Draumkennd stemming á tónleikum í Fríkirkjunni Stefán Þór Hjartarson skrifar 2. ágúst 2017 10:15 Ösp er flutt heim eftir fimm ára búsetu í London. Vísir/GVA Ég var að að gefa út plötu núna í júní og er loksins að fara að halda útgáfutónleika. Þeir verða í kvöld klukkan níu í Fríkirkjunni. Þetta eru lög sem ég hef verið að semja á síðustu svona sjö árum líklega, frá því að ég byrjaði að semja og mestmegnis á meðan ég bjó úti í London. Ég var sem sagt að flytja heim eftir fimm ár þar,“ segir Ösp Eldjárn söngkona, sem heldur nú loks upp á útgáfu plötu sinnar Tales from a poplar tree. Þegar blaðamaður nær á hana er hún á fullu að undirbúa tónleikana sína ásamt Erni Eldjárn bróður sínum, en hann mun spila með henni á tónleikunum ásamt þeim Helgu Ragnarsdóttur, Veleria Pozzo og Þórdísi Gerði Jónsdóttur. „Þetta er þjóðlagaskotið-eitthvað?... við skulum bara kalla þetta draumkennt folk – það er „niche“ hugtak sem ég var að búa til, það er flott. Og þetta verður spilað í bland við ábreiður sem ég og Örn höfum verið að taka í gegnum tíðina. Það verður rosalega „mellow“ stemming,“ segir Ösp en eftir tónleikana heldur hún í litla tónleikaferð um verslunarmannahelgina þar sem hún kemur víða við. „Ítölsk vinkona mín sem ég bjó með í London er að koma í tveggja vikna heimsókn í smá frí. Þannig að ég ákvað að henda í smá tónleikaferð, en hún er fiðluleikari og söngkona sem spilar til dæmis með mér á plötunni. Eftir Fríkirkjuna förum við út á land – fyrst í Havarí í Berufirði og erum þar á fimmtudagskvöldið. Við verðum svo í Mývatnssveit á laugardaginn með tvenna tónleika – klukkan fimm í kirkjunni, sem verður mitt prógramm, og svo klukkan tíu á barnum sem verða þá aðeins hressari tónleikar. Svo síðast er það Ungó, gamla leikhúsið í Dalvík, á sunnudeginum.“ Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni í Reykjavík klukkan tíu í kvöld og má splæsa í miða á tix.is. Plötuna Tales from a poplar tree má síðan kaupa í öllum betri plötubúðum. Tónlist Mest lesið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Ég var að að gefa út plötu núna í júní og er loksins að fara að halda útgáfutónleika. Þeir verða í kvöld klukkan níu í Fríkirkjunni. Þetta eru lög sem ég hef verið að semja á síðustu svona sjö árum líklega, frá því að ég byrjaði að semja og mestmegnis á meðan ég bjó úti í London. Ég var sem sagt að flytja heim eftir fimm ár þar,“ segir Ösp Eldjárn söngkona, sem heldur nú loks upp á útgáfu plötu sinnar Tales from a poplar tree. Þegar blaðamaður nær á hana er hún á fullu að undirbúa tónleikana sína ásamt Erni Eldjárn bróður sínum, en hann mun spila með henni á tónleikunum ásamt þeim Helgu Ragnarsdóttur, Veleria Pozzo og Þórdísi Gerði Jónsdóttur. „Þetta er þjóðlagaskotið-eitthvað?... við skulum bara kalla þetta draumkennt folk – það er „niche“ hugtak sem ég var að búa til, það er flott. Og þetta verður spilað í bland við ábreiður sem ég og Örn höfum verið að taka í gegnum tíðina. Það verður rosalega „mellow“ stemming,“ segir Ösp en eftir tónleikana heldur hún í litla tónleikaferð um verslunarmannahelgina þar sem hún kemur víða við. „Ítölsk vinkona mín sem ég bjó með í London er að koma í tveggja vikna heimsókn í smá frí. Þannig að ég ákvað að henda í smá tónleikaferð, en hún er fiðluleikari og söngkona sem spilar til dæmis með mér á plötunni. Eftir Fríkirkjuna förum við út á land – fyrst í Havarí í Berufirði og erum þar á fimmtudagskvöldið. Við verðum svo í Mývatnssveit á laugardaginn með tvenna tónleika – klukkan fimm í kirkjunni, sem verður mitt prógramm, og svo klukkan tíu á barnum sem verða þá aðeins hressari tónleikar. Svo síðast er það Ungó, gamla leikhúsið í Dalvík, á sunnudeginum.“ Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni í Reykjavík klukkan tíu í kvöld og má splæsa í miða á tix.is. Plötuna Tales from a poplar tree má síðan kaupa í öllum betri plötubúðum.
Tónlist Mest lesið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira