Thomas sagði vinnufélaga sínum að hann hefði kysst konuna sem kom í bílinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. ágúst 2017 14:29 Thomas hefur hulið andlit sitt í dómssal þegar myndatökur eru leyfðar. Vísir/Eyþór Thomas Møller Olsen, sem ákærður er fyrir að bana Birnu Brjánsdóttur, sagði vinnufélaga sínum á Polar Nanoq að hann hefði kysst konu sem hefði komið upp í bíl sem hann hafði á leigu aðfaranótt 14. janúar. Þetta kom fram í skýrslutöku yfir vinnufélaganum, Inuk Kristiansen, en þeir Thomas unnu saman á grænlenska togaranum Polar Nanoq. Thomas sagði fyrir dómi í dag að hann hefði ekki kysst stúlkuna sem kom í bílinn en hann bar í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu að hann hefði gert það. Bæði Thomas og Nikolaj Olsen, sem einnig er skipverji á Polar Nanoq, báru fyrir dómi í morgun að Inuk hafi verið með þeim hluta föstudagskvöldsins 13. janúar.Fylgst er með öllu því sem fram fer í dómssal í beinni textalýsingu í vaktinni á Vísi.Úlpan þvegin og þurr Inuk, sem gaf skýrslu í gegnum síma, fór með Thomasi á föstudeginum að leigja bíl. Þeir hefðu farið á æfingu og síðan farið í skipið. Um kvöldið hefðu þeir Thomas svo skutlað Nikolaj niður í bæ og svo farið aftur að skipinu sem var við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn. Kolbrún Benediktsdóttir, sækjandi, spurði hvort það hefði staðið til að þeir færu aftur niður í bæ. Inuk sagði að Thomas hefði talað um að hann ætlaði að fara niður í bæ. Aðspurður sagði Inuk að hann hefði skilið úlpuna sína eftir í bílnum sem Thomas hefði tekið á leigu. Þegar Thomas hafi látið hann fá úlpuna var búið að þvo hana og þurrka hana.Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari og Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, verjandi Thomasar, fara yfir málin í dómssal í dag.Vísir/EyþórKonan hefði ælt á úlpuna „Hann sagði að konan hefði ælt á úlpuna og þess vegna hafði hann tekið hana og þurrkað hana,“ sagði Inuk. Kolbrún sækjandi spurði hann þá um hvaða konu væri að ræða. „Ég man ekki nákvæmlega hvort það var ein eða tvær konur en allavega sagði hann að það hefði verið ælt á hana,“ sagði Inuk. „Sagði Thomas þér að það hefði verið kona í bílnum sem hefði ælt á úlpuna?“ „Já, hann sagði mér að það var kona í bílnum sem hefði ælt á úlpuna,“ svaraði Inuk. Inuk sagði að Thomas hefði ekki sagt mikið meira um konuna en svaraði því játandi þegar hann var spurður að því hvort að Thomas hefði sagt að hann hefði kysst konuna. Thomas hefði hins vegar ekki sagt honum hvar það hefði gerst. Aðspurður sagði Inuk að Thomas hefði líklegast sagt honum þetta á laugardeginum, það er 14. janúar.Man vel eftir skilum á úlpunni Thomas sagði fyrir dómi í morgun að hann hefði þrifið ælu í bílnum og fyrir dómi í dag sagði Inuk að þegar hann fór með Thomasi að skila bílnum á laugardeginum þá hefði hann sagt honum að það hefði verið æla í bílnum. „Þegar ég kom inn í bílinn fann ég að það var blettur og ég get ekki útskýrt hvernig lykt en það var já, smá lykt.“ Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Thomasar, spurði Inuk hvort það gæti verið að úlpunni hans hefði verið skilað þannig að hún var hengd upp fyrir utan káetuna hans. „Nei, ég man vel eftir því að hann gaf mér úlpuna sjálfur,“ sagði Inuk. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Læknisskoðun á Thomasi eftir handtökuna: Var með klórför á bringunni og höndunum Fingrafar Thomasar fannst á ökuskírteini Birnu en aðspurður kvaðst Thomas aldrei hafa séð það. 21. ágúst 2017 12:20 Gjörbreyttur framburður Thomasar: Segir Nikolaj hafa keyrt burt með stúlkuna sem kom inn í bílinn Þeir notuðu kærustuna mína og sögðust ætla að sýna kærustunni minni myndirnar til að sýna hvers konar skrímsli ég er, segir Thomas Møller Olsen sem sakaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 21. ágúst 2017 11:11 Í beinni: Thomas Møller Olsen kemur fyrir dóm Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9.15 í dag. 21. ágúst 2017 07:15 Nikolaj Olsen fyrir dómi: „Ef ég hefði keyrt bílinn svona fullur hefði ég sennilega lent í slysi“ Nikolaj Olsen, skipverjinn af Polar Nanoq sem var með Thomasi Møller Olsen nóttina sem Birna Brjánsdóttir hvarf, mundi lítið um málsatvik þegar hann bar vitni fyrir dómi í dag. 21. ágúst 2017 13:37 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Thomas Møller Olsen, sem ákærður er fyrir að bana Birnu Brjánsdóttur, sagði vinnufélaga sínum á Polar Nanoq að hann hefði kysst konu sem hefði komið upp í bíl sem hann hafði á leigu aðfaranótt 14. janúar. Þetta kom fram í skýrslutöku yfir vinnufélaganum, Inuk Kristiansen, en þeir Thomas unnu saman á grænlenska togaranum Polar Nanoq. Thomas sagði fyrir dómi í dag að hann hefði ekki kysst stúlkuna sem kom í bílinn en hann bar í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu að hann hefði gert það. Bæði Thomas og Nikolaj Olsen, sem einnig er skipverji á Polar Nanoq, báru fyrir dómi í morgun að Inuk hafi verið með þeim hluta föstudagskvöldsins 13. janúar.Fylgst er með öllu því sem fram fer í dómssal í beinni textalýsingu í vaktinni á Vísi.