Undirbýr sig fyrir Domino´s deildina með því að spila við NBA-stórstjörnur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2017 13:30 Antonio Hester. Vísir/Anton Bandaríkjamaðurinn Antonio Hester mætir aftur í Domino´s deildina í körfubolta í haust þar sem hann ætlar að taka annað tímabil með Tindastól. Hann undirbýr sig að kappi fyrir átökin á Íslandi. Antonio Hester hefur að undanförnu spilað körfubolta á móti góðum leikmönnum í Miami Pro deildinni í Bandaríkjunum. Þar fékk hann að mæta sig á móti NBA-stjörnum eins og James Harden og John Wall en báðir eru þeir lykilmenn í sínum NBA-liðum og tveir af áhugaverðari leikmönnum NBA-deildarinnar. „Þetta var frábær upplifun og ég lærði margt um sjálfan mig og hvar minn leikur stendur,“ sagði Antonio Hester í viðtali við karfan.is sem kannaði stöðuna á kappanum. James Harden, sem er 27 ára gamall og leikur með Houston Rockets, var annar í kjörinu á leikmanni ársins í NBA á síðustu leiktíð þar sem hann var með 29,1 stig, 11,2 fráköst og 8,1 frákast að meðaltali í leik. John Wall, sem er 26 ára gamall og leikur með Washington Wizards, var sjöundi í kjörinu á leikmanni ársins í NBA á síðustu leiktíð þar sem hann var með 23,1 stig, 10,7 stoðsendingar og 2,0 stolna bolta að meðaltali í leik. Antonio Hester, sem er fæddur árið 1990 eða sama ár og Wall og einu ári á eftir Harden, var mjög öflugur með Tindastól í Domino´s deildinni síðasta vetur þar sem hann skoraði 23,4 stig og tók 10,8 fráköst að meðaltali í leik. „Hester segist mjög spenntur fyrir því að koma aftur í Skagafjörðinn og að Tindastóll eigi góða möguleika á að vinna titilinn á komandi tímabili. Til þess þurfi þeir þó að standa saman sem lið og halda einbeitingu í gegnum tímabilið. Enn frekar að þeir verði að standa saman og trúa á hvorn annan,“ segir í fréttinni um Hester á heimasíðu karfan.is. Last night was "MAD LIT" ya heard! Had the opportunity to guard MVP runner up @jharden13 and All-Star @johnwall!!!! By far the toughest matchups this summer.... but once again I took the matchup like a man and got the W #HoopersDream #BodyInTheTrunk @hoopersdream #BigHess #MiamiPro #ThisIsMIAMIPRO photocred: @slrkns A post shared by Antonio Hester (@official_big_hess_) on Aug 2, 2017 at 5:01pm PDT Dominos-deild karla Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Antonio Hester mætir aftur í Domino´s deildina í körfubolta í haust þar sem hann ætlar að taka annað tímabil með Tindastól. Hann undirbýr sig að kappi fyrir átökin á Íslandi. Antonio Hester hefur að undanförnu spilað körfubolta á móti góðum leikmönnum í Miami Pro deildinni í Bandaríkjunum. Þar fékk hann að mæta sig á móti NBA-stjörnum eins og James Harden og John Wall en báðir eru þeir lykilmenn í sínum NBA-liðum og tveir af áhugaverðari leikmönnum NBA-deildarinnar. „Þetta var frábær upplifun og ég lærði margt um sjálfan mig og hvar minn leikur stendur,“ sagði Antonio Hester í viðtali við karfan.is sem kannaði stöðuna á kappanum. James Harden, sem er 27 ára gamall og leikur með Houston Rockets, var annar í kjörinu á leikmanni ársins í NBA á síðustu leiktíð þar sem hann var með 29,1 stig, 11,2 fráköst og 8,1 frákast að meðaltali í leik. John Wall, sem er 26 ára gamall og leikur með Washington Wizards, var sjöundi í kjörinu á leikmanni ársins í NBA á síðustu leiktíð þar sem hann var með 23,1 stig, 10,7 stoðsendingar og 2,0 stolna bolta að meðaltali í leik. Antonio Hester, sem er fæddur árið 1990 eða sama ár og Wall og einu ári á eftir Harden, var mjög öflugur með Tindastól í Domino´s deildinni síðasta vetur þar sem hann skoraði 23,4 stig og tók 10,8 fráköst að meðaltali í leik. „Hester segist mjög spenntur fyrir því að koma aftur í Skagafjörðinn og að Tindastóll eigi góða möguleika á að vinna titilinn á komandi tímabili. Til þess þurfi þeir þó að standa saman sem lið og halda einbeitingu í gegnum tímabilið. Enn frekar að þeir verði að standa saman og trúa á hvorn annan,“ segir í fréttinni um Hester á heimasíðu karfan.is. Last night was "MAD LIT" ya heard! Had the opportunity to guard MVP runner up @jharden13 and All-Star @johnwall!!!! By far the toughest matchups this summer.... but once again I took the matchup like a man and got the W #HoopersDream #BodyInTheTrunk @hoopersdream #BigHess #MiamiPro #ThisIsMIAMIPRO photocred: @slrkns A post shared by Antonio Hester (@official_big_hess_) on Aug 2, 2017 at 5:01pm PDT
Dominos-deild karla Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira