Deildu um Frelsisstyttuna í Hvíta húsinu Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2017 10:47 Stephen MIller, ráðgjafi Donald Trump. Vísir/GETTY Frelsisstytta Bandaríkjanna varð að deiluefni í Hvíta húsinu í gær, eftir að Donald Trump, forseti, kynnti nýtt frumvarp sem gerbreyta á innflytjendalögum ríkisins og byggja þau á hæfnismati innflytjenda. Fækka á löglegum innflytjendum verulega og koma upp stigakerfi sem byggir á innflytjendakerfum Ástralíu og Kanada. Kerfið mun byggja á stigum, þar sem þeir sem vilja flytja til Bandaríkjanna fá stig fyrir enskukunnáttu, menntunarstig og starfskunnáttu, svo eitthvað sé nefnt. Blaðamaðurinn Jim Acosta spurði Stephen Miller, ráðgjafa Trump, út í áletrun á Frelsisstyttunni þar sem innflytjendur og aðrir eru boðnir velkomnir. Sagði hann að þar væri talað um fátækt og þrett fólk, en hvergi væri minnst á ensku. Miller sagði áletruninni hafa verið bætt við styttuna eftir að hún var byggð. Þeir deildu þó meira og Acosta spurði hvort að eingöngu ætti að hleypa inn fólki frá Bretlandi og Ástralíu. Við það móðgaðist Miller verulega fyrir hönd innflytjenda frá öðrum löndum, sem tala þrátt fyrir það ensku. Sjá má samskipti þeirra hér að neðan. Þegar Trump kynnti frumvarpið í gær sagði hann að Bandaríkin hefðu um áratugaskeið rekið innflytjendastefnu sem miðaði við að bjóða ómenntuðu láglaunafólki ríkisborgararétt. Staðreyndin er hins vegar sú að innflytjendur í Bandaríkjunum eru líklegri til þess að vera með betri menntun en Bandaríkjamenn.AP fréttaveitan bendir á rannsókn Pew rannsóknarmiðstöðvarinnar frá árinu 2015. Þar kom fram að af innflytjendum síðustu fimm ára voru 41 prósent þeirra með háskólapróf. Um 30 prósent heimamanna eru með slíka menntun. Um 18 prósent innflytjenda höfðu lokið framhaldsnámi, sem einnig er mun hærra hlutfall en meðal innfæddra Bandaríkjamanna. Donald Trump Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Sjá meira
Frelsisstytta Bandaríkjanna varð að deiluefni í Hvíta húsinu í gær, eftir að Donald Trump, forseti, kynnti nýtt frumvarp sem gerbreyta á innflytjendalögum ríkisins og byggja þau á hæfnismati innflytjenda. Fækka á löglegum innflytjendum verulega og koma upp stigakerfi sem byggir á innflytjendakerfum Ástralíu og Kanada. Kerfið mun byggja á stigum, þar sem þeir sem vilja flytja til Bandaríkjanna fá stig fyrir enskukunnáttu, menntunarstig og starfskunnáttu, svo eitthvað sé nefnt. Blaðamaðurinn Jim Acosta spurði Stephen Miller, ráðgjafa Trump, út í áletrun á Frelsisstyttunni þar sem innflytjendur og aðrir eru boðnir velkomnir. Sagði hann að þar væri talað um fátækt og þrett fólk, en hvergi væri minnst á ensku. Miller sagði áletruninni hafa verið bætt við styttuna eftir að hún var byggð. Þeir deildu þó meira og Acosta spurði hvort að eingöngu ætti að hleypa inn fólki frá Bretlandi og Ástralíu. Við það móðgaðist Miller verulega fyrir hönd innflytjenda frá öðrum löndum, sem tala þrátt fyrir það ensku. Sjá má samskipti þeirra hér að neðan. Þegar Trump kynnti frumvarpið í gær sagði hann að Bandaríkin hefðu um áratugaskeið rekið innflytjendastefnu sem miðaði við að bjóða ómenntuðu láglaunafólki ríkisborgararétt. Staðreyndin er hins vegar sú að innflytjendur í Bandaríkjunum eru líklegri til þess að vera með betri menntun en Bandaríkjamenn.AP fréttaveitan bendir á rannsókn Pew rannsóknarmiðstöðvarinnar frá árinu 2015. Þar kom fram að af innflytjendum síðustu fimm ára voru 41 prósent þeirra með háskólapróf. Um 30 prósent heimamanna eru með slíka menntun. Um 18 prósent innflytjenda höfðu lokið framhaldsnámi, sem einnig er mun hærra hlutfall en meðal innfæddra Bandaríkjamanna.
Donald Trump Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Sjá meira