Hryðjuverk í Barcelona: Sendiferðabíl ekið á fólk á Römblunni Atli Ísleifsson, Hulda Hólmkelsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 17. ágúst 2017 15:26 Ramblan í Barcelona. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Afp Sendiferðabíl hefur verið ekið á hóp fólks á Römblunni í Barcelona. Innanríkisráðherra Katalóníu segir að 13 séu látnir og rúmlega 100 særðir, þar af 15 alvarlega. Óttast er að mun fleiri hafi látið lífið. Lögregla segir að um hryðjuverkaárás sé að ræða.Blaðið La Vanguardia greinir frá því að bíllinn hafi stöðvast eftir að hafa verið ekið á sjoppu á mótum Römblunnar og Carrer Bonsucces.Sendiferðabíllinn var af gerðinni Fíat og hvítur að lit. Ökumaður bílsins stakk af frá vettvangi og er enn ófundinn. Lögreglan handtók mann að nafni Driss Oukabir sem talið er að hafi leigt sendiferðabílinn. Þá var annar maður handtekinn á áttunda tímanum, hann hefur ekki verið nafngreindur. Hvorugur þeirra er sagður vera ökumaður bílsins sem notaður var í árásinni.Lögreglan hefur fundið annan bíl sem sagður er hafa notaður við árásina í bænum Vic, 72 kílómetra frá Barcelona.Ökumaður bíls, sem tengdist árásinni ekki á nokkurn hátt, var skotinn til bana eftir að hafa ekið á tvo lögreglumenn í útjaðri borgarinnar. Mikil lögregluaðgerð stendur enn yfir í Barcelona.Fréttir hafa borist um að árásarmennirnir, einn eða fleiri, hafi tekið fólk í gíslingu á veitingastað nærri La Boqueria. Lögreglan í Katalóníu segir ekkert hæft í þeim fréttum.Tilkynning um málið barst lögreglu klukkan 17:05 að staðartíma, eða 15:05 að íslenskum tíma.Búið er að opna Römbluna aftur eftir að hafa verið lokuð í rúmlega 6 klukkustundir. Vegfarendur eru þó beðnir um að hafa varann á og fylgja fyrirmælum lögreglunnar.Íslamska ríkið segir árásarmennina hafa verið á sínum vegum.Fréttin verður uppfærð, en fylgjast má með nýjustu tíðindum af málinu í vaktinni að neðan.
Sendiferðabíl hefur verið ekið á hóp fólks á Römblunni í Barcelona. Innanríkisráðherra Katalóníu segir að 13 séu látnir og rúmlega 100 særðir, þar af 15 alvarlega. Óttast er að mun fleiri hafi látið lífið. Lögregla segir að um hryðjuverkaárás sé að ræða.Blaðið La Vanguardia greinir frá því að bíllinn hafi stöðvast eftir að hafa verið ekið á sjoppu á mótum Römblunnar og Carrer Bonsucces.Sendiferðabíllinn var af gerðinni Fíat og hvítur að lit. Ökumaður bílsins stakk af frá vettvangi og er enn ófundinn. Lögreglan handtók mann að nafni Driss Oukabir sem talið er að hafi leigt sendiferðabílinn. Þá var annar maður handtekinn á áttunda tímanum, hann hefur ekki verið nafngreindur. Hvorugur þeirra er sagður vera ökumaður bílsins sem notaður var í árásinni.Lögreglan hefur fundið annan bíl sem sagður er hafa notaður við árásina í bænum Vic, 72 kílómetra frá Barcelona.Ökumaður bíls, sem tengdist árásinni ekki á nokkurn hátt, var skotinn til bana eftir að hafa ekið á tvo lögreglumenn í útjaðri borgarinnar. Mikil lögregluaðgerð stendur enn yfir í Barcelona.Fréttir hafa borist um að árásarmennirnir, einn eða fleiri, hafi tekið fólk í gíslingu á veitingastað nærri La Boqueria. Lögreglan í Katalóníu segir ekkert hæft í þeim fréttum.Tilkynning um málið barst lögreglu klukkan 17:05 að staðartíma, eða 15:05 að íslenskum tíma.Búið er að opna Römbluna aftur eftir að hafa verið lokuð í rúmlega 6 klukkustundir. Vegfarendur eru þó beðnir um að hafa varann á og fylgja fyrirmælum lögreglunnar.Íslamska ríkið segir árásarmennina hafa verið á sínum vegum.Fréttin verður uppfærð, en fylgjast má með nýjustu tíðindum af málinu í vaktinni að neðan.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira