Nefnd um hestanöfn neitar nafni Mósunnar Benedikt Bóas skrifar 24. ágúst 2017 06:00 Mósan frá Skeggsstöðum er fædd 2014, og er því þriggja vetra, undan Össu frá Stafafelli og Trymbli frá Stóra-Ási. Hér er Mósan ásamt systurdóttur Guðrúnar, Guðrúnu Þóru Björgvinsdóttur. Mynd/Kolbrún Hrafnsdóttir Guðrún Hrafnsdóttir, hrossabóndi á Skeggsstöðum, fær ekki að nefna hryssuna sína Mósuna. Samkvæmt nýlegum lögum Alþjóðasamtaka um íslenska hestinn, FEIF, mega hross ekki heita hvað sem er. Tveggja manna nefnd leggur blessun sína yfir hvað hreinræktuð hross fá að heita og eru skráð í gagnabankann WorldFeng. Nafninu Mósan var hafnað því að nöfn með greini brjóti í bága við íslenska nafnahefð og því að sérnöfn eru nokkurs konar jafngildi orða með greini. Nafnið Hrymjandi var samþykkt sem og Ævör á sama fundi. Eftir stendur þriggja vetra Mósan, sem fær ekki að heita sínu nafni og er Guðrún ósátt við að nefndin hafi unnið eftir nýju reglunum, þó þau hafi ekki verið samþykkt fyrr en í ár. Atvinnuvegaráðuneytið hefur skoðað málið og Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að verið sé að skoða á hvaða lagagrunni þessi hópur telji sér heimilt að neita fólki um að nefna hrossin sín hvaða nafni sem er. Guðrún segir að Mósan sé dásamleg meri þó það sé ekki komin reynsla á hana enda aðeins þriggja vetra. Hún segir nafnið koma til eftir samtal við hana úti í haga. „Ég var að tala við hana, hvað segir Mósan mín og það festist bara. Það er oft skýrt með greini. Álfurinn, Prinsinn og fleira. Það eru hestar, en þetta er hryssa, kannski er einhver mismunun,“ spyr hún. „Ég veit að það er til merin Fléttan til dæmis. Það er eitthvað misjafnt í þessu,“ segir Guðrún sem hefur sent innanríkisráðuneytinu fyrirspurn vegna málsins. Þar hefur hún verið í fimm mánuði. Birtist í Fréttablaðinu Hestar Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Sjá meira
Guðrún Hrafnsdóttir, hrossabóndi á Skeggsstöðum, fær ekki að nefna hryssuna sína Mósuna. Samkvæmt nýlegum lögum Alþjóðasamtaka um íslenska hestinn, FEIF, mega hross ekki heita hvað sem er. Tveggja manna nefnd leggur blessun sína yfir hvað hreinræktuð hross fá að heita og eru skráð í gagnabankann WorldFeng. Nafninu Mósan var hafnað því að nöfn með greini brjóti í bága við íslenska nafnahefð og því að sérnöfn eru nokkurs konar jafngildi orða með greini. Nafnið Hrymjandi var samþykkt sem og Ævör á sama fundi. Eftir stendur þriggja vetra Mósan, sem fær ekki að heita sínu nafni og er Guðrún ósátt við að nefndin hafi unnið eftir nýju reglunum, þó þau hafi ekki verið samþykkt fyrr en í ár. Atvinnuvegaráðuneytið hefur skoðað málið og Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að verið sé að skoða á hvaða lagagrunni þessi hópur telji sér heimilt að neita fólki um að nefna hrossin sín hvaða nafni sem er. Guðrún segir að Mósan sé dásamleg meri þó það sé ekki komin reynsla á hana enda aðeins þriggja vetra. Hún segir nafnið koma til eftir samtal við hana úti í haga. „Ég var að tala við hana, hvað segir Mósan mín og það festist bara. Það er oft skýrt með greini. Álfurinn, Prinsinn og fleira. Það eru hestar, en þetta er hryssa, kannski er einhver mismunun,“ spyr hún. „Ég veit að það er til merin Fléttan til dæmis. Það er eitthvað misjafnt í þessu,“ segir Guðrún sem hefur sent innanríkisráðuneytinu fyrirspurn vegna málsins. Þar hefur hún verið í fimm mánuði.
Birtist í Fréttablaðinu Hestar Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Sjá meira