Ku Klux Klan-liði handtekinn vegna Charlottesville Kjartan Kjartansson skrifar 27. ágúst 2017 11:49 Kynþáttahatarar úr Ku Klux Klan voru á meðal þeirra sem komu saman í Charlottesville á dögunum. Vísir/AFP Lögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið tvo hvíta þjóðernissinna, þar á meðal einn liðsmann Ku Klux Klan, og leitar þess þriðja vegna óeirðanna í Charlottesville fyrr í þessum mánuði. Tveir mannanna eru grunaðir um ofbeldisverk í glundroðanum sem ríkti á götum bæjarins þegar hundruð hvítra þjóðernissinna komu saman þar laugardaginn 12. ágúst, að því er segir í frétt New York Times. Þar á meðal eru þeir grunaðir um að hafa barið tvítugan blökkumann í bílageymslu. Myndum af árasinni hefur verið dreift víða á samfélagsmiðlum til þess að hafa uppi á ofbeldismönnunum. Mennirnir sem hafa nú verið handteknir eru 18 og 52 ára gamlir. Sá yngri er ákærður fyrir að hafa valdið líkamstjóni í árásinni en sá eldri er sakaður um vopnalagabrot. Sá hleypti af skoti úr skambyssu í átt að svörtum mótmælanda og er er meðlimur Ku Klux Klan. Þriðja mannsins er leitað vegna aðildar að líkamsárásarinnar í bílageymslunni.Lögreglumenn fylgja Klan-liða fram hjá mótmælendum í Charlottesville.Vísir/AFPLögreglan stóð hjá þegar vopnaður maðurinn hleypti af skotiHvítu þjóðernissinnarnir komu saman í Charlottesville til að mótmæla því að stytta af herforingja gömlu Suðurríkjanna yrði tekin niður. Til harðra átaka kom á milli þeirra og fólks sem mótmælti þeim. Ung kona lést þegar hvítur þjóðernissinni ók á fólk í göngugötu á sama tíma og lögregla reyndi að tvístra mannfjöldanum. Sá maður er í haldi lögreglu sömuleiðis. Lögreglan hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir aðgerðaleysi á meðan óeirðirnar áttu sér stað. Þannig birti New York Times myndband af því þegar annar mannanna sem nú hafa verið handteknir skaut af byssu sinni. Það gerði hann rétt fyrir framan hóp lögreglumanna sem aðhöfðust ekkert. Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Dúkur dreginn yfir umdeilda styttu í Charlottesville Styttur af leiðtogum gömlu Suðurríkjanna í Charlottesville eru nú huldar með svörtum dúk eftir mannskæða samkomu hvítra þjóðernissinna í borginni fyrir tæpum tveimur vikum. 24. ágúst 2017 10:40 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Lýstu vantrausti á framkvæmdastjóra Félagsbústaða vegna „ógnarstjórnunar“ Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira
Lögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið tvo hvíta þjóðernissinna, þar á meðal einn liðsmann Ku Klux Klan, og leitar þess þriðja vegna óeirðanna í Charlottesville fyrr í þessum mánuði. Tveir mannanna eru grunaðir um ofbeldisverk í glundroðanum sem ríkti á götum bæjarins þegar hundruð hvítra þjóðernissinna komu saman þar laugardaginn 12. ágúst, að því er segir í frétt New York Times. Þar á meðal eru þeir grunaðir um að hafa barið tvítugan blökkumann í bílageymslu. Myndum af árasinni hefur verið dreift víða á samfélagsmiðlum til þess að hafa uppi á ofbeldismönnunum. Mennirnir sem hafa nú verið handteknir eru 18 og 52 ára gamlir. Sá yngri er ákærður fyrir að hafa valdið líkamstjóni í árásinni en sá eldri er sakaður um vopnalagabrot. Sá hleypti af skoti úr skambyssu í átt að svörtum mótmælanda og er er meðlimur Ku Klux Klan. Þriðja mannsins er leitað vegna aðildar að líkamsárásarinnar í bílageymslunni.Lögreglumenn fylgja Klan-liða fram hjá mótmælendum í Charlottesville.Vísir/AFPLögreglan stóð hjá þegar vopnaður maðurinn hleypti af skotiHvítu þjóðernissinnarnir komu saman í Charlottesville til að mótmæla því að stytta af herforingja gömlu Suðurríkjanna yrði tekin niður. Til harðra átaka kom á milli þeirra og fólks sem mótmælti þeim. Ung kona lést þegar hvítur þjóðernissinni ók á fólk í göngugötu á sama tíma og lögregla reyndi að tvístra mannfjöldanum. Sá maður er í haldi lögreglu sömuleiðis. Lögreglan hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir aðgerðaleysi á meðan óeirðirnar áttu sér stað. Þannig birti New York Times myndband af því þegar annar mannanna sem nú hafa verið handteknir skaut af byssu sinni. Það gerði hann rétt fyrir framan hóp lögreglumanna sem aðhöfðust ekkert.
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Dúkur dreginn yfir umdeilda styttu í Charlottesville Styttur af leiðtogum gömlu Suðurríkjanna í Charlottesville eru nú huldar með svörtum dúk eftir mannskæða samkomu hvítra þjóðernissinna í borginni fyrir tæpum tveimur vikum. 24. ágúst 2017 10:40 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Lýstu vantrausti á framkvæmdastjóra Félagsbústaða vegna „ógnarstjórnunar“ Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira
Dúkur dreginn yfir umdeilda styttu í Charlottesville Styttur af leiðtogum gömlu Suðurríkjanna í Charlottesville eru nú huldar með svörtum dúk eftir mannskæða samkomu hvítra þjóðernissinna í borginni fyrir tæpum tveimur vikum. 24. ágúst 2017 10:40