Rússneska íþróttafólkið neitar að skila "skítugu“ medalíunum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2017 22:45 Jessica Ennis-Hill stóð kasólétt á verðlaunapallinum á dögunum þegar hún fékk loksins gullverðlaun sín afhent frá HM 2011. Vísir/Getty Fjölmargir Ólympíumeistarar og heimsmeistarar í frjálsum íþróttum hafa misst titla sína og verðlaun á síðustu misserum eftir að upp komst að þeir höfðu notað ólögleg lyf. Með betri tækni í lyfjaeftirliti hefur verið hægt að skanna nánar og prófa betur sýni íþróttafólksins frá því þegar þau unnu verðlaun á Ólympíuleikum eða heimsmeistaramótum og þá hafa menn uppgötvað að margir heims- og Ólympíumeistarar voru með óhreint mjöl í pokahorninu. Alþjóðafrjálsíþróttasambandið hefur verið í herför gegn ólöglegri lyfjanotkun í frjálsum íþróttum og hafa sem dæmi tekið mjög hart á skipulagðri lyfjanotkun Rússa. Þeir hafa líka reynt að búa til smá sárabót fyrir það íþróttafólk sem var svindlað á. Á nýloknu heimsmeistaramóti í London fengu þannig sextán íþróttamenn afhent verðlaun með viðhöfn. Allt var þetta íþróttafólk sem hafði verið „svindlað“ á þar sem umræddir verðlaunapeningar fóru á sínum tíma um hálsinn á fólki sem hafði notað ólögleg lyf en sloppið í gegnum lyfjapróf á viðkomandi stórmóti. BBC segir hinsvegar frá því að það getur verið erfitt að finna og endurheimta þessa verðlaunapeninga því svindlararnir eru margir ekki til í að skila medalíunum sínum. Alþjóðafrjálsíþróttasambandið setur það í hendur sambands í hverju landi fyrir sig að endurheimta verðlaunapeninganna og það hefur gengið einstaklega illa hjá rússneska frjálsíþróttasambandinu að fá medalíurnar til baka. Svo illa að rússneska frjálsíþróttasambandið hefur aðeins fengið til baka 3 af 24 verðlaunapeningum frá því íþróttafólki sínu sem hefur fallið á síðbúnu lyfjaprófi. BBC fjallar betur um þetta mál hér. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Fjölmargir Ólympíumeistarar og heimsmeistarar í frjálsum íþróttum hafa misst titla sína og verðlaun á síðustu misserum eftir að upp komst að þeir höfðu notað ólögleg lyf. Með betri tækni í lyfjaeftirliti hefur verið hægt að skanna nánar og prófa betur sýni íþróttafólksins frá því þegar þau unnu verðlaun á Ólympíuleikum eða heimsmeistaramótum og þá hafa menn uppgötvað að margir heims- og Ólympíumeistarar voru með óhreint mjöl í pokahorninu. Alþjóðafrjálsíþróttasambandið hefur verið í herför gegn ólöglegri lyfjanotkun í frjálsum íþróttum og hafa sem dæmi tekið mjög hart á skipulagðri lyfjanotkun Rússa. Þeir hafa líka reynt að búa til smá sárabót fyrir það íþróttafólk sem var svindlað á. Á nýloknu heimsmeistaramóti í London fengu þannig sextán íþróttamenn afhent verðlaun með viðhöfn. Allt var þetta íþróttafólk sem hafði verið „svindlað“ á þar sem umræddir verðlaunapeningar fóru á sínum tíma um hálsinn á fólki sem hafði notað ólögleg lyf en sloppið í gegnum lyfjapróf á viðkomandi stórmóti. BBC segir hinsvegar frá því að það getur verið erfitt að finna og endurheimta þessa verðlaunapeninga því svindlararnir eru margir ekki til í að skila medalíunum sínum. Alþjóðafrjálsíþróttasambandið setur það í hendur sambands í hverju landi fyrir sig að endurheimta verðlaunapeninganna og það hefur gengið einstaklega illa hjá rússneska frjálsíþróttasambandinu að fá medalíurnar til baka. Svo illa að rússneska frjálsíþróttasambandið hefur aðeins fengið til baka 3 af 24 verðlaunapeningum frá því íþróttafólki sínu sem hefur fallið á síðbúnu lyfjaprófi. BBC fjallar betur um þetta mál hér.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira