Bandarískum embættismönnum sagt að tala ekki um loftslagsbreytingar Kjartan Kjartansson skrifar 7. ágúst 2017 23:30 Sam Clovis (t.h.) sem Trump skipaði sem yfirvísindamann landbúnaðaráðuneytisins síns telur loftslagsvísindi rusl. Vísir/AFP Starfsmönnum landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna hefur verið sagt að forðast að nota hugtakið „loftslagsbreytingar“ eftir að ríkisstjórn Donalds Trump tók við völdum. Þá er mælst til þess að þeir tali ekki lengur um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Tölvupóstar sem The Guardian hefur komist yfir varpa ljósi á fyrirmæli sem embættismenn og starfsmenn hjá ráðuneytinu hafa fengið að ofan eftir að Trump tók við sem forseti. Trump og fjöldi bandamanna hans hafa afneitað raunveruleika loftslagsbreytinga af völdum manna. Þeir ætla að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Þannig fengu starfsmenn náttúruauðlindaverndar ráðuneytisins fyrirmæli um að forðast að nota hugtakið „loftslagsbreytingar“ og sagt að nota frekar „veðuröfgar“. Í stað þess að tala um aðlögun að loftslagsbreytingum eiga þeir nú að tala um „sveigjanleika gagnvart veðuröfgum“.Breyta ekki aðferðum heldur orðfæriAf sama meiði eru fyrirmæli um að tala ekki um að draga saman losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Frekar eiga starfsmenn ráðuneytisins að tala um „að byggja upp lífrænt efni í jarðvegi“. „Við ætlum ekki að breyta líkönum okkar, bara hvernig við tölum um þau,“ segir meðal annars í tölvupósti Biöncu Moebius-Clune, forstöðumanns jarðvegsheilsu, til starfsmanna sinna. Yfirmenn hennar höfðu sent henni þessi fyrirmæli sem hún kom áfram til sinna undirmanna. Þá er starfsmönnunum skipað að umbera að ráðuneytinu verði tíðrætt um hagvöxt og vaxandi viðskiptatækifæri í dreifðum byggðum Bandaríkjanna jafnvel þó að þeir kunni ekki að meta það. Forstöðumaður náttúruauðlindaverndar landbúnaðarráðuneytisins neitar því við The Guardian að undirstofnun hans hafi fengið skilaboð frá ráðuneytinu eða ríkisstjórninni um að breyta umfjöllun sinni um loftslagsbreytingar eða önnur málefni.Hnattræn hlýnun veldur meðal annars versnandi þurrkum. Bandarískir embættismenn mega hins vegar ekki lengur tala um það sem loftslagsbreytingar, aðeins sem veðuröfgar.Vísir/EPARéði mann sem telur loftslagsvísindi rusl sem yfirvísindamann ráðuneytisinsSamhljóða álit vísindamanna, þar á meðal bandaríska landbúnaðarráðuneytisins, er að menn valdi loftslagsbreytingum á jörðinni með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Trump réði engu að síður Sam Clovis sem yfirvísindamann landbúnaðarráðuneytisins í síðustu viku. Clovis þessi er ekki vísindamaður sjálfur en hefur starfað sem háskólaprófessor og þáttastjórnandi í útvarpi. Clovis hefur kallað loftslagsvísindi „ruslvísindi.“Greint var frá því í síðustu viku að hann hefði eitt sinn haldið úti bloggsíðu þar sem hann kallaði frjálslynt fólk „kynþáttasvikara“ og líkti Barack Obama, fyrrverandi forseta, við kommúnista og einræðisherra. Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Bandaríkin draga sig út úr Parísarsamkomulaginu Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur afhent Sameinuðu þjóðunum skriflega tilkynningu þess efnis að Bandaríkin vilji draga sig úr Parísarsamkomulaginu. 4. ágúst 2017 21:30 Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Ráðherrar og embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump virðast ekki skilja orsakir hnattrænnar hlýnunar. Orkumálaráðherrann neitaði því í viðtali að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hennar. 21. júní 2017 11:36 Þrýst á vísindamann að breyta framburði fyrir þingnefnd Starfsmannastjóri bandaríska umhverfisráðuneytisins vildi að vísindamaður talaði gegn betri vitund um að stofnunin væri að láta vísindaráðgjafa fara þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í síðasta mánuði. 