Umfjöllun og viðtöl: FH - Braga 1-2 | Nánast útilokað verkefni framundan Stefán Árni Pálsson skrifar 17. ágúst 2017 21:45 Atli Guðnason í leiknum í kvöld. Vísir/Anton FH tapaði fyrir SC Braga, 2-1, í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld en leikurinn fór fram á Kaplakrikavelli. Halldór Orri Björnsson kom FH yfir fyrri hálfleiknum en gestirnir náðu að skora tvö mörk í þeim síðari og niðurstaðan tap hjá Íslandsmeisturunum.Anton Brink, ljósmyndari Visis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Kaplakrika í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir neðan. Leikurinn hófst heldur rólega og voru liðin töluvert lengi að finna taktinn. Leikmenn Braga voru ívið betri á upphafsmínútum leiksins og voru að skapa sér nokkur hálffæri. FH-ingar voru samt sem áður ágætir og voru greinilega vel skipulagði. Undir lok fyrri hálfleiksins skipti Steven Lennon yfir á Halldór Orra Björnsson og það frá hægri til vinstri. Halldór tók við boltanum, lagði hann fyrir sig á hægri og þrumaði honum í samskeytin, algjörlega óverjandi fyrir Matheus í markinu. Staðan var því 1-0 fyrir FH í hálfleik. Gestirnir byrjuðu síðari hálfleikinn mikið mun betur og héldu boltanum mjög vel. Eftir að korter var liðinn af síðari hálfleiknum var Paulinho búinn að jafna metin fyrir Braga. Hann slapp einn í gegn eftir slæm varnarmistök hjá Kassim Doumbia. Færið var mjög þröngt og Gunnar Nielsen hefði í raun átt að verja þetta skot. Útivallarmark Braga komið og ekki góð staða fyrir FH. Útlitið batnaði ekki tíu mínútum fyrir leikslok þegar Nikola Stoiljković kom gestunum í 2-1. Svo fór að lokum að Braga vann eins marks sigur og fer liðið að auki með tvö mörk skoruð á útivöll inn í næsta leik. Liðin mætast síðan aftur úti í Portúgal eftir viku og þá kemur í ljós hvort liðið fari í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. FH þarf kraftaverk.FH-ingar fagna marki Halldór Orra Björnssonar. Vísir/AntonHeimir: Getum leyft okkur svona mistök í Pepsi-deildinni en ekki hér „Mér fannst spilamennskan virkilega góð á löngum köflum í þessum leik,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Ef maður er samt sem áður sofandi og gerir mistök á móti svona liði þá kostar það. Við getum kannski leyft okkur að gera svona mistök í Pepsi-deildinni en það gengur ekki í svona leik.“ Heimir segir að möguleikar liðsins um að komast áfram séu í raun sáralitlir. „Þetta verður rosalega erfitt og það er mjög svekkjandi að leikmennirnir fái ekki meira út úr þessum leik, miðað við hvað þeir lögðu á sig í kvöld."Halldór Orri Björnsson fagnar marki sínu.Vísir/AntonHalldór: Gaman að skora svona mark en glatað að fá ekkert út úr þessu „Þetta var bara virkilega ljúf tilfinning, ég náði að tékka boltann inn og smellhitti hann,“ segir Halldór Orri Björnsson, sem skoraði algjört draumamark í kvöld. „Það var gaman að sjá boltann í netið en það er samt virkilega svekkjandi að það telji ekki meira.“ Halldór segir að mörkin sem þeir fengu á sig hafi bæði verið keimlík. „Við erum að missa boltann á mjög hættulegum stað hægra megin á vellinum og þeir nýta sér það. Það var kannski spurning hvort það hefði verið brotið á Emil í seinna markinu." Halldór segist ekki sjá mikinn gæðamun á þessum liðum. „Mér fannst við í raun alveg vera með þá á tímabili og fengum í raun fleiri færi en þeir. Þetta var bara hörkuleikur sem er virkilega svekkjandi að hafa tapað.“ Hann segir að FH liðið hafi núna engu að tapa og mæti bara afslappaðir í næsta leik. „Það er allt hægt í fótbolta og við erum alls ekkert að fara gefast eitthvað upp, það kemur ekki til greina.“Vísir/AntonVísir/AntonVísir/AntonVísir/AntonVísir/AntonVísir/Anton Evrópudeild UEFA
FH tapaði fyrir SC Braga, 2-1, í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld en leikurinn fór fram á Kaplakrikavelli. Halldór Orri Björnsson kom FH yfir fyrri hálfleiknum en gestirnir náðu að skora tvö mörk í þeim síðari og niðurstaðan tap hjá Íslandsmeisturunum.Anton Brink, ljósmyndari Visis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Kaplakrika í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir neðan. Leikurinn hófst heldur rólega og voru liðin töluvert lengi að finna taktinn. Leikmenn Braga voru ívið betri á upphafsmínútum leiksins og voru að skapa sér nokkur hálffæri. FH-ingar voru samt sem áður ágætir og voru greinilega vel skipulagði. Undir lok fyrri hálfleiksins skipti Steven Lennon yfir á Halldór Orra Björnsson og það frá hægri til vinstri. Halldór tók við boltanum, lagði hann fyrir sig á hægri og þrumaði honum í samskeytin, algjörlega óverjandi fyrir Matheus í markinu. Staðan var því 1-0 fyrir FH í hálfleik. Gestirnir byrjuðu síðari hálfleikinn mikið mun betur og héldu boltanum mjög vel. Eftir að korter var liðinn af síðari hálfleiknum var Paulinho búinn að jafna metin fyrir Braga. Hann slapp einn í gegn eftir slæm varnarmistök hjá Kassim Doumbia. Færið var mjög þröngt og Gunnar Nielsen hefði í raun átt að verja þetta skot. Útivallarmark Braga komið og ekki góð staða fyrir FH. Útlitið batnaði ekki tíu mínútum fyrir leikslok þegar Nikola Stoiljković kom gestunum í 2-1. Svo fór að lokum að Braga vann eins marks sigur og fer liðið að auki með tvö mörk skoruð á útivöll inn í næsta leik. Liðin mætast síðan aftur úti í Portúgal eftir viku og þá kemur í ljós hvort liðið fari í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. FH þarf kraftaverk.FH-ingar fagna marki Halldór Orra Björnssonar. Vísir/AntonHeimir: Getum leyft okkur svona mistök í Pepsi-deildinni en ekki hér „Mér fannst spilamennskan virkilega góð á löngum köflum í þessum leik,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Ef maður er samt sem áður sofandi og gerir mistök á móti svona liði þá kostar það. Við getum kannski leyft okkur að gera svona mistök í Pepsi-deildinni en það gengur ekki í svona leik.“ Heimir segir að möguleikar liðsins um að komast áfram séu í raun sáralitlir. „Þetta verður rosalega erfitt og það er mjög svekkjandi að leikmennirnir fái ekki meira út úr þessum leik, miðað við hvað þeir lögðu á sig í kvöld."Halldór Orri Björnsson fagnar marki sínu.Vísir/AntonHalldór: Gaman að skora svona mark en glatað að fá ekkert út úr þessu „Þetta var bara virkilega ljúf tilfinning, ég náði að tékka boltann inn og smellhitti hann,“ segir Halldór Orri Björnsson, sem skoraði algjört draumamark í kvöld. „Það var gaman að sjá boltann í netið en það er samt virkilega svekkjandi að það telji ekki meira.“ Halldór segir að mörkin sem þeir fengu á sig hafi bæði verið keimlík. „Við erum að missa boltann á mjög hættulegum stað hægra megin á vellinum og þeir nýta sér það. Það var kannski spurning hvort það hefði verið brotið á Emil í seinna markinu." Halldór segist ekki sjá mikinn gæðamun á þessum liðum. „Mér fannst við í raun alveg vera með þá á tímabili og fengum í raun fleiri færi en þeir. Þetta var bara hörkuleikur sem er virkilega svekkjandi að hafa tapað.“ Hann segir að FH liðið hafi núna engu að tapa og mæti bara afslappaðir í næsta leik. „Það er allt hægt í fótbolta og við erum alls ekkert að fara gefast eitthvað upp, það kemur ekki til greina.“Vísir/AntonVísir/AntonVísir/AntonVísir/AntonVísir/AntonVísir/Anton
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti