Fox deildi myndbandi um hvernig ætti að keyra á mótmælendur Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2017 11:26 Myndbandi Daily Caller fylgdi kaldhæðinn texti um að mótmælendur ættu alltaf að líta til beggja hliða áður en þeir lokuðu götum. Skjáskot/Daily Caller Vefsíða Fox News, íhaldssömu sjónvarpsstöðvarinnar, deildi „kennslumyndbandi“ um hvernig ætti að aka bíl á mótmælendur í janúar. Myndbandið var fjarlægt eftir að nýnasisti ók inn í hóp mótmælenda og varð konu að bana um helgina. Myndbandið birtist upphaflega á hægrisíðunni Daily Caller, sem Tucker Carlson, aðalþáttastjórnandi Fox News, stofnaði, 28. janúar. Það var sami dagur og mikil mótmæli brutust út gegn ferðabanni Donalds Trump forseta á íbúa múslimalanda. „Hér er safn af bílum og trukkum að ýta frjálslyndum mótmælendum burt. Kynnið ykkur tæknina; hún gæti reynst gagnleg næstu fjögur árin,“ stóð í lýsingu á myndbandinu á Daily Caller. Undir myndunum af bílum sem aka á fólk, sumir á verulegum hraða, er leikin tökuútgáfa af lagi rapparans Ludacris „Færðu þig, tík“ [e Move Bitch], að því er segir í frétt vefsíðunnar Slate. Fox Nation, hluti vefsíðu Fox News sem deilir fréttum og greinum frá öðrum vefsíðum, deildi myndbandinu í kjölfarið.Meðfylgjandi myndband frá Daily Caller er ekki fyrir viðkvæma. Það sýnir meðal annars bíla sem er ekið á töluverðum hraða á fólk.Fantasía af hægri vængnum síðustu árinEftir að bandarískir miðlar rifjuðu myndbandið upp eftir hryðjuverkið í Charlottesville þar sem tvítugur maður sem er sagður hallur undir nasisma ók inn í hóp mótmælenda tók Fox News hlekkinn á myndbandið niður og sagðist iðrast þess að hafa birt það. Daily Caller tók myndbandið einnig niður. Henry Grabar, blaðamaður Slate, bendir hins vegar á að fantasíur um að aka niður mótmælendur hafi verið áberandi á hægri væng bandarískra stjórnmála allt frá því að mótmæli gegn lögregluofbeldi undir merkjum hreyfingarinnar Svört líf skipta máli hófust fyrir fjórum árum. Þannig hefur slagorðið „Keyrið yfir þá“ verið svar magra öfgahægrimanna við mótmælum víða um Bandaríkin. Ríkisþingmenn repúblikana hafa lagt fram frumvörp í að minnsta kosti sex ríkjum um að fría ökumenn ábyrgð sem aka á mótmælendur sem loka vegum eða götum, að því er segir í frétt Gizmodo. Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Einn látinn eftir að bíl var ekið inn í hóp mótmælenda í Charlottesville Bíl var ekið inn í hóp mótmælenda á götum borgarinnar Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að fjöldi fólks slasaðist og ein manneskja lést. 12. ágúst 2017 19:39 Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43 Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Innlent Fleiri fréttir Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Sjá meira
Vefsíða Fox News, íhaldssömu sjónvarpsstöðvarinnar, deildi „kennslumyndbandi“ um hvernig ætti að aka bíl á mótmælendur í janúar. Myndbandið var fjarlægt eftir að nýnasisti ók inn í hóp mótmælenda og varð konu að bana um helgina. Myndbandið birtist upphaflega á hægrisíðunni Daily Caller, sem Tucker Carlson, aðalþáttastjórnandi Fox News, stofnaði, 28. janúar. Það var sami dagur og mikil mótmæli brutust út gegn ferðabanni Donalds Trump forseta á íbúa múslimalanda. „Hér er safn af bílum og trukkum að ýta frjálslyndum mótmælendum burt. Kynnið ykkur tæknina; hún gæti reynst gagnleg næstu fjögur árin,“ stóð í lýsingu á myndbandinu á Daily Caller. Undir myndunum af bílum sem aka á fólk, sumir á verulegum hraða, er leikin tökuútgáfa af lagi rapparans Ludacris „Færðu þig, tík“ [e Move Bitch], að því er segir í frétt vefsíðunnar Slate. Fox Nation, hluti vefsíðu Fox News sem deilir fréttum og greinum frá öðrum vefsíðum, deildi myndbandinu í kjölfarið.Meðfylgjandi myndband frá Daily Caller er ekki fyrir viðkvæma. Það sýnir meðal annars bíla sem er ekið á töluverðum hraða á fólk.Fantasía af hægri vængnum síðustu árinEftir að bandarískir miðlar rifjuðu myndbandið upp eftir hryðjuverkið í Charlottesville þar sem tvítugur maður sem er sagður hallur undir nasisma ók inn í hóp mótmælenda tók Fox News hlekkinn á myndbandið niður og sagðist iðrast þess að hafa birt það. Daily Caller tók myndbandið einnig niður. Henry Grabar, blaðamaður Slate, bendir hins vegar á að fantasíur um að aka niður mótmælendur hafi verið áberandi á hægri væng bandarískra stjórnmála allt frá því að mótmæli gegn lögregluofbeldi undir merkjum hreyfingarinnar Svört líf skipta máli hófust fyrir fjórum árum. Þannig hefur slagorðið „Keyrið yfir þá“ verið svar magra öfgahægrimanna við mótmælum víða um Bandaríkin. Ríkisþingmenn repúblikana hafa lagt fram frumvörp í að minnsta kosti sex ríkjum um að fría ökumenn ábyrgð sem aka á mótmælendur sem loka vegum eða götum, að því er segir í frétt Gizmodo.
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Einn látinn eftir að bíl var ekið inn í hóp mótmælenda í Charlottesville Bíl var ekið inn í hóp mótmælenda á götum borgarinnar Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að fjöldi fólks slasaðist og ein manneskja lést. 12. ágúst 2017 19:39 Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43 Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Innlent Fleiri fréttir Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Sjá meira
Einn látinn eftir að bíl var ekið inn í hóp mótmælenda í Charlottesville Bíl var ekið inn í hóp mótmælenda á götum borgarinnar Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að fjöldi fólks slasaðist og ein manneskja lést. 12. ágúst 2017 19:39
Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00
Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43
Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00