27. júní 2017 15:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Starfsmönnum landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna hefur verið sagt að forðast að nota hugtakið „loftslagsbreytingar“ eftir að ríkisstjórn Donalds Trump tók við völdum. Þá er mælst til þess að þeir tali ekki lengur um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Tölvupóstar sem The Guardian hefur komist yfir varpa ljósi á fyrirmæli sem embættismenn og starfsmenn hjá ráðuneytinu hafa fengið að ofan eftir að Trump tók við sem forseti. Trump og fjöldi bandamanna hans hafa afneitað raunveruleika loftslagsbreytinga af völdum manna. Þeir ætla að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Þannig fengu starfsmenn náttúruauðlindaverndar ráðuneytisins fyrirmæli um að forðast að nota hugtakið „loftslagsbreytingar“ og sagt að nota frekar „veðuröfgar“. Í stað þess að tala um aðlögun að loftslagsbreytingum eiga þeir nú að tala um „sveigjanleika gagnvart veðuröfgum“.Breyta ekki aðferðum heldur orðfæriAf sama meiði eru fyrirmæli um að tala ekki um að draga saman losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Frekar eiga starfsmenn ráðuneytisins að tala um „að byggja upp lífrænt efni í jarðvegi“. „Við ætlum ekki að breyta líkönum okkar, bara hvernig við tölum um þau,“ segir meðal annars í tölvupósti Biöncu Moebius-Clune, forstöðumanns jarðvegsheilsu, til starfsmanna sinna. Yfirmenn hennar höfðu sent henni þessi fyrirmæli sem hún kom áfram til sinna undirmanna. Þá er starfsmönnunum skipað að umbera að ráðuneytinu verði tíðrætt um hagvöxt og vaxandi viðskiptatækifæri í dreifðum byggðum Bandaríkjanna jafnvel þó að þeir kunni ekki að meta það. Forstöðumaður náttúruauðlindaverndar landbúnaðarráðuneytisins neitar því við The Guardian að undirstofnun hans hafi fengið skilaboð frá ráðuneytinu eða ríkisstjórninni um að breyta umfjöllun sinni um loftslagsbreytingar eða önnur málefni.Hnattræn hlýnun veldur meðal annars versnandi þurrkum. Bandarískir embættismenn mega hins vegar ekki lengur tala um það sem loftslagsbreytingar, aðeins sem veðuröfgar.Vísir/EPARéði mann sem telur loftslagsvísindi rusl sem yfirvísindamann ráðuneytisinsSamhljóða álit vísindamanna, þar á meðal bandaríska landbúnaðarráðuneytisins, er að menn valdi loftslagsbreytingum á jörðinni með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Trump réði engu að síður Sam Clovis sem yfirvísindamann landbúnaðarráðuneytisins í síðustu viku. Clovis þessi er ekki vísindamaður sjálfur en hefur starfað sem háskólaprófessor og þáttastjórnandi í útvarpi. Clovis hefur kallað loftslagsvísindi „ruslvísindi.“Greint var frá því í síðustu viku að hann hefði eitt sinn haldið úti bloggsíðu þar sem hann kallaði frjálslynt fólk „kynþáttasvikara“ og líkti Barack Obama, fyrrverandi forseta, við kommúnista og einræðisherra.
Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Bandaríkin draga sig út úr Parísarsamkomulaginu Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur afhent Sameinuðu þjóðunum skriflega tilkynningu þess efnis að Bandaríkin vilji draga sig úr Parísarsamkomulaginu. 4. ágúst 2017 21:30 Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Ráðherrar og embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump virðast ekki skilja orsakir hnattrænnar hlýnunar. Orkumálaráðherrann neitaði því í viðtali að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hennar. 21. júní 2017 11:36 Þrýst á vísindamann að breyta framburði fyrir þingnefnd Starfsmannastjóri bandaríska umhverfisráðuneytisins vildi að vísindamaður talaði gegn betri vitund um að stofnunin væri að láta vísindaráðgjafa fara þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í síðasta mánuði. 27. júní 2017 15:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Bandaríkin draga sig út úr Parísarsamkomulaginu Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur afhent Sameinuðu þjóðunum skriflega tilkynningu þess efnis að Bandaríkin vilji draga sig úr Parísarsamkomulaginu. 4. ágúst 2017 21:30
Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Ráðherrar og embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump virðast ekki skilja orsakir hnattrænnar hlýnunar. Orkumálaráðherrann neitaði því í viðtali að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hennar. 21. júní 2017 11:36
Þrýst á vísindamann að breyta framburði fyrir þingnefnd Starfsmannastjóri bandaríska umhverfisráðuneytisins vildi að vísindamaður talaði gegn betri vitund um að stofnunin væri að láta vísindaráðgjafa fara þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í síðasta mánuði. 27. júní 2017 15:00