Framleiðandi Firefox-vafrans tekur á gervifréttum Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2017 10:05 Mozilla telur gervifréttir ganga gegn markmiði sínu um að veraldarvefurinn sé opin auðlind fyrir almenning um allan heim. Vísir/AFP Hugbúnaðarfyrirtækið Mozilla sem stendur að baki Firefox-vefvafranum stefnir á samstarf við fyrirtæki og hagsmunahópa um hvernig hægt sé að ráða bót á dreifingu gervifrétta á netinu. Katharina Borchert, yfirmaður nýsköpunar hjá Mozilla, segir að barátta gegn gervifréttum sé náttúrulegt viðfangsefni fyrir fyrirtækið þar sem að villandi upplýsingar af þessu tagi gangi þvert á yfirlýst markmið þess um að netið sé alþjóðlegur upplýsingagrunnur fyrir almenning. „Ef okkur tekst ekki að draga úr þeirri andlegu byrði á fólk að þurfa að hafa stanslausar áhyggjur af því hvort að upplýsingar séu trúverðugar þá dregur það úr gildi opins internets fyrir alla sem taka þátt og veldur mörgum vandamálum í framtíðinni,“ segir Borchert við Business Insider.Rannsakaði útbreiðslu og áhrif gervifrétta í kringum kosningarVerkefni Mozilla nefnist Upplýsingatraustsfrumkvæði Mozilla (e. Mozilla Information Trust Inititative). Í tengslum við það ætlar fyrirtækið að birta skýrslu um áhrif gervifrétta á netverja. Mozilla rannsakaði fréttalestur notenda sem samþykktu að taka þátt á tímabili fyrir og eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. Skýrslan mun sýna hversu útbreiddar gervifréttir voru og hvaða áhrif þær höfðu á hegðun fólks. Biður fyrirtækið önnur fyrirtæki um að fara yfir sín gögn til að hægt sé að auka skilning á gervifréttum enn frekar. Tilgangurinn er að netfyrirtæki geti komið sér saman um hvernig þau rannsaka gervifréttir og útbreiðslu þeirra. Tækni Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Hugbúnaðarfyrirtækið Mozilla sem stendur að baki Firefox-vefvafranum stefnir á samstarf við fyrirtæki og hagsmunahópa um hvernig hægt sé að ráða bót á dreifingu gervifrétta á netinu. Katharina Borchert, yfirmaður nýsköpunar hjá Mozilla, segir að barátta gegn gervifréttum sé náttúrulegt viðfangsefni fyrir fyrirtækið þar sem að villandi upplýsingar af þessu tagi gangi þvert á yfirlýst markmið þess um að netið sé alþjóðlegur upplýsingagrunnur fyrir almenning. „Ef okkur tekst ekki að draga úr þeirri andlegu byrði á fólk að þurfa að hafa stanslausar áhyggjur af því hvort að upplýsingar séu trúverðugar þá dregur það úr gildi opins internets fyrir alla sem taka þátt og veldur mörgum vandamálum í framtíðinni,“ segir Borchert við Business Insider.Rannsakaði útbreiðslu og áhrif gervifrétta í kringum kosningarVerkefni Mozilla nefnist Upplýsingatraustsfrumkvæði Mozilla (e. Mozilla Information Trust Inititative). Í tengslum við það ætlar fyrirtækið að birta skýrslu um áhrif gervifrétta á netverja. Mozilla rannsakaði fréttalestur notenda sem samþykktu að taka þátt á tímabili fyrir og eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. Skýrslan mun sýna hversu útbreiddar gervifréttir voru og hvaða áhrif þær höfðu á hegðun fólks. Biður fyrirtækið önnur fyrirtæki um að fara yfir sín gögn til að hægt sé að auka skilning á gervifréttum enn frekar. Tilgangurinn er að netfyrirtæki geti komið sér saman um hvernig þau rannsaka gervifréttir og útbreiðslu þeirra.
Tækni Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira