Biggi flugþjónn ósáttur við akstursbann: „Ætlum við að búast við því að allir ökumenn séu hugsanlega morðingjar?“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. ágúst 2017 21:50 Birgir Örn, áður þekktur sem Biggi lögga, segist ósammála lögreglustjóranum „Ég skil vel að þeir séu ósáttir. Þó að þessi ákvörðun lögreglustjórans sé að vissu leyti skiljanleg er ég persónulega ekki sammála henni,“ segir Birgir Örn Guðjónsson fyrrum lögreglumaður um akstursbann Fornbílaklúbb Íslands á Ljósanótt. Birgir Örn, nú þekktur sem Biggi flugþjónn, skrifaði opna færslu um málið á Facebook. Þar segir hann að það geti verið mjög erfitt að finna meðalveginn og reyna að tryggja öryggi okkar ásættanlega án þess að skerða frelsið of mikið. Hvað næst?Eins og kom fram á Vísi í gær er Fornbílaklúbbur Íslands mjög ósáttur við ákvörðun Ólafs Helga Kjartanssonar Lögreglustjórans á Suðurnesjum, fyrir að loka Hafnargötu fyrir hátíðarakstri fornbíla á Ljósanæturhátíðinni í Reykjanesbæ. Hátíðarakstur bifhjóla hefur ekki verið blásinn af á Ljósanæturhátíðinni sem verður haldin 2.september næstkomandi. „Nú hafa nokkrir glæpamenn nota bíla sem morðvopn. Bílar eru jú allsstaðar og líka fólk. Þetta er óþægilega einfalt. Hversu langt ætlum við nú að ganga til að vernda okkur frá því að einhver noti bíl sem morðvopn á fjölförnum stöðum. Ætlum við að búast við því að allir ökumenn séu hugsanlega morðingjar? Ætlum við að loka götum, banna akstur eða banna bara fólk í kringum bíla? Hvað næst?“ skrifar Birgir Örn. Stórmál í stóru myndinniBirgir Örn segir að við séum stödd í því sem virðist vera endalaus eltingaleikur við óttann. „Hvað ætlum við að banna næst? Hvað ætlum við að leyfa glæpamönnum og morðingjum að hafa mikil áhrif á okkar daglega líf?“ Að hans mati ætti samfélagið að fara í naflaskoðun og ákveða hversu langt við erum til í að ganga í því að fórna gleði okkar, frelsi og mannréttindum á altari óttans „Það er kannski ekkert stórmál að banna einhverjum fornbílum að aka árlegan hátíðarakstur. Eða jú. Kannski er það stórmál í stóru myndinni. Myndinni sem stöðugt er verið er að mála af samfélaginu. Myndinni sem tekur sífelldum breytingum og er alltaf að þróast. Þetta er í raun enn ein óverðskulduð pensilstrokan sem hryðjuverkamenn fá að mála á strigann. Strigann okkar.“Færslu Birgis í heild sinni má lesa hér fyrir neðan: Ljósanótt Reykjanesbær Tengdar fréttir Fornbílaklúbburinn æfur vegna akstursbanns á Ljósanótt Lögreglustjórinn segir ákvörðunina byggja á öryggissjónarmiðum. 21. ágúst 2017 15:40 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Sjá meira
„Ég skil vel að þeir séu ósáttir. Þó að þessi ákvörðun lögreglustjórans sé að vissu leyti skiljanleg er ég persónulega ekki sammála henni,“ segir Birgir Örn Guðjónsson fyrrum lögreglumaður um akstursbann Fornbílaklúbb Íslands á Ljósanótt. Birgir Örn, nú þekktur sem Biggi flugþjónn, skrifaði opna færslu um málið á Facebook. Þar segir hann að það geti verið mjög erfitt að finna meðalveginn og reyna að tryggja öryggi okkar ásættanlega án þess að skerða frelsið of mikið. Hvað næst?Eins og kom fram á Vísi í gær er Fornbílaklúbbur Íslands mjög ósáttur við ákvörðun Ólafs Helga Kjartanssonar Lögreglustjórans á Suðurnesjum, fyrir að loka Hafnargötu fyrir hátíðarakstri fornbíla á Ljósanæturhátíðinni í Reykjanesbæ. Hátíðarakstur bifhjóla hefur ekki verið blásinn af á Ljósanæturhátíðinni sem verður haldin 2.september næstkomandi. „Nú hafa nokkrir glæpamenn nota bíla sem morðvopn. Bílar eru jú allsstaðar og líka fólk. Þetta er óþægilega einfalt. Hversu langt ætlum við nú að ganga til að vernda okkur frá því að einhver noti bíl sem morðvopn á fjölförnum stöðum. Ætlum við að búast við því að allir ökumenn séu hugsanlega morðingjar? Ætlum við að loka götum, banna akstur eða banna bara fólk í kringum bíla? Hvað næst?“ skrifar Birgir Örn. Stórmál í stóru myndinniBirgir Örn segir að við séum stödd í því sem virðist vera endalaus eltingaleikur við óttann. „Hvað ætlum við að banna næst? Hvað ætlum við að leyfa glæpamönnum og morðingjum að hafa mikil áhrif á okkar daglega líf?“ Að hans mati ætti samfélagið að fara í naflaskoðun og ákveða hversu langt við erum til í að ganga í því að fórna gleði okkar, frelsi og mannréttindum á altari óttans „Það er kannski ekkert stórmál að banna einhverjum fornbílum að aka árlegan hátíðarakstur. Eða jú. Kannski er það stórmál í stóru myndinni. Myndinni sem stöðugt er verið er að mála af samfélaginu. Myndinni sem tekur sífelldum breytingum og er alltaf að þróast. Þetta er í raun enn ein óverðskulduð pensilstrokan sem hryðjuverkamenn fá að mála á strigann. Strigann okkar.“Færslu Birgis í heild sinni má lesa hér fyrir neðan:
Ljósanótt Reykjanesbær Tengdar fréttir Fornbílaklúbburinn æfur vegna akstursbanns á Ljósanótt Lögreglustjórinn segir ákvörðunina byggja á öryggissjónarmiðum. 21. ágúst 2017 15:40 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Sjá meira
Fornbílaklúbburinn æfur vegna akstursbanns á Ljósanótt Lögreglustjórinn segir ákvörðunina byggja á öryggissjónarmiðum. 21. ágúst 2017 15:40