Katrín Tanja: Silfurmedalían er alltaf með í æfingatöskunni en gullpeningarnir eru ofan í kassa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2017 09:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir. Mynd/CrossFit/Road to the Games Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur í dag titilvörn sína á heimsleikunum í crossfit en keppni hefst þá í Madison í Wisconsin-fylki og nýr sigurvegari verður síðan krýndur um Verslunarmannahelgina. Katrín Tanja hefur unnið heimsleikana tvö ár í röð og getur orðið sú fyrsta í sögunni sem vinnur þrjú ár í röð. Athygli vakti að Katrín Tanja varð í öðru sæti í svæðakeppninni en hún keppti í East Regional í maímánuði og varð þá að sætta sig við annað sætið á eftir hinni kanadísku Carol-Ann Reason-Thibault. Reason-Thibault fékk þrettán fleiri stig en sú íslenska en þar munaði miklu um næstsíðustu greinina þar sem Katrín Tanja náði aðeins 10. sæti og var næstum því þremur mínútum á eftir Carol-Ann. Katrín Tanja var samt örugg áfram á sjálfa heimsleikana en það kom þó mörgum á óvart að hún næði ekki að vinna svæðakeppnina sína. Katrín ræddi þetta í innslagi á vegum Crossfit-samtakanna þar sem þær fjórar bestu á heimsleikunum í fyrra voru heimsóttar. „Ég er alltaf með þennan silfurpening í æfingatöskunni minni. Gullverðlaunapeningarnir mínir eru einhversstaðar ofan í kassa en ég alltaf með silfurmedalíuna hjá mér,“ sagði Katrín Tanja „Það hafa allir gott af því að tapa. Þetta var gott fyrir mig á þessum tíma. Ég er ekki ósigrandi. Þetta tap kveikti í mér og ég þurfti á því að halda,“ sagði Katrín Tanja en það má sjá þetta í myndbandinu hér fyrir neðan. Katrín Tanja ræðir um tapið og silfurmedalíuna eftir um 18:20 mínútur af myndbandinu hér fyrir neðan. CrossFit Tengdar fréttir Sara syngur um "Tiny Dancer“ og talar um crossfit ferilinn sinn | Myndbönd Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir verður heldur betur í sviðsljósinu næstu daga þegar heimsleikarnir í Crossfit fara fram í Madison í Wisconsin-fylki. Keppnin hefst á morgun og stendur næstu fjóra daga. 2. ágúst 2017 13:32 Katrín Tanja og Sara sýna hvar þær æfðu fyrir heimsleikana í Crossfit | Myndband Heimsleikarnir í crossfit hefjast á morgun og í aðdraganda keppninnar var vel fylgst með þeim keppendum sem enduðu í efstu sætunum á heimsleikunum í fyrra. 2. ágúst 2017 16:00 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur í dag titilvörn sína á heimsleikunum í crossfit en keppni hefst þá í Madison í Wisconsin-fylki og nýr sigurvegari verður síðan krýndur um Verslunarmannahelgina. Katrín Tanja hefur unnið heimsleikana tvö ár í röð og getur orðið sú fyrsta í sögunni sem vinnur þrjú ár í röð. Athygli vakti að Katrín Tanja varð í öðru sæti í svæðakeppninni en hún keppti í East Regional í maímánuði og varð þá að sætta sig við annað sætið á eftir hinni kanadísku Carol-Ann Reason-Thibault. Reason-Thibault fékk þrettán fleiri stig en sú íslenska en þar munaði miklu um næstsíðustu greinina þar sem Katrín Tanja náði aðeins 10. sæti og var næstum því þremur mínútum á eftir Carol-Ann. Katrín Tanja var samt örugg áfram á sjálfa heimsleikana en það kom þó mörgum á óvart að hún næði ekki að vinna svæðakeppnina sína. Katrín ræddi þetta í innslagi á vegum Crossfit-samtakanna þar sem þær fjórar bestu á heimsleikunum í fyrra voru heimsóttar. „Ég er alltaf með þennan silfurpening í æfingatöskunni minni. Gullverðlaunapeningarnir mínir eru einhversstaðar ofan í kassa en ég alltaf með silfurmedalíuna hjá mér,“ sagði Katrín Tanja „Það hafa allir gott af því að tapa. Þetta var gott fyrir mig á þessum tíma. Ég er ekki ósigrandi. Þetta tap kveikti í mér og ég þurfti á því að halda,“ sagði Katrín Tanja en það má sjá þetta í myndbandinu hér fyrir neðan. Katrín Tanja ræðir um tapið og silfurmedalíuna eftir um 18:20 mínútur af myndbandinu hér fyrir neðan.
CrossFit Tengdar fréttir Sara syngur um "Tiny Dancer“ og talar um crossfit ferilinn sinn | Myndbönd Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir verður heldur betur í sviðsljósinu næstu daga þegar heimsleikarnir í Crossfit fara fram í Madison í Wisconsin-fylki. Keppnin hefst á morgun og stendur næstu fjóra daga. 2. ágúst 2017 13:32 Katrín Tanja og Sara sýna hvar þær æfðu fyrir heimsleikana í Crossfit | Myndband Heimsleikarnir í crossfit hefjast á morgun og í aðdraganda keppninnar var vel fylgst með þeim keppendum sem enduðu í efstu sætunum á heimsleikunum í fyrra. 2. ágúst 2017 16:00 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Sara syngur um "Tiny Dancer“ og talar um crossfit ferilinn sinn | Myndbönd Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir verður heldur betur í sviðsljósinu næstu daga þegar heimsleikarnir í Crossfit fara fram í Madison í Wisconsin-fylki. Keppnin hefst á morgun og stendur næstu fjóra daga. 2. ágúst 2017 13:32
Katrín Tanja og Sara sýna hvar þær æfðu fyrir heimsleikana í Crossfit | Myndband Heimsleikarnir í crossfit hefjast á morgun og í aðdraganda keppninnar var vel fylgst með þeim keppendum sem enduðu í efstu sætunum á heimsleikunum í fyrra. 2. ágúst 2017 16:00