Mæla með regnfötum í hægviðri um verslunarmannahelgina Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. ágúst 2017 10:15 Þjóðhátíðargestir eru iðulega viðbúnir öllum veðrum. vísir/vilhelm Veður um verslunarmannahelgina verður þokkalegt víðast hvar, að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Skúrir gætu þó myndast inn til landsins síðdegis í dag og á morgun og því er landsmönnum á faraldsfæti ráðlagt að hafa með sér regnföt. Árni Sigurðsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að hægviðri verði um land allt um helgina. Í dag og á morgun verði þó sums staðar hafgola síðdegis og skúrir gætu myndast á sama tíma inn til landsins. Á mánudaginn segir Árni að snúist gæti til norðanáttar og þá líti út fyrir að kólni sérstaklega á Norðurlandi. Þar gæti farið niður í allt að 5 til 10 gráður í blálok helgar. Aðspurður hvort einhver staður verði veðursælli en annar um helgina segist Árni ekki vilja gera upp á milli landshluta. „Nei, ég myndi ekki gera mikið veður út af því.“Hér að neðan má svo sjá veðurhorfur næstu daga, teknar af vef Veðurstofu Íslands:„Búist er við þokkalegu ef ekki ágætisveðri um helgina, fremur hægum vindum, en skúrum á víða og dreif og sums staðar síðdegisdembum. Hiti verður á bilinum 10 til 16 stig að deginum, en mun svalara að næturlagi, jafn vel næturfrost á stöku stað. Sumar tölvuspár gera ráð fyrir norðanátt á frídegi verslunarmanna með rigningu á Norður- og Austurlandi, en spáin ætti ekki að fæla neinn frá útivist né útilegum í náttúru landsins, sem skartar sínu fegursta um þessar mundir. Til að spilla ekki gleðinni er þó vissara að hafa hlý og vatnsvarin föt meðferðis þegar haldið er á vit ævintýranna,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings í dag.Á sunnudag: Hæg breytileg átt eða hafgola og skýjað með köflum, en síðdegisskúrir í flestum landshlutum, einkum inn til landsins. Hiti 10 til 16 stig að deginum, en svalara að næturlagi. Á mánudag (frídagur verslunarmanna): Fremur hæg norðanátt og víða dálítil væta með köflum, einkum norðanlands, en léttir til um landið vestanvert þegar líður á daginn. Hiti 5 til 14 stig, hlýjast sunnanlands. Veður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Veður um verslunarmannahelgina verður þokkalegt víðast hvar, að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Skúrir gætu þó myndast inn til landsins síðdegis í dag og á morgun og því er landsmönnum á faraldsfæti ráðlagt að hafa með sér regnföt. Árni Sigurðsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að hægviðri verði um land allt um helgina. Í dag og á morgun verði þó sums staðar hafgola síðdegis og skúrir gætu myndast á sama tíma inn til landsins. Á mánudaginn segir Árni að snúist gæti til norðanáttar og þá líti út fyrir að kólni sérstaklega á Norðurlandi. Þar gæti farið niður í allt að 5 til 10 gráður í blálok helgar. Aðspurður hvort einhver staður verði veðursælli en annar um helgina segist Árni ekki vilja gera upp á milli landshluta. „Nei, ég myndi ekki gera mikið veður út af því.“Hér að neðan má svo sjá veðurhorfur næstu daga, teknar af vef Veðurstofu Íslands:„Búist er við þokkalegu ef ekki ágætisveðri um helgina, fremur hægum vindum, en skúrum á víða og dreif og sums staðar síðdegisdembum. Hiti verður á bilinum 10 til 16 stig að deginum, en mun svalara að næturlagi, jafn vel næturfrost á stöku stað. Sumar tölvuspár gera ráð fyrir norðanátt á frídegi verslunarmanna með rigningu á Norður- og Austurlandi, en spáin ætti ekki að fæla neinn frá útivist né útilegum í náttúru landsins, sem skartar sínu fegursta um þessar mundir. Til að spilla ekki gleðinni er þó vissara að hafa hlý og vatnsvarin föt meðferðis þegar haldið er á vit ævintýranna,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings í dag.Á sunnudag: Hæg breytileg átt eða hafgola og skýjað með köflum, en síðdegisskúrir í flestum landshlutum, einkum inn til landsins. Hiti 10 til 16 stig að deginum, en svalara að næturlagi. Á mánudag (frídagur verslunarmanna): Fremur hæg norðanátt og víða dálítil væta með köflum, einkum norðanlands, en léttir til um landið vestanvert þegar líður á daginn. Hiti 5 til 14 stig, hlýjast sunnanlands.
Veður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira