Deildu um Frelsisstyttuna í Hvíta húsinu Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2017 10:47 Stephen MIller, ráðgjafi Donald Trump. Vísir/GETTY Frelsisstytta Bandaríkjanna varð að deiluefni í Hvíta húsinu í gær, eftir að Donald Trump, forseti, kynnti nýtt frumvarp sem gerbreyta á innflytjendalögum ríkisins og byggja þau á hæfnismati innflytjenda. Fækka á löglegum innflytjendum verulega og koma upp stigakerfi sem byggir á innflytjendakerfum Ástralíu og Kanada. Kerfið mun byggja á stigum, þar sem þeir sem vilja flytja til Bandaríkjanna fá stig fyrir enskukunnáttu, menntunarstig og starfskunnáttu, svo eitthvað sé nefnt. Blaðamaðurinn Jim Acosta spurði Stephen Miller, ráðgjafa Trump, út í áletrun á Frelsisstyttunni þar sem innflytjendur og aðrir eru boðnir velkomnir. Sagði hann að þar væri talað um fátækt og þrett fólk, en hvergi væri minnst á ensku. Miller sagði áletruninni hafa verið bætt við styttuna eftir að hún var byggð. Þeir deildu þó meira og Acosta spurði hvort að eingöngu ætti að hleypa inn fólki frá Bretlandi og Ástralíu. Við það móðgaðist Miller verulega fyrir hönd innflytjenda frá öðrum löndum, sem tala þrátt fyrir það ensku. Sjá má samskipti þeirra hér að neðan. Þegar Trump kynnti frumvarpið í gær sagði hann að Bandaríkin hefðu um áratugaskeið rekið innflytjendastefnu sem miðaði við að bjóða ómenntuðu láglaunafólki ríkisborgararétt. Staðreyndin er hins vegar sú að innflytjendur í Bandaríkjunum eru líklegri til þess að vera með betri menntun en Bandaríkjamenn.AP fréttaveitan bendir á rannsókn Pew rannsóknarmiðstöðvarinnar frá árinu 2015. Þar kom fram að af innflytjendum síðustu fimm ára voru 41 prósent þeirra með háskólapróf. Um 30 prósent heimamanna eru með slíka menntun. Um 18 prósent innflytjenda höfðu lokið framhaldsnámi, sem einnig er mun hærra hlutfall en meðal innfæddra Bandaríkjamanna. Donald Trump Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Frelsisstytta Bandaríkjanna varð að deiluefni í Hvíta húsinu í gær, eftir að Donald Trump, forseti, kynnti nýtt frumvarp sem gerbreyta á innflytjendalögum ríkisins og byggja þau á hæfnismati innflytjenda. Fækka á löglegum innflytjendum verulega og koma upp stigakerfi sem byggir á innflytjendakerfum Ástralíu og Kanada. Kerfið mun byggja á stigum, þar sem þeir sem vilja flytja til Bandaríkjanna fá stig fyrir enskukunnáttu, menntunarstig og starfskunnáttu, svo eitthvað sé nefnt. Blaðamaðurinn Jim Acosta spurði Stephen Miller, ráðgjafa Trump, út í áletrun á Frelsisstyttunni þar sem innflytjendur og aðrir eru boðnir velkomnir. Sagði hann að þar væri talað um fátækt og þrett fólk, en hvergi væri minnst á ensku. Miller sagði áletruninni hafa verið bætt við styttuna eftir að hún var byggð. Þeir deildu þó meira og Acosta spurði hvort að eingöngu ætti að hleypa inn fólki frá Bretlandi og Ástralíu. Við það móðgaðist Miller verulega fyrir hönd innflytjenda frá öðrum löndum, sem tala þrátt fyrir það ensku. Sjá má samskipti þeirra hér að neðan. Þegar Trump kynnti frumvarpið í gær sagði hann að Bandaríkin hefðu um áratugaskeið rekið innflytjendastefnu sem miðaði við að bjóða ómenntuðu láglaunafólki ríkisborgararétt. Staðreyndin er hins vegar sú að innflytjendur í Bandaríkjunum eru líklegri til þess að vera með betri menntun en Bandaríkjamenn.AP fréttaveitan bendir á rannsókn Pew rannsóknarmiðstöðvarinnar frá árinu 2015. Þar kom fram að af innflytjendum síðustu fimm ára voru 41 prósent þeirra með háskólapróf. Um 30 prósent heimamanna eru með slíka menntun. Um 18 prósent innflytjenda höfðu lokið framhaldsnámi, sem einnig er mun hærra hlutfall en meðal innfæddra Bandaríkjamanna.
Donald Trump Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira