Lítið sem ekkert gert til að græða sár Repúblikana Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Donald Trump og Paul Ryan eru ekki alltaf sáttir hvor við annan. Nordicphotos/AFP Háttsettir Repúblikanar í Bandaríkjunum brugðust foxillir við því í gær að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekaði á þriðjudag að jafnt öfgaþjóðernissinnar og þeir sem mótmæltu þeim bæru ábyrgð á ofbeldinu í Charlottesville í Virginíu í lok síðustu viku. Sagði Paul Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar, deginum ljósara að öfgaþjóðernishyggja væri siðferðislega röng og óboðleg. „Herra forseti, þú getur ekki leyft öfgaþjóðernissinnum að eiga bara hluta af sökinni. Þeir styðja hugmyndafræði sem hefur kostað þjóðina og heiminn afar miklar þjáningar,“ sagði Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, í gær. John McCain öldungadeildarþingmaður tók í sama streng. „Það er ekki hægt að setja rasista og Bandaríkjamenn sem standa gegn hatri á sama stall,“ tísti McCain í gær. Trump sagði á þriðjudaginn að öfgamennirnir, oft kallaðir „alt-right“ eða hitt hægrið, bæru jafn mikla ábyrgð og þeir sem Trump vildi kalla hitt vinstrið. Á mánudag hafði Trump hins vegar sagt með beinum hætti að boðskapur hins hægrisins væri ekki í takt við bandarísk gildi, kynþáttahatur væri af hinu illa.Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður.vísir/EPAÁtökin brutust út eftir að hitt hægrið ákvað að mótmæla því að stytta af hershöfðingja Suðurríkjanna frá því í þrælastríðinu, Robert E. Lee, yrði tekin niður. Fjölmargir reiddust mótmælendum hins hægrisins sem gengu um götur Charlottesville og heilsuðu margir hverjir að nasistasið. Trump sagði hins vegar á þriðjudag að það væri allt eins hægt að taka niður styttur af forsetum á borð við Thomas Jefferson, sem hefði átt þræla. Urðu ummæli forsetans ekki til þess að brúa þá gjá sem hefur myndast á milli forsetans og rótgróinna flokksmanna. Gjá sem tók að myndast í raun um leið og Donald Trump tilkynnti um forsetaframboð sitt í fyrra og sagði mexíkóska ríkið senda nauðgara, morðingja og aðra glæpamenn til Bandaríkjanna. Í kjölfarið reiddust Repúblikanar mjög þegar hann sagði að McCain, sem var tekinn til fanga í Víetnamstríðinu, væri engin stríðshetja. Sem og þegar Trump hótaði því að tala illa um eiginkonu mótframbjóðanda síns og öldungadeildarþingmannsins Teds Cruz, þegar upptöku af Trump að tala um að grípa í klof kvenna var lekið, þegar hann rak alríkislögreglustjórann James Comey, þegar hann tilkynnti fyrst um að banna skyldi komu allra múslima til Bandaríkjanna. Þessi listi er þó ekki tæmandi. En Repúblikanar hafa ekki bara reiðst Trump, forsetinn hefur sjálfur verið harðorður um báða þingflokka repúblikana. Hefur hann meðal annars gagnrýnt þá harðlega fyrir að samþykkja ekki ný sjúkratryggingalög. Ósætti háttsettra Repúblikana og forsetans er því ekki nýtt af nálinni og virðist lítið hafa verið gert til að græða sárin á samskiptum Trumps og þingmanna. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Sjá meira
Háttsettir Repúblikanar í Bandaríkjunum brugðust foxillir við því í gær að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekaði á þriðjudag að jafnt öfgaþjóðernissinnar og þeir sem mótmæltu þeim bæru ábyrgð á ofbeldinu í Charlottesville í Virginíu í lok síðustu viku. Sagði Paul Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar, deginum ljósara að öfgaþjóðernishyggja væri siðferðislega röng og óboðleg. „Herra forseti, þú getur ekki leyft öfgaþjóðernissinnum að eiga bara hluta af sökinni. Þeir styðja hugmyndafræði sem hefur kostað þjóðina og heiminn afar miklar þjáningar,“ sagði Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, í gær. John McCain öldungadeildarþingmaður tók í sama streng. „Það er ekki hægt að setja rasista og Bandaríkjamenn sem standa gegn hatri á sama stall,“ tísti McCain í gær. Trump sagði á þriðjudaginn að öfgamennirnir, oft kallaðir „alt-right“ eða hitt hægrið, bæru jafn mikla ábyrgð og þeir sem Trump vildi kalla hitt vinstrið. Á mánudag hafði Trump hins vegar sagt með beinum hætti að boðskapur hins hægrisins væri ekki í takt við bandarísk gildi, kynþáttahatur væri af hinu illa.Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður.vísir/EPAÁtökin brutust út eftir að hitt hægrið ákvað að mótmæla því að stytta af hershöfðingja Suðurríkjanna frá því í þrælastríðinu, Robert E. Lee, yrði tekin niður. Fjölmargir reiddust mótmælendum hins hægrisins sem gengu um götur Charlottesville og heilsuðu margir hverjir að nasistasið. Trump sagði hins vegar á þriðjudag að það væri allt eins hægt að taka niður styttur af forsetum á borð við Thomas Jefferson, sem hefði átt þræla. Urðu ummæli forsetans ekki til þess að brúa þá gjá sem hefur myndast á milli forsetans og rótgróinna flokksmanna. Gjá sem tók að myndast í raun um leið og Donald Trump tilkynnti um forsetaframboð sitt í fyrra og sagði mexíkóska ríkið senda nauðgara, morðingja og aðra glæpamenn til Bandaríkjanna. Í kjölfarið reiddust Repúblikanar mjög þegar hann sagði að McCain, sem var tekinn til fanga í Víetnamstríðinu, væri engin stríðshetja. Sem og þegar Trump hótaði því að tala illa um eiginkonu mótframbjóðanda síns og öldungadeildarþingmannsins Teds Cruz, þegar upptöku af Trump að tala um að grípa í klof kvenna var lekið, þegar hann rak alríkislögreglustjórann James Comey, þegar hann tilkynnti fyrst um að banna skyldi komu allra múslima til Bandaríkjanna. Þessi listi er þó ekki tæmandi. En Repúblikanar hafa ekki bara reiðst Trump, forsetinn hefur sjálfur verið harðorður um báða þingflokka repúblikana. Hefur hann meðal annars gagnrýnt þá harðlega fyrir að samþykkja ekki ný sjúkratryggingalög. Ósætti háttsettra Repúblikana og forsetans er því ekki nýtt af nálinni og virðist lítið hafa verið gert til að græða sárin á samskiptum Trumps og þingmanna.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent