Parísarbúar ætla að nota ÓL 2024 til að lífga við hrörlegasta hluta borgarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2017 18:00 Eiffel-turninn og fáni með merki Ólympíuleikanna. Vísir/Getty Parísarborg mun halda sumarólympíuleikana eftir sjö ár en þá verða liðin hundrað ár síðan að Ólympíuleikarnir fóru síðasta fram í borginni. París ætlar að nota þessa Ólympíuleika til að lífga við hrörlegasta hlut borgarinnar sem er í Seine-Saint-Denis hverfinu. Reuters segir frá. „La Joie est Libre!“ eða „Gleði framundan“ var forsíðuuppslátturinn íþróttablaðinu L'Equipe þegar ljóst var að Los Angeles borg myndi halda leikina 2028 og að París fengi því að halda Ólympíuleikana með hundrað ára millibili. Seine-Saint-Denis hverfið er fátækasti hluti Parísar en hverfið er norður og austur af miðbænum. Þar verða nú byggðar fleiri þúsund af nýjum íbúðum sem og ný sundmiðstöð. Í dag er þetta gráleitt útborgarhverfi sem er með mikið af yfirgefnum verkssmiðjum og þarna er mikil fátækt. Frakkar byggðu knattspyrnuleikvanginn Stade de France í hverfinu fyrir heimsmeistarakeppnina 1998 en hann er sjötti stærsti leikvangur Evrópu. Nú ætla Frakkar að stíga skrefinu lengra og nota þá miklu uppbyggingu sem er krafist af gestgjöfum Ólympíuleika til að taka vel til í höfuðborginni sinni. „Þetta er frábært tækifæri til að sýna að París er stærri en París,“ sagði Stephane Troussel við Reuters en hún er forseti Seine-Saint-Denis. Parísarbúar horfa til leikana í London en þar tókst mjög vel upp að byggja upp hrörleg hverfi í London. Nú ætla Frakkar að byggja upp Ólympíuþorpið í Seine-Saint-Denis og breyta því síðan í 3500 íbúðir eftir leikana. Stade de France verður Ólympíuleikvangurinn á leikunum 2024 og þá mun ný sundlaug verða byggð við hlið hans. Sundið og frjálsarnar fara því fram nánast á sama stað og það verður einnig stutt fyrir íþróttafólkið að fara í Ólympíuþorpið. Keppni mun fara fram út um alla Parísarborg enda nóg til að frábærum íþróttamannvirkjum í borginni. Heildarkostnaður vegna leikanna mun verða um sjö milljarða evra sem þykir ekki mikið í dag fyrir gestgjafa Ólympíuleikanna. Ólympíuleikar Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira
Parísarborg mun halda sumarólympíuleikana eftir sjö ár en þá verða liðin hundrað ár síðan að Ólympíuleikarnir fóru síðasta fram í borginni. París ætlar að nota þessa Ólympíuleika til að lífga við hrörlegasta hlut borgarinnar sem er í Seine-Saint-Denis hverfinu. Reuters segir frá. „La Joie est Libre!“ eða „Gleði framundan“ var forsíðuuppslátturinn íþróttablaðinu L'Equipe þegar ljóst var að Los Angeles borg myndi halda leikina 2028 og að París fengi því að halda Ólympíuleikana með hundrað ára millibili. Seine-Saint-Denis hverfið er fátækasti hluti Parísar en hverfið er norður og austur af miðbænum. Þar verða nú byggðar fleiri þúsund af nýjum íbúðum sem og ný sundmiðstöð. Í dag er þetta gráleitt útborgarhverfi sem er með mikið af yfirgefnum verkssmiðjum og þarna er mikil fátækt. Frakkar byggðu knattspyrnuleikvanginn Stade de France í hverfinu fyrir heimsmeistarakeppnina 1998 en hann er sjötti stærsti leikvangur Evrópu. Nú ætla Frakkar að stíga skrefinu lengra og nota þá miklu uppbyggingu sem er krafist af gestgjöfum Ólympíuleika til að taka vel til í höfuðborginni sinni. „Þetta er frábært tækifæri til að sýna að París er stærri en París,“ sagði Stephane Troussel við Reuters en hún er forseti Seine-Saint-Denis. Parísarbúar horfa til leikana í London en þar tókst mjög vel upp að byggja upp hrörleg hverfi í London. Nú ætla Frakkar að byggja upp Ólympíuþorpið í Seine-Saint-Denis og breyta því síðan í 3500 íbúðir eftir leikana. Stade de France verður Ólympíuleikvangurinn á leikunum 2024 og þá mun ný sundlaug verða byggð við hlið hans. Sundið og frjálsarnar fara því fram nánast á sama stað og það verður einnig stutt fyrir íþróttafólkið að fara í Ólympíuþorpið. Keppni mun fara fram út um alla Parísarborg enda nóg til að frábærum íþróttamannvirkjum í borginni. Heildarkostnaður vegna leikanna mun verða um sjö milljarða evra sem þykir ekki mikið í dag fyrir gestgjafa Ólympíuleikanna.
Ólympíuleikar Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira