Trump vildi þagga niður tal um landamæramúrinn Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2017 18:46 Peña Nieto og Trump hittust á G20-fundinum en þar sagði Trump enn að Mexíkóar skyldu greiða fyrir landamæramúrinn. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti bað forseta Mexíkó um að hætta að neita því opinberlega að Mexíkóar myndu greiða fyrir umdeildan landamæravegg sem Trump lofaði í símtali þeirra í janúar. Landamæramúrinn var eitt helsta kosningaloforð Trump sem sór þess ennfremur dýran eið að Mexíkóar myndu borga fyrir byggingu hans. Eftirrit af símtali hans við Enrique Peña Nieto, forseta Mexíkó, aðeins viku eftir embættistöku Trump bendir til þess að hann hafi sjálfur vitað að múrinn yrði ekki fjármagnaður þannig. „Þú getur ekki sagt þetta við fjölmiðla,“ brýndi Trump ítrekað fyrir Peña Nieto í símtalinu 27. janúar, að því er Washington Post greinir frá. Hótaði Trump meðal annars að loka á öll samskipti við mexíkósk stjórnvöld héldi Peña Nieto áfram að hafna hugmyndum hans um vegginn því „með því gæti hann ekki lifað“. Þess í stað lagði Trump til að þeir myndu þagga málið niður og segjast vera að finna út úr því. Sagði hann að fjármögnun múrsins yrði leysta einhvern veginn. Veggurinn væri minnst mikilvæga málið sem þeir ræddu en pólitískt séð gæti það verið það mikilvægasta.Fannst notalegra að tala við Pútín en einn nánasta bandamann Bandaríkjanna Símtal Trump við Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, daginn eftir var ekki síður þrungið spennu samkvæmt skjalinu sem Washington Post komst yfir. Trump virðist hafa mislíkað sérstaklega samkomulag sem ríkisstjórnir Ástralíu og Bandaríkjanna gerðu áður en hann tók við völdum um að Bandaríkin myndu taka við rúmlega 1.200 flóttamönnum frá Ástralíu. Meðferð Ástrala á flóttamönnunum er umdeild en þeim er haldið í búðum á eyríkinu Nárú og á Manus-eyju við Papúa Nýju-Gíneu. „Þetta á eftir að gera út af við mig. Ég er sú manneskja heims sem er mest á móti því að hleypa fólki inn í landið og nú á ég að samþykkja að taka við 2.000 manns,“ sagði Trump og ýkti fjöldann sem Bandaríkin áttu að taka við. „Mér er nóg boðið. Ég er búinn að standa í þessum símtölum í allan dag og þetta er það ónotalegasta í allan dag,“ hreytti Trump í Turnbull. Fullyrti hann að einhver flóttamannanna gæti orðið hryðjuverkamaður innan fimm ára. Tók Trump sérstaklega fram við Turnbull að símtal hans við Vladimír Pútin, forseta Rússlands, hafi gengið mun betur. „Símtalið við Pútín var notalegt. Þetta er fáránlegt,“ sagði Trump sem batt síðar snögglega enda á símtalið.Malcolm Turnbull fékk að heyra það frá Trump Bandaríkjaforseta.Vísir/Getty„Ég lofa þér að þetta er vont fólk“ Hér fyrir neðan eru nokkrar áhugaverðar tilvitnanir í Trump úr símtölum hans við Turnbull og Peña Nieto. Um fjármögnun landamæraveggsins:„Ég verð að láta Mexíkó borga fyrir vegginn, ég verð. Ég er búinn að tala um það yfir tveggja ára tímabil.“ Um fíkniefnasmygl frá Mexíkó til Bandaríkjanna:„Við erum með meiriháttar fíkniefnavandamál þar sem krakkar eru að ánetjast fíkniefnum vegna þess að þau eru seld ódýrar en nammi. Ég vann í New Hampshire vegna þess að New Hampshire er dópgreni.“ Um harða innflytjendastefnu Turnbull en Ástralar banna flóttamönnum á bátum að koma til meginlandsins:„Þú ert verri en ég.“ Um flóttamenn sem er haldið í fangabúðum utan Ástralíu:„Mér er meinilla við að taka við þessu fólki. Ég lofa þér því að þetta er vont fólk. Þess vegna er það í fangelsi núna. Þetta verður ekki yndislegt fólk sem fara að vinna fyrir mjólkurfólk.