Trump vitnaði til ímyndaðs fjöldamorðs á múslimum eftir Barselóna Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2017 08:03 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vísaði til ímyndaðs fjöldamorðs Bandarísks hershöfðingja á múslimum í Filippseyjum í kjölfar árásarinnar í Barselóna í gær. Samkvæmt mýtunni barðist hershöfðinginn gegn íslamistum með því að nota svínsblóð í fjöldamorði. „Kynnið ykkur hvað Pershing, hershöfðingi Bandaríkjanna, gerði við hryðjuverkamenn sem voru gómaðir. Þar voru engin hryðjuverk íslamista í 35 ár!“ skrifaði forsetinn á Twitter.Study what General Pershing of the United States did to terrorists when caught. There was no more Radical Islamic Terror for 35 years!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 17, 2017 Hvíta húsið vildi ekki útskýra nánar til hvers forsetinn var að vísa til. Trump hefur hins vegar áður vísað til sögusagnar um hershöfðingjann John J. Pershing. Pershing, sem barðist gegn íslamistum í Filippseyjum í byrjun síðustu aldar er sagður hafa safnað saman 50 hryðjuverkamönnum. Þá á hann að hafa skipað mönnum sínum að skjóta 49 þeirra í höfuðið með byssukúlum sem búið var að dífa í svínablóð. Þessum eina sem ekki var skotinn á að hafa verið sagt að segja fólki sínu hvað gerðist. Samkvæmt trúarsetningu múslima eru svín óhrein dýr og er múslimum alfarið meinað að borða kjöt þeirra. Samkvæmt sögusögnunum um Pershing átti þetta að koma í veg fyrir að hryðjuverkamennirnir kæmust til himnaríkis.Vill hafa staðreyndir á hreinu Sagnfræðingar og aðrir sérfræðingar segja þó að ekkert sé til í þessum sögusögnum um Pershing. Ýmsar útgáfur af sögunni hafa verið í dreifingu í Bandaríkjunum frá árásinni á Tvíburaturnana í New York 2001. Í frétt BBC er bent á kaldhæðnina í því að Trump vísi til sögusagna sem hafi fyrir löngu verið afsannaðar í sömu viku og hann sagðist ekki tjá sig um hryðjuverk án þess að hafa kynnt sér allar staðreyndirnar. Þá var hann að tala um árásina í Charlottesville þar sem maður ók inn í hóp fólks um síðustu helgi. Ein kona dó og fjölmargir særðust. Donald Trump Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vísaði til ímyndaðs fjöldamorðs Bandarísks hershöfðingja á múslimum í Filippseyjum í kjölfar árásarinnar í Barselóna í gær. Samkvæmt mýtunni barðist hershöfðinginn gegn íslamistum með því að nota svínsblóð í fjöldamorði. „Kynnið ykkur hvað Pershing, hershöfðingi Bandaríkjanna, gerði við hryðjuverkamenn sem voru gómaðir. Þar voru engin hryðjuverk íslamista í 35 ár!“ skrifaði forsetinn á Twitter.Study what General Pershing of the United States did to terrorists when caught. There was no more Radical Islamic Terror for 35 years!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 17, 2017 Hvíta húsið vildi ekki útskýra nánar til hvers forsetinn var að vísa til. Trump hefur hins vegar áður vísað til sögusagnar um hershöfðingjann John J. Pershing. Pershing, sem barðist gegn íslamistum í Filippseyjum í byrjun síðustu aldar er sagður hafa safnað saman 50 hryðjuverkamönnum. Þá á hann að hafa skipað mönnum sínum að skjóta 49 þeirra í höfuðið með byssukúlum sem búið var að dífa í svínablóð. Þessum eina sem ekki var skotinn á að hafa verið sagt að segja fólki sínu hvað gerðist. Samkvæmt trúarsetningu múslima eru svín óhrein dýr og er múslimum alfarið meinað að borða kjöt þeirra. Samkvæmt sögusögnunum um Pershing átti þetta að koma í veg fyrir að hryðjuverkamennirnir kæmust til himnaríkis.Vill hafa staðreyndir á hreinu Sagnfræðingar og aðrir sérfræðingar segja þó að ekkert sé til í þessum sögusögnum um Pershing. Ýmsar útgáfur af sögunni hafa verið í dreifingu í Bandaríkjunum frá árásinni á Tvíburaturnana í New York 2001. Í frétt BBC er bent á kaldhæðnina í því að Trump vísi til sögusagna sem hafi fyrir löngu verið afsannaðar í sömu viku og hann sagðist ekki tjá sig um hryðjuverk án þess að hafa kynnt sér allar staðreyndirnar. Þá var hann að tala um árásina í Charlottesville þar sem maður ók inn í hóp fólks um síðustu helgi. Ein kona dó og fjölmargir særðust.
Donald Trump Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira