Svanasöngur Cassini við Satúrnus getur afhjúpað leyndardóma Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2017 10:15 Uppruni hringja Satúrnusar eru enn óþekktir. Fyrir ofan þá sést tunglið Tethys á mynd Cassini frá 13. maí. NASA/JPL-Caltech/Space Science Institute Þrettán ára leiðangri Cassini-geimfarsins við Satúrnus lýkur eftir rúmar tvær vikur. Síðasti áfangi leiðangursins færir Cassini nær hringjaða gasrisanum en nokkru sinni áður. Geimfarinu var stýrt niður í efri lög lofthjúps Satúrnusar, á milli reikistjörnunnar og hringja hennar, 14. ágúst. Það var fyrsta af fimm dýfum Cassini þangað í síðasta áfanganum. Þegar Cassini fer sem næst Satúrnusi verður geimfarið aðeins 1.600-1.700 kílómetrum fyrir ofan ský hans, að því er segir í frétt Space.com. Leiðangrinum lýkur með hvelli föstudaginn 15. september. Þá verður Cassini steypt niður í faðm Satúrnusar þar sem geimfarið brennur upp. Tilgangurinn með svo dramatískum endalokum er að koma í veg fyrir hættuna á að örverur sem gætu hafa gerst laumufarþegar utan á Cassini frá jörðinni endi á hnöttum eins og Títan eða Enkeladusi þar sem vísindamenn hafa ekki útilokað möguleikann á lífi með öllu.Norðurpóll Satúrnusar 26. apríl, daginn sem lokaáfangi Cassini-leiðangursins hófst og geimfarið flaug fyrst á milli hringjanna og reikistjörnunnar.NASA/JPL-Caltech/Space Science InstituteEngin föst kennileiti til að mæla sólahringinnÍ millitíðinni heldur Cassini þó áfram að senda mikilfenglegar myndir af Satúrnusi aftur til jarðar. Á dögunum var þannig birt myndskeið frá flugi geimfarins á milli hringjanna og reikistjörnunnar, það fyrsta sinnar tegundar. Nærflugin eru hins vegar ekki aðeins gerð fyrir augað heldur vænta vísindamenn þess að þau geti varpað frekara ljósi á leyndardóma Satúrnusar. Þar á meðal eru spurningar eins og hversu langur dagurinn á reikistjörnunni er nákvæmlega og hversu massamiklir hringir hennar eru.Myndskeiðið hér fyrir neðan er samsett úr 21 mynd sem Cassini tók þegar geimfarið flaug inn fyrir hringi Satúrnusar á fjögurra mínútna tímabili 20. ágúst 2017. Í umfjöllun Scientific American kemur fram að erfitt hefur reynst að negla niður nákvæmlega hversu lengi dagurinn á Satúrnusi varir. Almennt er talið að sólahringurinn þar sé um 10,8 jarðneskar klukkustundir. Einfalt mál er að tímasetja það á bergreikistjörnum þar sem hægt er að mæla hversu langur tími líður á milli sólarupprásar og sólseturs við tiltekin kennileiti. Það er hins vegar ekki möguleiki á gasrisa eins og Satúrnusi þar sem ekkert fast yfirborð er greinanlegt og lofthjúpurinn er á sífelldu iði. Cassini mun leita að óreglum í segulsviði Satúrnusar sem eru aðeins greinanlegar í mikilli nálægð þegar geimfarið flýgur sem næst lofthjúpnum. Það gæti gefið vísindamönnum bestu hugmyndina til þessa um hversu hratt reikistjarnan snýst um sjálfa sig.Cassini hefur tekið eftirminnilegar myndir á rúmum áratug við Satúrnus. Þar á meðal er þessi mynd af skugga tunglsins Títans á skýjum Satúrnusar árið 2009. Satúrnusbúi á skyggða svæðinu hefði séð sólmyrkva.NASA/JPL/Space Science Institute.Massinn segir til um aldur og uppruna hringjannaUppruni hringjanna sem eru helsta kennileiti Satúrnusar er vísindamönnum einnig ráðgáta. Ólíkar kenningar eru um hvort að hringirnir séu ævafornir eða tiltölulega ungir. Annað hvort séu hringirnir þannig um það bil jafngamlir sólkerfinu og þeir séu þá leifar hnattar sem Satúrnus veiddi með þyngdarkrafti sínum þegar fjöldi slíkra fyrirbæra þaut um það. Hins vegar geti þeir verið aðeins hundrað milljón ára gamlir og þá hugsanlega leifar tungls reikistjörnunnar sem rifnaði í sundur. Hringirnir eru úr glampandi og nær ómenguðum vatnsís en það hefur þótt til marks um að þeir hljóti að vera ungir. Væru þeir jafngamlir sólkerfinu ættu þeir að hafa safnað í sig ryki og dökknað. Cassini á að gera mælingar á massa hringjanna sem geta varpað ljósi á aldur þeirra og uppruna í hinstu ferðum sínum fram hjá reikistjörnunni. Séu hringirnir massamiklir gæti það bent til þess að þeir séu gamlir og allt ryk hefði blandast inn í þá. Séu þeir hins vegar tiltölulega massalitlir gæti það verið vísbending um að mun skemur sé síðan hringirnir mynduðust. Vísindi Tengdar fréttir Tólf ára könnunarferð um Satúrnus að ljúka Geimfarið Cassini er nú komið á sporbraut á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. Þetta markar endalokin á ferðalagi geimfarsins. 22. apríl 2017 10:16 Satúrnus í návígi Risavaxnir fellibylur eru á meðal þess sem Cassini festi á filmu í návígi þegar geimfarið dýfði sér á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. 30. apríl 2017 11:52 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Sjá meira
Þrettán ára leiðangri Cassini-geimfarsins við Satúrnus lýkur eftir rúmar tvær vikur. Síðasti áfangi leiðangursins færir Cassini nær hringjaða gasrisanum en nokkru sinni áður. Geimfarinu var stýrt niður í efri lög lofthjúps Satúrnusar, á milli reikistjörnunnar og hringja hennar, 14. ágúst. Það var fyrsta af fimm dýfum Cassini þangað í síðasta áfanganum. Þegar Cassini fer sem næst Satúrnusi verður geimfarið aðeins 1.600-1.700 kílómetrum fyrir ofan ský hans, að því er segir í frétt Space.com. Leiðangrinum lýkur með hvelli föstudaginn 15. september. Þá verður Cassini steypt niður í faðm Satúrnusar þar sem geimfarið brennur upp. Tilgangurinn með svo dramatískum endalokum er að koma í veg fyrir hættuna á að örverur sem gætu hafa gerst laumufarþegar utan á Cassini frá jörðinni endi á hnöttum eins og Títan eða Enkeladusi þar sem vísindamenn hafa ekki útilokað möguleikann á lífi með öllu.Norðurpóll Satúrnusar 26. apríl, daginn sem lokaáfangi Cassini-leiðangursins hófst og geimfarið flaug fyrst á milli hringjanna og reikistjörnunnar.NASA/JPL-Caltech/Space Science InstituteEngin föst kennileiti til að mæla sólahringinnÍ millitíðinni heldur Cassini þó áfram að senda mikilfenglegar myndir af Satúrnusi aftur til jarðar. Á dögunum var þannig birt myndskeið frá flugi geimfarins á milli hringjanna og reikistjörnunnar, það fyrsta sinnar tegundar. Nærflugin eru hins vegar ekki aðeins gerð fyrir augað heldur vænta vísindamenn þess að þau geti varpað frekara ljósi á leyndardóma Satúrnusar. Þar á meðal eru spurningar eins og hversu langur dagurinn á reikistjörnunni er nákvæmlega og hversu massamiklir hringir hennar eru.Myndskeiðið hér fyrir neðan er samsett úr 21 mynd sem Cassini tók þegar geimfarið flaug inn fyrir hringi Satúrnusar á fjögurra mínútna tímabili 20. ágúst 2017. Í umfjöllun Scientific American kemur fram að erfitt hefur reynst að negla niður nákvæmlega hversu lengi dagurinn á Satúrnusi varir. Almennt er talið að sólahringurinn þar sé um 10,8 jarðneskar klukkustundir. Einfalt mál er að tímasetja það á bergreikistjörnum þar sem hægt er að mæla hversu langur tími líður á milli sólarupprásar og sólseturs við tiltekin kennileiti. Það er hins vegar ekki möguleiki á gasrisa eins og Satúrnusi þar sem ekkert fast yfirborð er greinanlegt og lofthjúpurinn er á sífelldu iði. Cassini mun leita að óreglum í segulsviði Satúrnusar sem eru aðeins greinanlegar í mikilli nálægð þegar geimfarið flýgur sem næst lofthjúpnum. Það gæti gefið vísindamönnum bestu hugmyndina til þessa um hversu hratt reikistjarnan snýst um sjálfa sig.Cassini hefur tekið eftirminnilegar myndir á rúmum áratug við Satúrnus. Þar á meðal er þessi mynd af skugga tunglsins Títans á skýjum Satúrnusar árið 2009. Satúrnusbúi á skyggða svæðinu hefði séð sólmyrkva.NASA/JPL/Space Science Institute.Massinn segir til um aldur og uppruna hringjannaUppruni hringjanna sem eru helsta kennileiti Satúrnusar er vísindamönnum einnig ráðgáta. Ólíkar kenningar eru um hvort að hringirnir séu ævafornir eða tiltölulega ungir. Annað hvort séu hringirnir þannig um það bil jafngamlir sólkerfinu og þeir séu þá leifar hnattar sem Satúrnus veiddi með þyngdarkrafti sínum þegar fjöldi slíkra fyrirbæra þaut um það. Hins vegar geti þeir verið aðeins hundrað milljón ára gamlir og þá hugsanlega leifar tungls reikistjörnunnar sem rifnaði í sundur. Hringirnir eru úr glampandi og nær ómenguðum vatnsís en það hefur þótt til marks um að þeir hljóti að vera ungir. Væru þeir jafngamlir sólkerfinu ættu þeir að hafa safnað í sig ryki og dökknað. Cassini á að gera mælingar á massa hringjanna sem geta varpað ljósi á aldur þeirra og uppruna í hinstu ferðum sínum fram hjá reikistjörnunni. Séu hringirnir massamiklir gæti það bent til þess að þeir séu gamlir og allt ryk hefði blandast inn í þá. Séu þeir hins vegar tiltölulega massalitlir gæti það verið vísbending um að mun skemur sé síðan hringirnir mynduðust.
Vísindi Tengdar fréttir Tólf ára könnunarferð um Satúrnus að ljúka Geimfarið Cassini er nú komið á sporbraut á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. Þetta markar endalokin á ferðalagi geimfarsins. 22. apríl 2017 10:16 Satúrnus í návígi Risavaxnir fellibylur eru á meðal þess sem Cassini festi á filmu í návígi þegar geimfarið dýfði sér á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. 30. apríl 2017 11:52 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Sjá meira
Tólf ára könnunarferð um Satúrnus að ljúka Geimfarið Cassini er nú komið á sporbraut á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. Þetta markar endalokin á ferðalagi geimfarsins. 22. apríl 2017 10:16
Satúrnus í návígi Risavaxnir fellibylur eru á meðal þess sem Cassini festi á filmu í návígi þegar geimfarið dýfði sér á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. 30. apríl 2017 11:52