“ Donald Trump Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti bað forseta Mexíkó um að hætta að neita því opinberlega að Mexíkóar myndu greiða fyrir umdeildan landamæravegg sem Trump lofaði í símtali þeirra í janúar. Landamæramúrinn var eitt helsta kosningaloforð Trump sem sór þess ennfremur dýran eið að Mexíkóar myndu borga fyrir byggingu hans. Eftirrit af símtali hans við Enrique Peña Nieto, forseta Mexíkó, aðeins viku eftir embættistöku Trump bendir til þess að hann hafi sjálfur vitað að múrinn yrði ekki fjármagnaður þannig. „Þú getur ekki sagt þetta við fjölmiðla,“ brýndi Trump ítrekað fyrir Peña Nieto í símtalinu 27. janúar, að því er Washington Post greinir frá. Hótaði Trump meðal annars að loka á öll samskipti við mexíkósk stjórnvöld héldi Peña Nieto áfram að hafna hugmyndum hans um vegginn því „með því gæti hann ekki lifað“. Þess í stað lagði Trump til að þeir myndu þagga málið niður og segjast vera að finna út úr því. Sagði hann að fjármögnun múrsins yrði leysta einhvern veginn. Veggurinn væri minnst mikilvæga málið sem þeir ræddu en pólitískt séð gæti það verið það mikilvægasta.Fannst notalegra að tala við Pútín en einn nánasta bandamann Bandaríkjanna Símtal Trump við Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, daginn eftir var ekki síður þrungið spennu samkvæmt skjalinu sem Washington Post komst yfir. Trump virðist hafa mislíkað sérstaklega samkomulag sem ríkisstjórnir Ástralíu og Bandaríkjanna gerðu áður en hann tók við völdum um að Bandaríkin myndu taka við rúmlega 1.200 flóttamönnum frá Ástralíu. Meðferð Ástrala á flóttamönnunum er umdeild en þeim er haldið í búðum á eyríkinu Nárú og á Manus-eyju við Papúa Nýju-Gíneu. „Þetta á eftir að gera út af við mig. Ég er sú manneskja heims sem er mest á móti því að hleypa fólki inn í landið og nú á ég að samþykkja að taka við 2.000 manns,“ sagði Trump og ýkti fjöldann sem Bandaríkin áttu að taka við. „Mér er nóg boðið. Ég er búinn að standa í þessum símtölum í allan dag og þetta er það ónotalegasta í allan dag,“ hreytti Trump í Turnbull. Fullyrti hann að einhver flóttamannanna gæti orðið hryðjuverkamaður innan fimm ára. Tók Trump sérstaklega fram við Turnbull að símtal hans við Vladimír Pútin, forseta Rússlands, hafi gengið mun betur. „Símtalið við Pútín var notalegt. Þetta er fáránlegt,“ sagði Trump sem batt síðar snögglega enda á símtalið.Malcolm Turnbull fékk að heyra það frá Trump Bandaríkjaforseta.Vísir/Getty„Ég lofa þér að þetta er vont fólk“ Hér fyrir neðan eru nokkrar áhugaverðar tilvitnanir í Trump úr símtölum hans við Turnbull og Peña Nieto. Um fjármögnun landamæraveggsins:„Ég verð að láta Mexíkó borga fyrir vegginn, ég verð. Ég er búinn að tala um það yfir tveggja ára tímabil.“ Um fíkniefnasmygl frá Mexíkó til Bandaríkjanna:„Við erum með meiriháttar fíkniefnavandamál þar sem krakkar eru að ánetjast fíkniefnum vegna þess að þau eru seld ódýrar en nammi. Ég vann í New Hampshire vegna þess að New Hampshire er dópgreni.“ Um harða innflytjendastefnu Turnbull en Ástralar banna flóttamönnum á bátum að koma til meginlandsins:„Þú ert verri en ég.“ Um flóttamenn sem er haldið í fangabúðum utan Ástralíu:„Mér er meinilla við að taka við þessu fólki. Ég lofa þér því að þetta er vont fólk. Þess vegna er það í fangelsi núna. Þetta verður ekki yndislegt fólk sem fara að vinna fyrir mjólkurfólk.“
Donald Trump Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent