Tónleikum sem halda átti í Rotterdam í Hollandi í kvöld hefur verið frestað eftir að ábending barst frá spænsku lögreglunni um yfirvofandi hryðjuverk.
Gaskútar fundust í rútu á nærliggjandi svæði og var ökumaður hennar handtekinn og færður til yfirheyrslu.
Í frétt Reuters segir að óvíst hvort tengsl séu á milli rútunnar og þeirrar ábendingu sem barst frá spænsku lögreglunni.
Bandaríska hljómsveitin The Allah-lahs átti að koma fram á tónleikunum. Spænska lögreglan hefur að undanförnu unnið að rannsókn hryðjuverksins sem framið var í Barcelona í síðustu viku þar sem fimmtán létu lífið.
Tónleikum frestað vegna yfirvofandi hryðjuverkahættu

Tengdar fréttir

Ætluðu að sprengja við kirkjuna La Sagrada Familia
Fjórir menn grunaðir um hryðjuverkin í Barcelona og nágrenni báru vitni í dag.