Úlpan þvegin og þurr Inuk, sem gaf skýrslu í gegnum síma, fór með Thomasi á föstudeginum að leigja bíl. Þeir hefðu farið á æfingu og síðan farið í skipið. Um kvöldið hefðu þeir Thomas svo skutlað Nikolaj niður í bæ og svo farið aftur að skipinu sem var við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn. Kolbrún Benediktsdóttir, sækjandi, spurði hvort það hefði staðið til að þeir færu aftur niður í bæ. Inuk sagði að Thomas hefði talað um að hann ætlaði að fara niður í bæ. Aðspurður sagði Inuk að hann hefði skilið úlpuna sína eftir í bílnum sem Thomas hefði tekið á leigu. Þegar Thomas hafi látið hann fá úlpuna var búið að þvo hana og þurrka hana.Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari og Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, verjandi Thomasar, fara yfir málin í dómssal í dag.Vísir/EyþórKonan hefði ælt á úlpuna „Hann sagði að konan hefði ælt á úlpuna og þess vegna hafði hann tekið hana og þurrkað hana,“ sagði Inuk. Kolbrún sækjandi spurði hann þá um hvaða konu væri að ræða. „Ég man ekki nákvæmlega hvort það var ein eða tvær konur en allavega sagði hann að það hefði verið ælt á hana,“ sagði Inuk. „Sagði Thomas þér að það hefði verið kona í bílnum sem hefði ælt á úlpuna?“ „Já, hann sagði mér að það var kona í bílnum sem hefði ælt á úlpuna,“ svaraði Inuk. Inuk sagði að Thomas hefði ekki sagt mikið meira um konuna en svaraði því játandi þegar hann var spurður að því hvort að Thomas hefði sagt að hann hefði kysst konuna. Thomas hefði hins vegar ekki sagt honum hvar það hefði gerst. Aðspurður sagði Inuk að Thomas hefði líklegast sagt honum þetta á laugardeginum, það er 14. janúar.Man vel eftir skilum á úlpunni Thomas sagði fyrir dómi í morgun að hann hefði þrifið ælu í bílnum og fyrir dómi í dag sagði Inuk að þegar hann fór með Thomasi að skila bílnum á laugardeginum þá hefði hann sagt honum að það hefði verið æla í bílnum. „Þegar ég kom inn í bílinn fann ég að það var blettur og ég get ekki útskýrt hvernig lykt en það var já, smá lykt.“ Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Thomasar, spurði Inuk hvort það gæti verið að úlpunni hans hefði verið skilað þannig að hún var hengd upp fyrir utan káetuna hans. „Nei, ég man vel eftir því að hann gaf mér úlpuna sjálfur,“ sagði Inuk.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Læknisskoðun á Thomasi eftir handtökuna: Var með klórför á bringunni og höndunum Fingrafar Thomasar fannst á ökuskírteini Birnu en aðspurður kvaðst Thomas aldrei hafa séð það. 21. ágúst 2017 12:20 Gjörbreyttur framburður Thomasar: Segir Nikolaj hafa keyrt burt með stúlkuna sem kom inn í bílinn Þeir notuðu kærustuna mína og sögðust ætla að sýna kærustunni minni myndirnar til að sýna hvers konar skrímsli ég er, segir Thomas Møller Olsen sem sakaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 21. ágúst 2017 11:11 Í beinni: Thomas Møller Olsen kemur fyrir dóm Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9.15 í dag. 21. ágúst 2017 07:15 Nikolaj Olsen fyrir dómi: „Ef ég hefði keyrt bílinn svona fullur hefði ég sennilega lent í slysi“ Nikolaj Olsen, skipverjinn af Polar Nanoq sem var með Thomasi Møller Olsen nóttina sem Birna Brjánsdóttir hvarf, mundi lítið um málsatvik þegar hann bar vitni fyrir dómi í dag. 21. ágúst 2017 13:37 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Læknisskoðun á Thomasi eftir handtökuna: Var með klórför á bringunni og höndunum Fingrafar Thomasar fannst á ökuskírteini Birnu en aðspurður kvaðst Thomas aldrei hafa séð það. 21. ágúst 2017 12:20
Gjörbreyttur framburður Thomasar: Segir Nikolaj hafa keyrt burt með stúlkuna sem kom inn í bílinn Þeir notuðu kærustuna mína og sögðust ætla að sýna kærustunni minni myndirnar til að sýna hvers konar skrímsli ég er, segir Thomas Møller Olsen sem sakaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 21. ágúst 2017 11:11
Í beinni: Thomas Møller Olsen kemur fyrir dóm Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9.15 í dag. 21. ágúst 2017 07:15
Nikolaj Olsen fyrir dómi: „Ef ég hefði keyrt bílinn svona fullur hefði ég sennilega lent í slysi“ Nikolaj Olsen, skipverjinn af Polar Nanoq sem var með Thomasi Møller Olsen nóttina sem Birna Brjánsdóttir hvarf, mundi lítið um málsatvik þegar hann bar vitni fyrir dómi í dag. 21. ágúst 2017 13:37