar 24. júlí 2017 06:00 Sérstaklega mikill skortur er á kjötiðnaðarmönnum í atvinnulífinu, þó er skortur á iðnaðarmönnum í nánast öllum greinum. vísir/stefán Atvinnuleysi meðal þeirra sem hafa lokið iðnnámi er minna en þeirra sem hafa lokið stúdentsprófi og mun minna en meðal þeirra sem hafa lokið háskólanámi. Þetta sýna tölur Vinnumálastofnunar. Skólameistari Borgarholtsskóla segir hringt í skólann og beðið eftir iðnmenntuðum nemendum. Í öllum löndum OECD er atvinnuleysi minna meðal þeirra sem hafa lokið iðnnámi á framhaldsskólastigi en þeirra sem lokið hafa almennu bóknámi á framhaldsskólastigi. Þetta kemur fram í skýrslu OECD, Menntun í hnotskurn 2016. Samkvæmt Vinnumálastofnun voru 315 manns sem lokið hafa iðnnámi atvinnulausir í júní, samanborið við 428 sem lokið höfðu stúdentsprófi. Síðustu tvö ár má sjá að fleiri sem eru með stúdentspróf hafa verið atvinnulausir en þeir sem eru iðnmenntaðir. Jafnframt eru mun fleiri atvinnulausir sem lokið hafa háskólanámi en þeir sem hafa lokið iðnnámi eða stúdentsprófi. Á síðustu tveimur árum nam hlutfall atvinnulausra sem lokið höfðu iðnnámi átta til níu prósentum, stúdentsprófi ellefu til tólf prósentum og háskólanámi 21 til 29 prósentum.Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla.vísir/GVA„Síðustu ár hefur verið mikil eftirspurn eftir nemendum sem eru að brautskrást í málmiðngreinum og bíliðngreinum líka. Það er hringt og beðið eftir öllum nemendunum sem eru að ljúka námi. Það er augljóst að það vantar miklu meira af iðnmenntuðu fólki út í atvinnulífið,“ segir Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla. „Það er mikil eftirspurn eftir því og miklu minni eftirspurn eftir þeim sem eru í akademísku bóklegu námi.“ Það er tvímælalaust mikil ásókn í fólk sem er að klára iðnnám í Tækniskólanum að mati Jóns B. Stefánssonar, skólameistara Tækniskólans. „Allir sem vilja vinna fara að vinna, það er frekar vandamál að verið sé að taka fólk of snemma.“ Jón segir að í uppsveiflu í efnahagslífinu sé eftirspurn eftir því fólki og það hafi áhrif á skólann og aðsóknina. Jóns B. Stefánsson, skólameistari Tækniskólans.„Í uppsveiflunni eykst þrýstingurinn á að fá unga fólkið út í vinnu en svo er fólk líka að koma aftur til baka. Því flestir sem fara í iðngreinar ná sér í réttindi, það er langalgengast, þannig að þetta jafnast út,“ segir Jón. Mismunur sé milli greina og sveifla milli tímabila. „Í iðnnáminu hefur verið meiri sókn í byggingagreinar en ekki samt allar. Það vantar fólk í múrsmíði og dúklagnir.“ Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, sviðsstjóri fagsviðs mennta- og mannauðsmála hjá Samtökum iðnaðarins, segir þetta í raun eina af stóru áskorununum. „Sumt horfir maður á til skemmri tíma og sér grafalvarlega stöðu sem blasir við, það er til dæmis varðandi fólk sem tengist framreiðslustörfum og öðru í ferðaþjónustu. Gríðarlegur skortur er einnig í hefðbundnum tækni- og byggingagreinum. Við sjáum þetta líka í greinum eins og kjötiðn og bakaragreinum.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Atvinnuleysi meðal þeirra sem hafa lokið iðnnámi er minna en þeirra sem hafa lokið stúdentsprófi og mun minna en meðal þeirra sem hafa lokið háskólanámi. Þetta sýna tölur Vinnumálastofnunar. Skólameistari Borgarholtsskóla segir hringt í skólann og beðið eftir iðnmenntuðum nemendum. Í öllum löndum OECD er atvinnuleysi minna meðal þeirra sem hafa lokið iðnnámi á framhaldsskólastigi en þeirra sem lokið hafa almennu bóknámi á framhaldsskólastigi. Þetta kemur fram í skýrslu OECD, Menntun í hnotskurn 2016. Samkvæmt Vinnumálastofnun voru 315 manns sem lokið hafa iðnnámi atvinnulausir í júní, samanborið við 428 sem lokið höfðu stúdentsprófi. Síðustu tvö ár má sjá að fleiri sem eru með stúdentspróf hafa verið atvinnulausir en þeir sem eru iðnmenntaðir. Jafnframt eru mun fleiri atvinnulausir sem lokið hafa háskólanámi en þeir sem hafa lokið iðnnámi eða stúdentsprófi. Á síðustu tveimur árum nam hlutfall atvinnulausra sem lokið höfðu iðnnámi átta til níu prósentum, stúdentsprófi ellefu til tólf prósentum og háskólanámi 21 til 29 prósentum.Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla.vísir/GVA„Síðustu ár hefur verið mikil eftirspurn eftir nemendum sem eru að brautskrást í málmiðngreinum og bíliðngreinum líka. Það er hringt og beðið eftir öllum nemendunum sem eru að ljúka námi. Það er augljóst að það vantar miklu meira af iðnmenntuðu fólki út í atvinnulífið,“ segir Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla. „Það er mikil eftirspurn eftir því og miklu minni eftirspurn eftir þeim sem eru í akademísku bóklegu námi.“ Það er tvímælalaust mikil ásókn í fólk sem er að klára iðnnám í Tækniskólanum að mati Jóns B. Stefánssonar, skólameistara Tækniskólans. „Allir sem vilja vinna fara að vinna, það er frekar vandamál að verið sé að taka fólk of snemma.“ Jón segir að í uppsveiflu í efnahagslífinu sé eftirspurn eftir því fólki og það hafi áhrif á skólann og aðsóknina. Jóns B. Stefánsson, skólameistari Tækniskólans.„Í uppsveiflunni eykst þrýstingurinn á að fá unga fólkið út í vinnu en svo er fólk líka að koma aftur til baka. Því flestir sem fara í iðngreinar ná sér í réttindi, það er langalgengast, þannig að þetta jafnast út,“ segir Jón. Mismunur sé milli greina og sveifla milli tímabila. „Í iðnnáminu hefur verið meiri sókn í byggingagreinar en ekki samt allar. Það vantar fólk í múrsmíði og dúklagnir.“ Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, sviðsstjóri fagsviðs mennta- og mannauðsmála hjá Samtökum iðnaðarins, segir þetta í raun eina af stóru áskorununum. „Sumt horfir maður á til skemmri tíma og sér grafalvarlega stöðu sem blasir við, það er til dæmis varðandi fólk sem tengist framreiðslustörfum og öðru í ferðaþjónustu. Gríðarlegur skortur er einnig í hefðbundnum tækni- og byggingagreinum. Við sjáum þetta líka í greinum eins og kjötiðn og bakaragreinum.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira