Erla Bolladóttir: „Innst inni vissi ég að þetta gerðist ekki“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. ágúst 2017 19:15 Erla Bolladóttir segir niðurstöðu endurupptökunefndar vera ansi mikið högg. Vísir Erla Bolladóttir, sem var ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist hafa beðið Sævar Ciesielski afsökunar á sínum hlut í máli hans áður en hann lést. Þetta kemur fram í viðtali breska dagblaðsins The Guardian við Erlu. Viðtalið er tilkomið vegna heimildarmyndarinnar Out Of Thin Air sem sýnd verður í Bretlandi mánudaginn 14. ágúst. „Innst inni vissi ég að þetta gerðist ekki. En á þeim tíma var ég einhvern veginn ekki alveg viss,“ segir Erla um martröð sem hana dreymdi kvöldið sem Guðmundur Einarsson hvarf árið 1974. Þar dreymdi hana að menn stæðu fyrir utan gluggann sinn og væru að hvíslast á. Minningar Erlu af draumnum gegndu síðar lykilhlutverki þegar hún, Sævar Ciesielski sem þá var unnusti hennar, og fjórir aðrir voru dæmdir í fangelsi fyrir morðin á Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni.Sævar Ciesielski við meðferð málsins fyrir Hæstarétti Íslands árið 1980.Mynd/Ljósmyndasafn ReykjavíkurSættist við Sævar Þegar Sævar og Erla voru handtekin og hneppt í gæsluvarðhald áttu þau saman kornunga dóttur. Erla segist hafa náð að sættast við Sævar áður en hann lést árið 2011. „Í langan tíma, sama hversu drukkinn hann var, hann kom oft heim til mín og ég gat ekki boðið honum inn því ég átti fjölskyldu þar. Svo við gerðum samning. Hann hringdi bjöllunni og ég fór niður í hjólageymslu. Þar gátum við verði alveg í friði. Við sátum á gólfinu og spjölluðum klukkustundum saman,“ segir Erla. Hún segir að það hafi verið í þessum samtölum þeirra að hún sannfærðist um sakleysi Sævars.Hurfu sporlaust Guðmundur Einarsson sást síðast í Hafnarfirði aðfaranótt 27.janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Eiginkona Geirfinns Einarssonar sá hann síðast klukkan 22.30 í nóvember sama ár. Næstu árin fór fram mikil rannsókn á málinu. Um sex árum frá hvarfi þeirra var hópur ungmenna fundinn sekur um að hafa myrt Guðmund og Geirfinn og hlutu þau öll þunga dóma. Endurupptökunefnd ákvað í febrúar á þessu ári að mál fimm sakborninganna af sex muni fara aftur fyrir dómstóla. Mál allra nema Erlu Bolladóttur. Heimildarmyndin Out of Thin Air kemur út á streymisveitunni Netflix í september. Stiklu fyrir myndina má sjá hér fyrir neðan. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Saga þar sem kerfið getur ekki viðurkennt mistök sín“ Baltasar Kormákur ræðir leikna seríu um Guðmundar- og Geirfinnsmálið en hann segir að tökur þáttanna geti orðið ansi forvitnilegar fyrir Reykvíkinga. 4. maí 2017 15:30 Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24 Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Sjá meira
Erla Bolladóttir, sem var ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist hafa beðið Sævar Ciesielski afsökunar á sínum hlut í máli hans áður en hann lést. Þetta kemur fram í viðtali breska dagblaðsins The Guardian við Erlu. Viðtalið er tilkomið vegna heimildarmyndarinnar Out Of Thin Air sem sýnd verður í Bretlandi mánudaginn 14. ágúst. „Innst inni vissi ég að þetta gerðist ekki. En á þeim tíma var ég einhvern veginn ekki alveg viss,“ segir Erla um martröð sem hana dreymdi kvöldið sem Guðmundur Einarsson hvarf árið 1974. Þar dreymdi hana að menn stæðu fyrir utan gluggann sinn og væru að hvíslast á. Minningar Erlu af draumnum gegndu síðar lykilhlutverki þegar hún, Sævar Ciesielski sem þá var unnusti hennar, og fjórir aðrir voru dæmdir í fangelsi fyrir morðin á Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni.Sævar Ciesielski við meðferð málsins fyrir Hæstarétti Íslands árið 1980.Mynd/Ljósmyndasafn ReykjavíkurSættist við Sævar Þegar Sævar og Erla voru handtekin og hneppt í gæsluvarðhald áttu þau saman kornunga dóttur. Erla segist hafa náð að sættast við Sævar áður en hann lést árið 2011. „Í langan tíma, sama hversu drukkinn hann var, hann kom oft heim til mín og ég gat ekki boðið honum inn því ég átti fjölskyldu þar. Svo við gerðum samning. Hann hringdi bjöllunni og ég fór niður í hjólageymslu. Þar gátum við verði alveg í friði. Við sátum á gólfinu og spjölluðum klukkustundum saman,“ segir Erla. Hún segir að það hafi verið í þessum samtölum þeirra að hún sannfærðist um sakleysi Sævars.Hurfu sporlaust Guðmundur Einarsson sást síðast í Hafnarfirði aðfaranótt 27.janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Eiginkona Geirfinns Einarssonar sá hann síðast klukkan 22.30 í nóvember sama ár. Næstu árin fór fram mikil rannsókn á málinu. Um sex árum frá hvarfi þeirra var hópur ungmenna fundinn sekur um að hafa myrt Guðmund og Geirfinn og hlutu þau öll þunga dóma. Endurupptökunefnd ákvað í febrúar á þessu ári að mál fimm sakborninganna af sex muni fara aftur fyrir dómstóla. Mál allra nema Erlu Bolladóttur. Heimildarmyndin Out of Thin Air kemur út á streymisveitunni Netflix í september. Stiklu fyrir myndina má sjá hér fyrir neðan.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Saga þar sem kerfið getur ekki viðurkennt mistök sín“ Baltasar Kormákur ræðir leikna seríu um Guðmundar- og Geirfinnsmálið en hann segir að tökur þáttanna geti orðið ansi forvitnilegar fyrir Reykvíkinga. 4. maí 2017 15:30 Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24 Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Sjá meira
„Saga þar sem kerfið getur ekki viðurkennt mistök sín“ Baltasar Kormákur ræðir leikna seríu um Guðmundar- og Geirfinnsmálið en hann segir að tökur þáttanna geti orðið ansi forvitnilegar fyrir Reykvíkinga. 4. maí 2017 15:30
Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24
Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40
Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03