Að fara illa með dýr í friði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. ágúst 2017 06:00 Á dögunum kærði Matvælastofnun ferðamenn til lögreglu. Mennirnir liggja undir grun um að hafa misþyrmt austfirsku lambi og aflífað það að því loknu. Málið kom upp fyrir mánuði en sagt var frá kæru MAST fyrir tveimur vikum. Um sekt ferðamannanna eða atvik málsins skal ekki fullyrt enda var undirritaður víðsfjarri þegar atburðurinn átti sér stað. Það sætir hins vegar tíðindum að múkk heyrist frá stofnuninni um dýraníð. Reglulega fær fjölmiðlafólk ábendingar um að dýr einhvers staðar hafi sætt illri meðferð. Stundum er um einstök tilfelli að ræða en stundum langvarandi ástand. Næsta skref er að snúa sér að MAST og spyrja um skýrslur og aðfinnslur sem stofnunin gæti hafa gert. Svörin þaðan eru hins vegar sjaldnast nokkur. Brúneggjamálið, sem komst í hámæli á síðasta ári, hefði til að mynda aldrei komist í dagsljósið hefðu eigendur fuglanna haft vit á því að skrá reksturinn á eigin kennitölu en ekki haft hann undir fyrirtækinu. Aðgangi að gögnum, skýrslum og aðfinnslum, er hins vegar hafnað ef einstaklingur stendur að rekstrinum. Þessi túlkun MAST á upplýsingalögunum hefur verið staðfest hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Fyrir nefndinni hefur stofnunin meðal annars fært þau rök fyrir synjun á gögnunum að afskipti stofnunarinnar skýrist oft af „vandamálum vegna heilsubrests eða áfengis- og vímuefnanotkunar“. Með öðrum orðum, þú mátt halda dýr í friði þó þú sért ófær um það, svo lengi sem þú tryggir að það sért þú sem gerir það en ekki fyrirtæki þitt. Hvort litur vegabréfs manns hefur áhrif á þennan rétt skal ósagt látið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóhann Óli Eiðsson Brúneggjamálið Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun
Á dögunum kærði Matvælastofnun ferðamenn til lögreglu. Mennirnir liggja undir grun um að hafa misþyrmt austfirsku lambi og aflífað það að því loknu. Málið kom upp fyrir mánuði en sagt var frá kæru MAST fyrir tveimur vikum. Um sekt ferðamannanna eða atvik málsins skal ekki fullyrt enda var undirritaður víðsfjarri þegar atburðurinn átti sér stað. Það sætir hins vegar tíðindum að múkk heyrist frá stofnuninni um dýraníð. Reglulega fær fjölmiðlafólk ábendingar um að dýr einhvers staðar hafi sætt illri meðferð. Stundum er um einstök tilfelli að ræða en stundum langvarandi ástand. Næsta skref er að snúa sér að MAST og spyrja um skýrslur og aðfinnslur sem stofnunin gæti hafa gert. Svörin þaðan eru hins vegar sjaldnast nokkur. Brúneggjamálið, sem komst í hámæli á síðasta ári, hefði til að mynda aldrei komist í dagsljósið hefðu eigendur fuglanna haft vit á því að skrá reksturinn á eigin kennitölu en ekki haft hann undir fyrirtækinu. Aðgangi að gögnum, skýrslum og aðfinnslum, er hins vegar hafnað ef einstaklingur stendur að rekstrinum. Þessi túlkun MAST á upplýsingalögunum hefur verið staðfest hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Fyrir nefndinni hefur stofnunin meðal annars fært þau rök fyrir synjun á gögnunum að afskipti stofnunarinnar skýrist oft af „vandamálum vegna heilsubrests eða áfengis- og vímuefnanotkunar“. Með öðrum orðum, þú mátt halda dýr í friði þó þú sért ófær um það, svo lengi sem þú tryggir að það sért þú sem gerir það en ekki fyrirtæki þitt. Hvort litur vegabréfs manns hefur áhrif á þennan rétt skal ósagt látið.