Vilja koma í veg fyrir að stórhýsi verði byggt í fornum kirkjugarði Reykvíkinga Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2017 21:21 Kjartan Magnússon borgarfulltrúi. Vísir/Anton Brink Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina vilja að áform um framkvæmdir á Víkurgarðsreitnum í miðborg Reykjavíkur verði endurskoðuð í ljósi fornleifafunda á svæðinu. Tillaga þess efnis var flutt á borgarráðsfundi í morgun en var frestað að ósk meirihlutans. Í tillögunni, sem Kjartan Magnússon borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins flutti á fundi borgarráðs, segir að komið hafi í ljós að byggingarreitur fyrirhugaðs stórhýsis á svæðinu nái inn í hinn forna Víkurgarð. Kjartan segir markmið tillögunnar vera að „koma í veg fyrir að stórhýsi verði byggt í Víkurgarði, hinum forna kirkjugarði Reykvíkinga.“ „Lagt er til að í ljósi fornleifafunda við Landsímahúsið verði áform um framkvæmdir á reitnum endurskoðuð. Horfið verði frá því að reisa fyrirhugað stórhýsi í hinum forna Víkurgarði, elsta kirkjugarði Reykjavíkur, enda hefur nú komið í ljós að byggingarreiturinn nær inn í kirkjugarðinn. Þess í stað verði leitast við að forðast menningarlegt tjón, jafnvel stórslys, með því að vernda hinn forna kirkjugarð og þær fornleifar sem þar er að finna,” segir í tillögunni.Vilja gera „nafla Reykjavíkur“ hátt undir höfði Á reitnum vilja flutningsmenn tillögunnar jafnframt koma fyrir„minningarmörkum“ sem geri almenningi kleift að skynja hina miklu helgi og sögu sem staðurinn, réttnefndur „nafli Reykjavíkur,“ geymi. „Í garðinum verði jafnframt sett upp minningarmörk um hina framliðnu ásamt söguskilti og með því verði almenningi gefinn kostur á að skynja við útivist í garðinum hina miklu helgi og sögu sem þessi staður, réttnefndur nafli Reykjavíkur, geymir. Leitast verði við að gera nauðsynlegar breytingar í þessu skyni í samráði og sátt við þann aðila, sem hyggur á uppbyggingu á reitnum samkvæmt núgildandi skipulagi.“Óráðlegt að samþykkja breytingar vegna merkrar niðurstöðu í uppgreftriFornleifauppgröftur í Víkurgarði hófst fyrir nokkru síðan vegna fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu. Kirkjugarðurinn hefur einnig gengið undir nafninu Fógetagarður og var Reykvíkingum hinsti hvílustaður í rúm áttahundruð ár eða allt fram til ársins 1838. Ætla má að jarðneskar leifar 30 kynslóða Reykvíkinga hvíli í garðinum. Þá hafa framkvæmdirnar á svæðinu verið umdeildar en deiliskipulag á reitnum var samþykkt árið 2013 eftir mikið þref. Í tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina segir að mjög hafi verið gengið á land Víkurkirkjugarðs með byggingum Landsímans. Þá segir einnig að vísbendingar hafi komið fram um að von sé á merkri niðurstöðu í tengslum við fornleifarannsóknir á svæðinu og því þyki „óráðlegt að samþykkja breytingar á deiliskipulagi á svæðinu áður en heildarniðurstöður yfirstandandi fornleifarannsóknar liggja fyrir.“ Fornminjar Skipulag Tengdar fréttir Fyrstu myndir af fyrirhuguðu hóteli við Austurvöll Áætlað er að umdeilt hótel á svokölluðum Landsímareit opni eftir tvö ár. Alþingi hefur fallið frá kæru gegn Reykjavíkurborg vegna deiliskipulags á svæðinu. 9. febrúar 2016 21:00 Beinin segja mikla sögu Uppgröftur í elsta kirkjugarði Reykvíkinga gefur góða mynd af heilsufarssögu borgarbúa yfir um átthundruð ára tímabil. Vitneskjan getur nýst okkur til framtíðar, segir fornleifafræðingur. 31. mars 2016 19:30 Sátt náðist um Landsímareitinn Deiliskipulag á Landsímareitnum við Austurvöll var samþykkt í Skipulagsráði í gær. Allir greiddu atkvæði með því nema fulltrúi Vinstri grænna. 