Meirihluti starfsfólks með magakveisu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. ágúst 2017 20:15 Skólasetningu í Hvassaleitishluta Háaleitisskóla hefur verið frestað þar sem meirihluti starfsfólks skólans er veikur af magapest. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar segir börnin fá að njóta vafans en niðurstöðu úr sýnatöku er að vænta í vikunni. Skólasetningu hefur verið frestað fram á fimmtudag þar sem 26 af 36 manna starfsliði skólans hefur veikst af magapest á síðustu dögum. Skólasetningu sem átti að vera á morgun hefur verið frestað um að minnsta kosti tvo daga, eða þar til niðurstaða úr sýnatöku liggur fyrir. Í samtali við fréttastofu sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir að nokkur sýni væru til rannsóknar og er niðurstöðu að vænta á næstu dögum. Næstu skref verða ákveðin í kjölfarið. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs segir að svör þurfi að fást áður en börnin mæta í skólann. „Við erum að fresta þessu til þess að fá betri mynd af stöðunni og til þess að börnin fái að njóta vafans. Þannig að við séum ekki að stefna þeim í neina hugsanlega magakveisu," segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs. Ef veikindin reynast nóróveirusýking er ljóst að mikið hreinsunarstarf þarf að fara fram í skólanum og gæti skólastarf því frestast enn frekar. Sviðsstjórinn segir þó allt eins líklegt að um matareitrun eða aðra pest sé að ræða og verða ákvarðanir um áframhaldið teknar þegar það liggur fyrir. „Við bara byrjum á þessu og síðan upplýsum við skólasamfélagið; foreldra og starfsmenn, um áframhaldið," segir Helgi. Leikskólabörn eru nú í Háaleitisskóla sökum myglu sem kom upp í þeirra húsnæði en veikindin hafa hvorki hrjáð börnin né starfsfólkið á þeirri deild. „Þetta á ekki að hafa nein áhrif á það svæði. Það eru hvorki dæmi um einkenni hjá starfsfólki né börnum sem hafa verið að nýta þann hluta skólahúsnæðisins," segir Helgi. Skátar leigðu Háaleitisskóla í lok júlímánaðar en hópsýking kom síðar upp hjá þeim. Sviðsstjóri skólamála telur þó ólíklegt að veikindin tengist þar sem nokkrar vikur séu liðnar frá dvöl skátanna í skólanum. „Það var hópur sem gisti þarna í seinni hluta júlí og þetta er að koma núna í miðjum ágúst. Þannig að tengslin þarna á milli eru engin," segir Helgi. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Skólasetningu í Hvassaleitishluta Háaleitisskóla hefur verið frestað þar sem meirihluti starfsfólks skólans er veikur af magapest. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar segir börnin fá að njóta vafans en niðurstöðu úr sýnatöku er að vænta í vikunni. Skólasetningu hefur verið frestað fram á fimmtudag þar sem 26 af 36 manna starfsliði skólans hefur veikst af magapest á síðustu dögum. Skólasetningu sem átti að vera á morgun hefur verið frestað um að minnsta kosti tvo daga, eða þar til niðurstaða úr sýnatöku liggur fyrir. Í samtali við fréttastofu sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir að nokkur sýni væru til rannsóknar og er niðurstöðu að vænta á næstu dögum. Næstu skref verða ákveðin í kjölfarið. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs segir að svör þurfi að fást áður en börnin mæta í skólann. „Við erum að fresta þessu til þess að fá betri mynd af stöðunni og til þess að börnin fái að njóta vafans. Þannig að við séum ekki að stefna þeim í neina hugsanlega magakveisu," segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs. Ef veikindin reynast nóróveirusýking er ljóst að mikið hreinsunarstarf þarf að fara fram í skólanum og gæti skólastarf því frestast enn frekar. Sviðsstjórinn segir þó allt eins líklegt að um matareitrun eða aðra pest sé að ræða og verða ákvarðanir um áframhaldið teknar þegar það liggur fyrir. „Við bara byrjum á þessu og síðan upplýsum við skólasamfélagið; foreldra og starfsmenn, um áframhaldið," segir Helgi. Leikskólabörn eru nú í Háaleitisskóla sökum myglu sem kom upp í þeirra húsnæði en veikindin hafa hvorki hrjáð börnin né starfsfólkið á þeirri deild. „Þetta á ekki að hafa nein áhrif á það svæði. Það eru hvorki dæmi um einkenni hjá starfsfólki né börnum sem hafa verið að nýta þann hluta skólahúsnæðisins," segir Helgi. Skátar leigðu Háaleitisskóla í lok júlímánaðar en hópsýking kom síðar upp hjá þeim. Sviðsstjóri skólamála telur þó ólíklegt að veikindin tengist þar sem nokkrar vikur séu liðnar frá dvöl skátanna í skólanum. „Það var hópur sem gisti þarna í seinni hluta júlí og þetta er að koma núna í miðjum ágúst. Þannig að tengslin þarna á milli eru engin," segir Helgi.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira