Bóndinn á Kúludalsá fær gögn ekki fjarlægð af vefsíðu MAST Benedikt Bóas skrifar 11. ágúst 2017 06:00 Upphafið má rekja til ágústmánaðar 2006 þegar mikill flúor á að hafa farið út í andrúmsloftið. vísir/gva Áralangri baráttu bóndans á Kúludalsá lauk nýverið þegar stjórnsýslukæru hans, vegna synjunar Matvælastofnunar um að fjarlægja skýrslu um hross bóndans og illa meðferð ásamt tengdum gögnum og fréttum af heimasíðu sinni, var vísað frá af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Hrossin á Kúludalsá hafa verið veik síðan 2007. Taldi bóndinn að það væri vegna mengunarslyss sem hafi átt sér stað í álveri Norðuráls á Grundartanga þar sem mikið magn flúors barst út í andrúmsloftið. Vildi hann að MAST rannsakaði hrossin. Árið 2011 afhenti bóndinn þrjú hross til slátrunar og voru líffæri skoðuð, hófar og leggir röntgenskoðaðir, flúor í beinvef og þungmálmarnir blý, kadmín og kvikasilfur í lifur mældir. Komust sérgreinadýralæknir og dýralæknir á tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum að þeirri niðurstöðu að hrossin hefðu veikst fyrst og fremst af offitu og hreyfingarleysi. Við þetta var bóndinn ósáttur og lét gera aðra rannsókn. Sú rannsókn, sem gerð var árið 2013, skilaði allt annarri niðurstöðu og tók hún þrjú ár. Höfundar þeirrar skýrslu töldu nær útilokað að veikindi hrossanna mætti rekja til offóðrunar, hreyfingarleysis eða vankunnáttu í meðferð. Niðurstöður rannsókna á beinum úr hrossum á bænum sýndu fram á mikla flúormengun, en styrkur flúoríðs væri um fjórfaldur á við það sem fyndist í hrossum á ómenguðum svæðum. Brást MAST við með því að setja skýrsluna á vefinn ásamt athugasemdum stofnunarinnar við áliti skýrsluhöfunda. Bóndinn kærði MAST sem svaraði erindi hans og synjaði beiðninni um að fjarlægja öll gögn um málið af vef stofnunarinnar. Umboðsmaður Alþingis greip þá inn í og lokaði málinu með bréfi í febrúar í ár. Bóndinn benti meðal annars á í lagarökum sínum að MAST hafi engar rannsóknir á hrossum, innlendum eða erlendum, til að styðjast við en láti tilgátur byggðar á mælingum í norskum dádýrum duga. MAST bendir hins vegar á að ekkert hafi enn komið fram sem bendi til að flúormengun hafi valdið veikindum eða skaða í búfé á svæðinu, hvorki við skoðun eða rannsóknir á hestum á Kúludalsá né í öðru búfé í nágrenninu. Fréttin hefur verið uppfærð. Birtist í Fréttablaðinu Hestar Tengdar fréttir Bóndi á Kúludalsá hafði betur í fyrstu byltunni við Norðurál í héraðsdómi Vill skaðabætur vegna menguar frá álverinu á Grundartanga. 3. apríl 2017 13:46 Segja veikindi hrossa í Hvalfirði mega rekja til flúormengunar „Er því tæpast hafið yfir nokkurn vafa að flúormengunin kemur frá álverinu á Grundartanga.“ 9. júní 2016 11:54 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Áralangri baráttu bóndans á Kúludalsá lauk nýverið þegar stjórnsýslukæru hans, vegna synjunar Matvælastofnunar um að fjarlægja skýrslu um hross bóndans og illa meðferð ásamt tengdum gögnum og fréttum af heimasíðu sinni, var vísað frá af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Hrossin á Kúludalsá hafa verið veik síðan 2007. Taldi bóndinn að það væri vegna mengunarslyss sem hafi átt sér stað í álveri Norðuráls á Grundartanga þar sem mikið magn flúors barst út í andrúmsloftið. Vildi hann að MAST rannsakaði hrossin. Árið 2011 afhenti bóndinn þrjú hross til slátrunar og voru líffæri skoðuð, hófar og leggir röntgenskoðaðir, flúor í beinvef og þungmálmarnir blý, kadmín og kvikasilfur í lifur mældir. Komust sérgreinadýralæknir og dýralæknir á tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum að þeirri niðurstöðu að hrossin hefðu veikst fyrst og fremst af offitu og hreyfingarleysi. Við þetta var bóndinn ósáttur og lét gera aðra rannsókn. Sú rannsókn, sem gerð var árið 2013, skilaði allt annarri niðurstöðu og tók hún þrjú ár. Höfundar þeirrar skýrslu töldu nær útilokað að veikindi hrossanna mætti rekja til offóðrunar, hreyfingarleysis eða vankunnáttu í meðferð. Niðurstöður rannsókna á beinum úr hrossum á bænum sýndu fram á mikla flúormengun, en styrkur flúoríðs væri um fjórfaldur á við það sem fyndist í hrossum á ómenguðum svæðum. Brást MAST við með því að setja skýrsluna á vefinn ásamt athugasemdum stofnunarinnar við áliti skýrsluhöfunda. Bóndinn kærði MAST sem svaraði erindi hans og synjaði beiðninni um að fjarlægja öll gögn um málið af vef stofnunarinnar. Umboðsmaður Alþingis greip þá inn í og lokaði málinu með bréfi í febrúar í ár. Bóndinn benti meðal annars á í lagarökum sínum að MAST hafi engar rannsóknir á hrossum, innlendum eða erlendum, til að styðjast við en láti tilgátur byggðar á mælingum í norskum dádýrum duga. MAST bendir hins vegar á að ekkert hafi enn komið fram sem bendi til að flúormengun hafi valdið veikindum eða skaða í búfé á svæðinu, hvorki við skoðun eða rannsóknir á hestum á Kúludalsá né í öðru búfé í nágrenninu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Birtist í Fréttablaðinu Hestar Tengdar fréttir Bóndi á Kúludalsá hafði betur í fyrstu byltunni við Norðurál í héraðsdómi Vill skaðabætur vegna menguar frá álverinu á Grundartanga. 3. apríl 2017 13:46 Segja veikindi hrossa í Hvalfirði mega rekja til flúormengunar „Er því tæpast hafið yfir nokkurn vafa að flúormengunin kemur frá álverinu á Grundartanga.“ 9. júní 2016 11:54 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Bóndi á Kúludalsá hafði betur í fyrstu byltunni við Norðurál í héraðsdómi Vill skaðabætur vegna menguar frá álverinu á Grundartanga. 3. apríl 2017 13:46
Segja veikindi hrossa í Hvalfirði mega rekja til flúormengunar „Er því tæpast hafið yfir nokkurn vafa að flúormengunin kemur frá álverinu á Grundartanga.“ 9. júní 2016 11:54