13. júlí 2013 08:30 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina vilja að áform um framkvæmdir á Víkurgarðsreitnum í miðborg Reykjavíkur verði endurskoðuð í ljósi fornleifafunda á svæðinu. Tillaga þess efnis var flutt á borgarráðsfundi í morgun en var frestað að ósk meirihlutans. Í tillögunni, sem Kjartan Magnússon borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins flutti á fundi borgarráðs, segir að komið hafi í ljós að byggingarreitur fyrirhugaðs stórhýsis á svæðinu nái inn í hinn forna Víkurgarð. Kjartan segir markmið tillögunnar vera að „koma í veg fyrir að stórhýsi verði byggt í Víkurgarði, hinum forna kirkjugarði Reykvíkinga.“ „Lagt er til að í ljósi fornleifafunda við Landsímahúsið verði áform um framkvæmdir á reitnum endurskoðuð. Horfið verði frá því að reisa fyrirhugað stórhýsi í hinum forna Víkurgarði, elsta kirkjugarði Reykjavíkur, enda hefur nú komið í ljós að byggingarreiturinn nær inn í kirkjugarðinn. Þess í stað verði leitast við að forðast menningarlegt tjón, jafnvel stórslys, með því að vernda hinn forna kirkjugarð og þær fornleifar sem þar er að finna,” segir í tillögunni.Vilja gera „nafla Reykjavíkur“ hátt undir höfði Á reitnum vilja flutningsmenn tillögunnar jafnframt koma fyrir„minningarmörkum“ sem geri almenningi kleift að skynja hina miklu helgi og sögu sem staðurinn, réttnefndur „nafli Reykjavíkur,“ geymi. „Í garðinum verði jafnframt sett upp minningarmörk um hina framliðnu ásamt söguskilti og með því verði almenningi gefinn kostur á að skynja við útivist í garðinum hina miklu helgi og sögu sem þessi staður, réttnefndur nafli Reykjavíkur, geymir. Leitast verði við að gera nauðsynlegar breytingar í þessu skyni í samráði og sátt við þann aðila, sem hyggur á uppbyggingu á reitnum samkvæmt núgildandi skipulagi.“Óráðlegt að samþykkja breytingar vegna merkrar niðurstöðu í uppgreftriFornleifauppgröftur í Víkurgarði hófst fyrir nokkru síðan vegna fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu. Kirkjugarðurinn hefur einnig gengið undir nafninu Fógetagarður og var Reykvíkingum hinsti hvílustaður í rúm áttahundruð ár eða allt fram til ársins 1838. Ætla má að jarðneskar leifar 30 kynslóða Reykvíkinga hvíli í garðinum. Þá hafa framkvæmdirnar á svæðinu verið umdeildar en deiliskipulag á reitnum var samþykkt árið 2013 eftir mikið þref. Í tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina segir að mjög hafi verið gengið á land Víkurkirkjugarðs með byggingum Landsímans. Þá segir einnig að vísbendingar hafi komið fram um að von sé á merkri niðurstöðu í tengslum við fornleifarannsóknir á svæðinu og því þyki „óráðlegt að samþykkja breytingar á deiliskipulagi á svæðinu áður en heildarniðurstöður yfirstandandi fornleifarannsóknar liggja fyrir.“
Fornminjar Skipulag Tengdar fréttir Fyrstu myndir af fyrirhuguðu hóteli við Austurvöll Áætlað er að umdeilt hótel á svokölluðum Landsímareit opni eftir tvö ár. Alþingi hefur fallið frá kæru gegn Reykjavíkurborg vegna deiliskipulags á svæðinu. 9. febrúar 2016 21:00 Beinin segja mikla sögu Uppgröftur í elsta kirkjugarði Reykvíkinga gefur góða mynd af heilsufarssögu borgarbúa yfir um átthundruð ára tímabil. Vitneskjan getur nýst okkur til framtíðar, segir fornleifafræðingur. 31. mars 2016 19:30 Sátt náðist um Landsímareitinn Deiliskipulag á Landsímareitnum við Austurvöll var samþykkt í Skipulagsráði í gær. Allir greiddu atkvæði með því nema fulltrúi Vinstri grænna. 13. júlí 2013 08:30 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Fyrstu myndir af fyrirhuguðu hóteli við Austurvöll Áætlað er að umdeilt hótel á svokölluðum Landsímareit opni eftir tvö ár. Alþingi hefur fallið frá kæru gegn Reykjavíkurborg vegna deiliskipulags á svæðinu. 9. febrúar 2016 21:00
Beinin segja mikla sögu Uppgröftur í elsta kirkjugarði Reykvíkinga gefur góða mynd af heilsufarssögu borgarbúa yfir um átthundruð ára tímabil. Vitneskjan getur nýst okkur til framtíðar, segir fornleifafræðingur. 31. mars 2016 19:30
Sátt náðist um Landsímareitinn Deiliskipulag á Landsímareitnum við Austurvöll var samþykkt í Skipulagsráði í gær. Allir greiddu atkvæði með því nema fulltrúi Vinstri grænna. 13. júlí 2013 08:30