Draumabyrjun Valsmanna en vonin dó á tveimur martraðarmínútum í seinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júlí 2017 19:45 Valsmenn þurfa að standa í lappirnar í dag. vísir/eyþór Valsmenn eru úr leik í Evrópudeildinni eftir 3-2 tap í kvöld á móti slóvenska liðinu NK Domzale í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar sem fór fram út í Slóveníu. Domzale vann fyrri leikinn 2-1 á Hlíðarenda og þar með 5-3 samanlagt. Domzale tryggði sér með þessu leiki á móti þýska liðinu Freiburg í 3. umferðinni. Þetta byrjaði samt mjög vel fyrir Valsmenn því Guðjón Pétur Lýðsson kom liðinu yfir með marki úr vítaspyrnu strax á þriðju mínútu sem Andri Adolphsson fiskaði. Ivan Firer jafnaði metin á 25. mínútu með marki víti sem dæmt var á Rasmus Steenberg Christiansen. Nicolas Bögild kom Valsliðinu hinsvegar aftur yfir rétt fyrir hálfleik eftir stoðsendingu frá umræddum Andra Adolphssyni. Staðan var 2-1 í hálfleik fyrir Val og liðin því alveg jöfn þegar 45 mínútur voru eftir. Von Valsmanna dó hinsvegar snögglega í seinni hálfleiknum þegar Slóvenarnir skoruðu tvö mörk með tveggja mínútna millibili. Það fyrra skoraði Jure Balkovec á 69. mínútu en það seinna Senijad Ibricic á 71. mínútu. Valsmenn hefði nægt að skora eitt mark í bæði stöðunni 2-1 og 2-2 en nú þurftu þeir að skora tvö mörk. Valsmenn eru þar með úr leik bæði í Evrópukeppninni og bikarkeppninni og geta því farið að einbeita sér að deildarkeppninni þar sem þeir sitja á toppi Pepsi-deildar karla þegar mótið er hálfnað. Evrópudeild UEFA
Valsmenn eru úr leik í Evrópudeildinni eftir 3-2 tap í kvöld á móti slóvenska liðinu NK Domzale í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar sem fór fram út í Slóveníu. Domzale vann fyrri leikinn 2-1 á Hlíðarenda og þar með 5-3 samanlagt. Domzale tryggði sér með þessu leiki á móti þýska liðinu Freiburg í 3. umferðinni. Þetta byrjaði samt mjög vel fyrir Valsmenn því Guðjón Pétur Lýðsson kom liðinu yfir með marki úr vítaspyrnu strax á þriðju mínútu sem Andri Adolphsson fiskaði. Ivan Firer jafnaði metin á 25. mínútu með marki víti sem dæmt var á Rasmus Steenberg Christiansen. Nicolas Bögild kom Valsliðinu hinsvegar aftur yfir rétt fyrir hálfleik eftir stoðsendingu frá umræddum Andra Adolphssyni. Staðan var 2-1 í hálfleik fyrir Val og liðin því alveg jöfn þegar 45 mínútur voru eftir. Von Valsmanna dó hinsvegar snögglega í seinni hálfleiknum þegar Slóvenarnir skoruðu tvö mörk með tveggja mínútna millibili. Það fyrra skoraði Jure Balkovec á 69. mínútu en það seinna Senijad Ibricic á 71. mínútu. Valsmenn hefði nægt að skora eitt mark í bæði stöðunni 2-1 og 2-2 en nú þurftu þeir að skora tvö mörk. Valsmenn eru þar með úr leik bæði í Evrópukeppninni og bikarkeppninni og geta því farið að einbeita sér að deildarkeppninni þar sem þeir sitja á toppi Pepsi-deildar karla þegar mótið er hálfnað.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti