Þarf yfir tvö hundruð nýjar íbúðir á ári Sæunn Gísladóttir skrifar 24. ágúst 2017 07:00 Íbúum Reykjanesbæjar fjölgaði um 8,6 prósent á síðastliðnu ári. vísir/stefán „Á síðustu tólf mánuðum frá júlí 2016 til júlí 2017 er fólksfjölgunin 8,6 prósent í Reykjanesbæ. Þetta er algjörlega fordæmalaust. Þetta er það mesta sem við höfum séð. Talað er um í þessum fræðum að 1,3 til 1,5 prósent fjölgun sé eðlileg og æskileg,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Mikil fólksfjölgun hefur orðið á Suðurnesjum undanfarin misseri og virðist ekkert lát á fjölguninni. Það sem af er ári hefur íbúum í Reykjanesbæ fjölgað um 7,3 prósent. En á síðasta ári fjölgaði íbúum um 8 prósent.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Mynd/AðsendSamkvæmt spá Framtíðarseturs Íslands, rannsóknarseturs sem rannsakar samfélagstengda framtíðarþróun og önnur samfélagsverkefni, mun íbúum á Suðurnesjum fjölga um 55 prósent til ársins 2030 miðað við íbúafjölda síðasta árs og verða þá 34.800. Sé miðað við 2,5 íbúa á hverja íbúð má áætla að byggja þurfi hátt í 400 íbúðir á ári á Suðurnesjum næstu þrettán árin til að bregðast við fjölgun íbúa á svæðinu. Kjartan áætlar að miðað við að hægi aðeins á fjölgun íbúa eftir næstu tvö ár þá þurfi að byggja um 2.200 íbúðir í Reykjanesbæ til ársins 2030 eða tæplega 200 á ári. Hann telur þó að Reykjanesbær geti tekið við slíkri fólksfjölgun. „Við endurskoðuðum aðalskipulag Reykjanesbæjar og kláruðum það í vor. Nú er komið í gildi nýtt aðalskipulag sem gildir til 2030. Þar er gert ráð fyrir nokkrum sviðsmyndum varðandi íbúaþróun og íbúafjölgun. Fjölgun er gríðarleg núna, var gríðarleg í fyrra, en ef við gefum okkur síðan að þetta dragist aðeins saman og meðalfjölgun verði um 2,5 prósent á ári á þessu tímabili þá þurfum við að byggja um 2.200 íbúðir. Aðalskipulagið gerir ráð fyrir því að það sé nægt framboð af landi,“ segir Kjartan. „Þannig að ég held að við séum klár í þennan kúf sem var í fyrra og er núna og verður að minnsta kosti á næstu tveimur árum. Við getum ráðið við hann, en ef við sjáum ekki fram á að fólksfjölgunin dragist saman þá þurfa menn að endurskoða deiliskipulag,“ segir Kjartan. Nú þegar hefur íbúum fjölgað töluvert á Suðurnesjum á árinu en á öðrum ársfjórðungi voru þeir rúmlega 25 þúsund, eða tæplega 5 prósent fleiri en í ársbyrjun, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Eftirspurn eftir íbúðum á svæðinu er nú þegar töluverð svo búast má við að þörfin fyrir húsnæði sé jafnvel enn meiri. Fréttastofa 365 hefur fjallað ítarlega um húsnæðisskort á svæðinu undanfarin misseri, sérstaklega meðal fólks á leigumarkaði. „Það er verið að taka í notkun hvern einasta fermetra á svæðinu,“ segir Kjartan. Hann bendir á að miklar byggingaframkvæmdir standi yfir um þessar mundir. Mikill viðsnúningur hefur orðið á Suðurnesjum síðustu ár. Fram kemur í skýrslu Íslandsbanka, Suðurnes í sókn, að atvinnuleysi á svæðinu sé nú lítið sem ekkert og atvinnusköpun, sérstaklega í kringum flugvöllinn, hafi verið mikil. Íbúum á svæðinu hafi fjölgað gríðarlega, hlutfallslega langmest miðað við aðra landshluta, og nú sé svo komið að eftirspurn eftir húsnæði sé mjög mikil. Kjartan segir að flugvöllurinn trekki að töluvert af fólki, sérstaklega af erlendum uppruna. „Það er rosalega hátt hlutfall af íbúum núna með erlent ríkisfang, eða 19,4 prósent af íbúum Reykjanesbæjar. Í sumum skólum er hlutfall nemenda með erlent ríkisfang komið upp í 30 prósent. Í skýrslu sem gerð var fyrir Isavia, og er þá miðað við farþegaspá og vöxt í millilandafluginu, mun störfum í kringum millilandaflugið fjölga um að meðaltali 400 á ári, sem er eins og eitt stykki álver á ári,“ segir Kjartan. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
„Á síðustu tólf mánuðum frá júlí 2016 til júlí 2017 er fólksfjölgunin 8,6 prósent í Reykjanesbæ. Þetta er algjörlega fordæmalaust. Þetta er það mesta sem við höfum séð. Talað er um í þessum fræðum að 1,3 til 1,5 prósent fjölgun sé eðlileg og æskileg,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Mikil fólksfjölgun hefur orðið á Suðurnesjum undanfarin misseri og virðist ekkert lát á fjölguninni. Það sem af er ári hefur íbúum í Reykjanesbæ fjölgað um 7,3 prósent. En á síðasta ári fjölgaði íbúum um 8 prósent.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Mynd/AðsendSamkvæmt spá Framtíðarseturs Íslands, rannsóknarseturs sem rannsakar samfélagstengda framtíðarþróun og önnur samfélagsverkefni, mun íbúum á Suðurnesjum fjölga um 55 prósent til ársins 2030 miðað við íbúafjölda síðasta árs og verða þá 34.800. Sé miðað við 2,5 íbúa á hverja íbúð má áætla að byggja þurfi hátt í 400 íbúðir á ári á Suðurnesjum næstu þrettán árin til að bregðast við fjölgun íbúa á svæðinu. Kjartan áætlar að miðað við að hægi aðeins á fjölgun íbúa eftir næstu tvö ár þá þurfi að byggja um 2.200 íbúðir í Reykjanesbæ til ársins 2030 eða tæplega 200 á ári. Hann telur þó að Reykjanesbær geti tekið við slíkri fólksfjölgun. „Við endurskoðuðum aðalskipulag Reykjanesbæjar og kláruðum það í vor. Nú er komið í gildi nýtt aðalskipulag sem gildir til 2030. Þar er gert ráð fyrir nokkrum sviðsmyndum varðandi íbúaþróun og íbúafjölgun. Fjölgun er gríðarleg núna, var gríðarleg í fyrra, en ef við gefum okkur síðan að þetta dragist aðeins saman og meðalfjölgun verði um 2,5 prósent á ári á þessu tímabili þá þurfum við að byggja um 2.200 íbúðir. Aðalskipulagið gerir ráð fyrir því að það sé nægt framboð af landi,“ segir Kjartan. „Þannig að ég held að við séum klár í þennan kúf sem var í fyrra og er núna og verður að minnsta kosti á næstu tveimur árum. Við getum ráðið við hann, en ef við sjáum ekki fram á að fólksfjölgunin dragist saman þá þurfa menn að endurskoða deiliskipulag,“ segir Kjartan. Nú þegar hefur íbúum fjölgað töluvert á Suðurnesjum á árinu en á öðrum ársfjórðungi voru þeir rúmlega 25 þúsund, eða tæplega 5 prósent fleiri en í ársbyrjun, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Eftirspurn eftir íbúðum á svæðinu er nú þegar töluverð svo búast má við að þörfin fyrir húsnæði sé jafnvel enn meiri. Fréttastofa 365 hefur fjallað ítarlega um húsnæðisskort á svæðinu undanfarin misseri, sérstaklega meðal fólks á leigumarkaði. „Það er verið að taka í notkun hvern einasta fermetra á svæðinu,“ segir Kjartan. Hann bendir á að miklar byggingaframkvæmdir standi yfir um þessar mundir. Mikill viðsnúningur hefur orðið á Suðurnesjum síðustu ár. Fram kemur í skýrslu Íslandsbanka, Suðurnes í sókn, að atvinnuleysi á svæðinu sé nú lítið sem ekkert og atvinnusköpun, sérstaklega í kringum flugvöllinn, hafi verið mikil. Íbúum á svæðinu hafi fjölgað gríðarlega, hlutfallslega langmest miðað við aðra landshluta, og nú sé svo komið að eftirspurn eftir húsnæði sé mjög mikil. Kjartan segir að flugvöllurinn trekki að töluvert af fólki, sérstaklega af erlendum uppruna. „Það er rosalega hátt hlutfall af íbúum núna með erlent ríkisfang, eða 19,4 prósent af íbúum Reykjanesbæjar. Í sumum skólum er hlutfall nemenda með erlent ríkisfang komið upp í 30 prósent. Í skýrslu sem gerð var fyrir Isavia, og er þá miðað við farþegaspá og vöxt í millilandafluginu, mun störfum í kringum millilandaflugið fjölga um að meðaltali 400 á ári, sem er eins og eitt stykki álver á ári,“ segir Kjartan.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira