Um fátt annað er rætt í íþróttaheiminum vestanhafs en bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather á laugardag en tónlistarstjarnan Justin Bieber mun þó líklega ekki láta sjá sig á bardaganum.
Bieber hefur verið einn helsti stuðningsmaður Mayweather undanfarin ár og gekk meira að segja með honum inn í hringinn fyrir bardaga gegn Manny Pacquiao á sínum tíma.
En Bieber hefur tekið til í sínu lífi - ræktað trúna og reynt að slíta tengslin við þá sem hafa neikvæð áhrif á hann. Fréttavefurinn mmamania.com fullyrðir að meðal þessa hafi verið að Bieber hætti að fylgja Mayweather á samfélagsmiðlum, svo sem Instagram.
Hnefaleikakappinn mun hafa tekið því afar illa og hafi orðið bálreiður. Til að bæta gráu á svart lét Bieber hafa eftir sér nýlega að hann efaðist um að Mayweather myndi takast að rota McGregor í bardaganum.
Conor og Mayweather berjast næstakomandi laugardag en bardaginn verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.
Mayweather sagður brjálaður út í Justin Bieber
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Ótrúleg markasúpa í Katalóníu
Fótbolti



„Eins gott að þeir fari að fokking semja“
Körfubolti

Inter í undanúrslit
Fótbolti


Aþena vann loksins leik
Körfubolti

Chelsea skrapaði botninn með Southampton
Enski boltinn