Reykholtshátíð Óttar Guðmundsson skrifar 22. júlí 2017 07:00 Um nýliðna helgi var haldin hátíð í Reykholti til að minnast þess að 70 ár eru liðin síðan Norðmenn gáfu staðnum styttu af Snorra. Mikið var um dýrðir. Snorri Sturluson, frændi minn, er merkasti Íslendingur allra tíma. Hann bjargaði norrænni goðafræði frá glötun og skrifaði ævisögu forföður okkar beggja, Egils Skallagrímssonar. Heimskringla skáldsins gerði Noregskonunga og hetjudáðir þeirra ódauðlegar. Það er kaldhæðni sögunnar að einmitt norskur kóngur lét drepa Snorra með aðstoð fyrrum tengdasonar hans, Gissurar Þorvaldssonar, og tveggja smáglæpona, Símonar knúts og Árna beisks. Þetta morð er mesti menningarglæpur á Norðurlöndum. Enginn veit hvaða meistaraverk Snorri hafði í kollinum þegar lið undirmálsmanna sótti að honum. Norðmenn hafa með tímanum eignað sér Snorra. Meira að segja höggmyndin í Reykholti er af norska listamanninum Kristjáni Krogh (f. 1852) en ekki af skáldinu. Sjálfsmynd Kroghs var fyrirmynd Wigelands sem gerði styttuna. Norðmenn gáfu því myndastyttu af ferköntuðum, nítjándualdar Norðmanni, íklæddum kufli og skrítnum hattkúfi með gamla símaskrá undir hendinni. Enginn ættarsvipur er með styttunni og ættmennum Snorra Sturlusonar að mati færustu sérfræðinga. Þótt liðnar séu tæpar átta aldir frá glæpnum hafa Norðmenn ekki sýnt neitt samviskubit. Fulltrúar norsku krúnunnar koma saman á morðstaðnum til að upphefja sjálfa sig. Við afkomendur Snorra teljum að nú sé nóg komið. Krafan er að styttunni af Kristjáni Krogh verði skilað til föðurhúsanna og stjórnmálasambandi við Noreg verði slitið þangað til Norðmenn og norska konungsfjölskyldan sýna tilhlýðilega iðrun og biðjast opinberlega fyrirgefningar á morðinu á Snorra Sturlusyni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Um nýliðna helgi var haldin hátíð í Reykholti til að minnast þess að 70 ár eru liðin síðan Norðmenn gáfu staðnum styttu af Snorra. Mikið var um dýrðir. Snorri Sturluson, frændi minn, er merkasti Íslendingur allra tíma. Hann bjargaði norrænni goðafræði frá glötun og skrifaði ævisögu forföður okkar beggja, Egils Skallagrímssonar. Heimskringla skáldsins gerði Noregskonunga og hetjudáðir þeirra ódauðlegar. Það er kaldhæðni sögunnar að einmitt norskur kóngur lét drepa Snorra með aðstoð fyrrum tengdasonar hans, Gissurar Þorvaldssonar, og tveggja smáglæpona, Símonar knúts og Árna beisks. Þetta morð er mesti menningarglæpur á Norðurlöndum. Enginn veit hvaða meistaraverk Snorri hafði í kollinum þegar lið undirmálsmanna sótti að honum. Norðmenn hafa með tímanum eignað sér Snorra. Meira að segja höggmyndin í Reykholti er af norska listamanninum Kristjáni Krogh (f. 1852) en ekki af skáldinu. Sjálfsmynd Kroghs var fyrirmynd Wigelands sem gerði styttuna. Norðmenn gáfu því myndastyttu af ferköntuðum, nítjándualdar Norðmanni, íklæddum kufli og skrítnum hattkúfi með gamla símaskrá undir hendinni. Enginn ættarsvipur er með styttunni og ættmennum Snorra Sturlusonar að mati færustu sérfræðinga. Þótt liðnar séu tæpar átta aldir frá glæpnum hafa Norðmenn ekki sýnt neitt samviskubit. Fulltrúar norsku krúnunnar koma saman á morðstaðnum til að upphefja sjálfa sig. Við afkomendur Snorra teljum að nú sé nóg komið. Krafan er að styttunni af Kristjáni Krogh verði skilað til föðurhúsanna og stjórnmálasambandi við Noreg verði slitið þangað til Norðmenn og norska konungsfjölskyldan sýna tilhlýðilega iðrun og biðjast opinberlega fyrirgefningar á morðinu á Snorra Sturlusyni.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar