Allir dómararnir voru sammála um að McGregor tók fyrstu lotuna og dæmdu hana 10-9, Íranum í hag. En tveir dómaranna, Burt Clements og Guido Cavalieri, dæmdu Mayweather sigur í öllum hinum lotunum.
Aðeins Dave Moretti dæmdi McGregor sigur í lotum tvö og þrjú en hann dæmdi svo Mayweather sigur í hinum lotunum. Moretti og Cavalieri dæmdu Mayweather 10-8 sigur í níundu lotu, annars fóru allar loturnar 10-9.
Hér má sjá niðurstöðuna í stigagjöf dómaranna:
Moretti 87-83
Clements 89-82
Cavalieri 89-81
